Guðrún Brá vann í fyrsta skipti og Axel náði að verja titil sinn Hjörvar skrifar 30. júlí 2018 06:00 Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingar úr Golfklúbbnum Keili, með sigurlaunin. Mynd/GSÍ Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem haldið var í Vestmanneyjum um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, sigurvegarar síðustu tveggja ára, voru ekki með að þessu sinni vegna verkefna sinna erlendis og golfspekingar spáðu því að nú væri komið að Guðrúnu Brá að vinna titilinn. Hún stóðst þær væntingar með glæsibrag, en hún hafði forystu allt frá því að fyrsta keppnisdegi lauk og til enda. Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum sem er par vallarins, annan hringinn á fimm höggum yfir pari, þann þriðja á tveimur höggum yfir pari og fjórða og síðasta á einu höggi yfir pari. Guðrún kórónaði góða frammistöðu sína um helgina með því að tryggja sér fugl á lokaholunni með einkar laglegri vippu í brekku rétt utan flatar. Guðrún Brá er að feta í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1995, 1999, 2000 og síðast árið 2007. Þau eru fyrstu feðginin sem tekst að standa uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari og þægilegt að hafa loksins náð að standa uppi sem sigurvegari á þessu móti. Það var mjög gaman að spila hérna í Vestmannaeyjum um helgina þó svo að veðrið hafi aðeins sett strik í reikninginn á öðrum og þriðja degi. Aðstæður voru fínar í dag og ég náði að spila fínt golf og sigla sigrinum heim. Nú ætla ég að vera í viku hér heima og slaka á, en fer svo út í næstu viku og hef seinni hlutann á keppnistímabilinu á LET Access-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá kát í samtali við Fréttablaðið. Meiri spenna var í karlaflokki, en þar börðust Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum í Mosfellsbæ, og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, um Íslandsmeistaratitilinn. Axel og Björn Óskar voru við toppinn frá fyrsta keppnisdegi, en Haraldur Franklín blandaði sér í toppbaráttunna með því að slá vallarmetið þegar hann fór annan hringinn á 62 höggum og sló þar með 16 ára gamalt met Helga Dans Steinssonar. Axel og Björn Óskar héldust hönd í hönd allt fram á lokaholu og Haraldur Franklín andaði ofan í hálsmálið á þeim allt fram á lokaholuna. Það voru tveir fuglar á 14. og 15. holu á lokahringnum sem lögðu grunninn að Íslandsmeistaratitli Axels. Þegar yfir lauk hafði Axel farið hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins, Björn Óskar á tíu höggum undir pari og Haraldur Franklín á níu höggum undir pari. Axel varði þar af leiðandi titil sinn, en hann hefur alls orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Þar áður varð hann meistari árið 2011. „Það var mikil spenna frá upphafi til enda og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa þessu. Björn Óskar og Haraldur Franklín veittu mér harða keppni og það var ljúf tilfinning þegar þetta var í höfn. Völlurinn var í gríðarlega góðu ásigkomulagi og mjög gaman að spila á honum um helgina. Við fengum mörg mismunandi veðurafbrigði og það var bara gaman að kljást við það. Nú fer ég út til Danmerkur í nótt og byrja að undirbúa mig fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði Axel sigurreifur í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem haldið var í Vestmanneyjum um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, sigurvegarar síðustu tveggja ára, voru ekki með að þessu sinni vegna verkefna sinna erlendis og golfspekingar spáðu því að nú væri komið að Guðrúnu Brá að vinna titilinn. Hún stóðst þær væntingar með glæsibrag, en hún hafði forystu allt frá því að fyrsta keppnisdegi lauk og til enda. Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum sem er par vallarins, annan hringinn á fimm höggum yfir pari, þann þriðja á tveimur höggum yfir pari og fjórða og síðasta á einu höggi yfir pari. Guðrún kórónaði góða frammistöðu sína um helgina með því að tryggja sér fugl á lokaholunni með einkar laglegri vippu í brekku rétt utan flatar. Guðrún Brá er að feta í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1995, 1999, 2000 og síðast árið 2007. Þau eru fyrstu feðginin sem tekst að standa uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari og þægilegt að hafa loksins náð að standa uppi sem sigurvegari á þessu móti. Það var mjög gaman að spila hérna í Vestmannaeyjum um helgina þó svo að veðrið hafi aðeins sett strik í reikninginn á öðrum og þriðja degi. Aðstæður voru fínar í dag og ég náði að spila fínt golf og sigla sigrinum heim. Nú ætla ég að vera í viku hér heima og slaka á, en fer svo út í næstu viku og hef seinni hlutann á keppnistímabilinu á LET Access-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá kát í samtali við Fréttablaðið. Meiri spenna var í karlaflokki, en þar börðust Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum í Mosfellsbæ, og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, um Íslandsmeistaratitilinn. Axel og Björn Óskar voru við toppinn frá fyrsta keppnisdegi, en Haraldur Franklín blandaði sér í toppbaráttunna með því að slá vallarmetið þegar hann fór annan hringinn á 62 höggum og sló þar með 16 ára gamalt met Helga Dans Steinssonar. Axel og Björn Óskar héldust hönd í hönd allt fram á lokaholu og Haraldur Franklín andaði ofan í hálsmálið á þeim allt fram á lokaholuna. Það voru tveir fuglar á 14. og 15. holu á lokahringnum sem lögðu grunninn að Íslandsmeistaratitli Axels. Þegar yfir lauk hafði Axel farið hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins, Björn Óskar á tíu höggum undir pari og Haraldur Franklín á níu höggum undir pari. Axel varði þar af leiðandi titil sinn, en hann hefur alls orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Þar áður varð hann meistari árið 2011. „Það var mikil spenna frá upphafi til enda og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa þessu. Björn Óskar og Haraldur Franklín veittu mér harða keppni og það var ljúf tilfinning þegar þetta var í höfn. Völlurinn var í gríðarlega góðu ásigkomulagi og mjög gaman að spila á honum um helgina. Við fengum mörg mismunandi veðurafbrigði og það var bara gaman að kljást við það. Nú fer ég út til Danmerkur í nótt og byrja að undirbúa mig fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði Axel sigurreifur í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira