Celtic í góðum málum eftir fyrri leikinn gegn Rosenborg Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júlí 2018 20:30 Odsonne skorar fyrsta markið í dag. vísir/getty Celtic er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Rosenborg í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur í Skotlandi í kvöld. Rosenborg sló út Val eftirminnilega í síðustu umferð þar sem dramatíkin var mikil en voru of litlir fyrir skosku meistarana í kvöld fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar. Rosenborg komst yfir á fimmtándu mínútu leiksins eftir laglega sókn. Nicklas Bedntner gerði þá ansi vel er hann lagði boltann á vinstri bakvörðinn Birger Meling sem kláraði færið vel. Það leit allt út fyrir að staðan yrði þannig í leikhlé en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Odsonne Edouard metin er hann lék lausum hala í vítateig gestanna. 1-1 í hálfleik og heimamenn í Celtic voru ekki lengi að koma sér yfir í síðari hálfleik. Oliver Ntcham skoraði laglegt mark eftir einungis 40 sekúndur í síðari hálfleik og heimamenn komnir yfir. Celtic gerði sig líklega til þess að bæta við fleiri mörkum en þeir skutu meðal annars í slána og André Hansen, markvörður Rosenborgar, að taka á honum stóra sínum. Skosku meistararnir náðu inn þriðja markinu er Edouard skoraði sitt annað mark. Hann slapp einn inn fyrir vörnina, rangstöðugildra Rosenborg klikkaði og hann vippaði boltanum fyrir Hansen. Celtic er því í ansi góðri stöðu fyrir síðari leikinn en þegar þeir sýndu klærnar í leiknum í kvöld fengu þeir nóg af færum. Eftirleikurinn ætti að verða auðveldur fyrir þá. Mattías Vilhjálmsson var ónotaður varamaður hjá Rosenborg en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að liðið rak Kåre Ingebrigtsen í síðustu viku. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Celtic er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Rosenborg í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur í Skotlandi í kvöld. Rosenborg sló út Val eftirminnilega í síðustu umferð þar sem dramatíkin var mikil en voru of litlir fyrir skosku meistarana í kvöld fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar. Rosenborg komst yfir á fimmtándu mínútu leiksins eftir laglega sókn. Nicklas Bedntner gerði þá ansi vel er hann lagði boltann á vinstri bakvörðinn Birger Meling sem kláraði færið vel. Það leit allt út fyrir að staðan yrði þannig í leikhlé en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Odsonne Edouard metin er hann lék lausum hala í vítateig gestanna. 1-1 í hálfleik og heimamenn í Celtic voru ekki lengi að koma sér yfir í síðari hálfleik. Oliver Ntcham skoraði laglegt mark eftir einungis 40 sekúndur í síðari hálfleik og heimamenn komnir yfir. Celtic gerði sig líklega til þess að bæta við fleiri mörkum en þeir skutu meðal annars í slána og André Hansen, markvörður Rosenborgar, að taka á honum stóra sínum. Skosku meistararnir náðu inn þriðja markinu er Edouard skoraði sitt annað mark. Hann slapp einn inn fyrir vörnina, rangstöðugildra Rosenborg klikkaði og hann vippaði boltanum fyrir Hansen. Celtic er því í ansi góðri stöðu fyrir síðari leikinn en þegar þeir sýndu klærnar í leiknum í kvöld fengu þeir nóg af færum. Eftirleikurinn ætti að verða auðveldur fyrir þá. Mattías Vilhjálmsson var ónotaður varamaður hjá Rosenborg en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að liðið rak Kåre Ingebrigtsen í síðustu viku.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira