Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2018 17:47 Útsýnið af Skálafelli yfir höfuðborgina. Vísir/GVA Skipulagsstofnun hefur ákveðið að bygging kláfs á Skálafelli sæti umhverfismati. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. Í gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir feli í sér uppsetningu kláfs frá núverandi bílastæði við rætur Skálafells og upp á topp fjallsins ásamt þjónustustöðvum við báða enda. Með hliðsjón af umsögnum Reykjavíkurborgar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Veðurstofu Íslands telur Skipulagsstofnun að við fyrirhugaðar framkvæmdir verði eðlisbreyting á þjónustu svæðisins, sem er til að mynda vinsælt skíðasvæði, og ákveðin óvissa sé um umfang framkvæmda og slysahættu. Að mati Skipulagsstofnunar kalla þættir sem falla undir eðli framkvæmdarinnar á að framkvæmdin undirgangist mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 26. ágúst 2018. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má nálgast hér. Fyrst voru fluttar fréttir af fyrirhuguðum kláfi og þjónustumiðstöðvum í kringum hann í fyrra. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ sagði þá í erindi frá Mannviti verkfræðistofu vegna verkefnisins, sem skoðaði möguleika á kláfnum fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að bygging kláfs á Skálafelli sæti umhverfismati. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. Í gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir feli í sér uppsetningu kláfs frá núverandi bílastæði við rætur Skálafells og upp á topp fjallsins ásamt þjónustustöðvum við báða enda. Með hliðsjón af umsögnum Reykjavíkurborgar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Veðurstofu Íslands telur Skipulagsstofnun að við fyrirhugaðar framkvæmdir verði eðlisbreyting á þjónustu svæðisins, sem er til að mynda vinsælt skíðasvæði, og ákveðin óvissa sé um umfang framkvæmda og slysahættu. Að mati Skipulagsstofnunar kalla þættir sem falla undir eðli framkvæmdarinnar á að framkvæmdin undirgangist mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 26. ágúst 2018. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má nálgast hér. Fyrst voru fluttar fréttir af fyrirhuguðum kláfi og þjónustumiðstöðvum í kringum hann í fyrra. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ sagði þá í erindi frá Mannviti verkfræðistofu vegna verkefnisins, sem skoðaði möguleika á kláfnum fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00