Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2018 20:39 Danielle Vabner sýnir mynd af bróður sínum, hinum sex ára Noah Pozner, sem var myrtur í skotárásinni við Sandy Hook-grunnskólann í Connecticut árið 2012. Foreldrar hans hafa nú skrifað opið bréf til stofnanda Facebook. Vísir/Getty Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. Í bréfinu grátbiðja þau Zuckerberg að kæfa samsæriskenningar um árásina, sem eru ítrekað látnar óáreittar á Facebook og er deilt þar í massavís. Lenny Pozner og Veronique De La Rosa rita bréfið sem birtist í breska dagblaðinu The Guardian í dag. Noah, sex ára sonur þeirra, var einn hinna 26 sem Adam Lanza myrti viku fyrir jólin 2012. Pozner og De La Rosa, ásamt aðstandendum þeirra sem létust í árásinni, hafa háð harða baráttu við samfélagsmiðla undanfarin ár vegna háværra samsæriskenninga og stöðugs áreitis af hendi þeirra sem aðhyllast þær. Samsæriskenningarnar hljóta flestar að því að árásin hafi verið sviðsett, enginn hafi látist í henni og að foreldrar barnanna hafi verið leikarar. Zuckerberg verndi lygar og hatursorðræðu Í bréfinu lýsa Pozner og De La Rosa því að þeim hafi borist líflátshótanir frá samsæriskenningahópum, sem Facebook veitir hljómgrunn. Þá hafa þau þurft að flytjast búferlum nokkrum sinnum vegna áreitisins og fara nú algjörlega huldu höfði. „Fjölskyldur okkar eru í hættu og það er bein afleiðing þeirra hundruð þúsunda sem sjá og trúa lygunum og hatursorðræðunni, sem þú hefur ákveðið að eigi að vernda,“ skrifa Pozner og De La Rosa og ávarpa þar Zuckerberg beint. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þerrar tárin er hann minnist fórnarlamba árásarinnar í Sandy Hook-grunnskólanum, þremur árum eftir að árásin átti sér stað.Vísir/GEtty Þá gagnrýna þau hann fyrir linkind gagnvart Facebook-notendum og hópum sem dreifa falsfréttum og samsæriskenningum um árásina í Sandy Hook. Þau leggja jafnframt til að Zuckerberg innleiði ákveðin viðmið um meðferð skotárása á Facebook og koma þannig í veg fyrir að aðstandendur fórnarlamba verði fyrir áreiti. „Sonur okkar, Noah, hefur ekki lengur rödd, og þá mun hann heldur ekki fá að lifa lífi sínu. Við finnum fyrir fjarveru hans hvern einasta dag. En við getum ekki syrgt barnið okkar eða haldið áfram með líf okkar af því að þú, hugsanlega valdamesti maður á jörðinni, hefur ákveðið að árásirnar á okkur séu smávægilegar, [...] og að líf okkar séu ekki jafnmikilvæg og að skjóta skjólhúsi yfir hatur,“ segir í lokaorðum bréfsins. Alex Jones, InfoWars og Facebook Fjölmiðlamaðurinn Alex Jones er einn helsti samsæriskenningasmiður Bandaríkjanna og hefur ítrekað borið slíkar kenningar út á miðli sínum, InfoWars. Myndbönd sem birt hafa verið á Facebook-síðu InfoWars hafa sankað að sér milljónum áhorfa en miðillinn er þekktur fyrir að dreifa ýmiss konar falsfréttum. Sjá einnig: Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Jones hefur lengi beint spjótum sínum að Sandy Hook-árásinni í myndböndum sínum og nú síðast hélt hann því fram að eftirlifendur skotárásarinnar í Parkland í Flórída væru leikarar. Alex Jones (t.v.) hefur meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða.Vísir/AFP CNN greindi frá því í vikunni að Facebook þætti samsæriskenningar á borð við þær sem loða við Sandy Hook-árásina „viðbjóðslegar“. Þá hefur fyrirtækið lýst því yfir að þær brjóti í bága við reglur miðilsins og hefur heitið því að fjarlægja færslur sem dreifa samsæriskenningunum. Facebook sá hins vegar ekki ástæðu til að fjarlægja myndbönd Jones, þar á meðal eitt sem tekur Parkland-samsæriskenninguna til umfjöllunar. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sagði að myndböndin samræmist reglum þar eð í þeim sé ekki að finna beinar ásakanir í garð eftirlifenda árásarinnar í Parkland. Zuckerberg svaraði fyrir viðbrögð Facebook við falsfréttum og áreitni á miðlinum í viðtali í síðustu viku. Þar sagði hann myndbönd og áróður á borð við þann sem InfoWars birtir á síðu sinni í flestum tilvikum heyra undir tjáningarfrelsi og fengi því að standa, þó að efnið sem síðan dreifi eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefur Zuckerberg ekki svarað bréfi Pozner og De La Rosa opinberlega enn sem komið er. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Tröll herja á fórnarlömb skotárásarinnar í Vegas Fólk sem Stephen Paddoc særði í skotárás sinni situr nú undir hótunum fjölda fólks sem trúir því ekki að árásin hafi í raun átt sér stað. 29. október 2017 20:00 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. Í bréfinu grátbiðja þau Zuckerberg að kæfa samsæriskenningar um árásina, sem eru ítrekað látnar óáreittar á Facebook og er deilt þar í massavís. Lenny Pozner og Veronique De La Rosa rita bréfið sem birtist í breska dagblaðinu The Guardian í dag. Noah, sex ára sonur þeirra, var einn hinna 26 sem Adam Lanza myrti viku fyrir jólin 2012. Pozner og De La Rosa, ásamt aðstandendum þeirra sem létust í árásinni, hafa háð harða baráttu við samfélagsmiðla undanfarin ár vegna háværra samsæriskenninga og stöðugs áreitis af hendi þeirra sem aðhyllast þær. Samsæriskenningarnar hljóta flestar að því að árásin hafi verið sviðsett, enginn hafi látist í henni og að foreldrar barnanna hafi verið leikarar. Zuckerberg verndi lygar og hatursorðræðu Í bréfinu lýsa Pozner og De La Rosa því að þeim hafi borist líflátshótanir frá samsæriskenningahópum, sem Facebook veitir hljómgrunn. Þá hafa þau þurft að flytjast búferlum nokkrum sinnum vegna áreitisins og fara nú algjörlega huldu höfði. „Fjölskyldur okkar eru í hættu og það er bein afleiðing þeirra hundruð þúsunda sem sjá og trúa lygunum og hatursorðræðunni, sem þú hefur ákveðið að eigi að vernda,“ skrifa Pozner og De La Rosa og ávarpa þar Zuckerberg beint. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þerrar tárin er hann minnist fórnarlamba árásarinnar í Sandy Hook-grunnskólanum, þremur árum eftir að árásin átti sér stað.Vísir/GEtty Þá gagnrýna þau hann fyrir linkind gagnvart Facebook-notendum og hópum sem dreifa falsfréttum og samsæriskenningum um árásina í Sandy Hook. Þau leggja jafnframt til að Zuckerberg innleiði ákveðin viðmið um meðferð skotárása á Facebook og koma þannig í veg fyrir að aðstandendur fórnarlamba verði fyrir áreiti. „Sonur okkar, Noah, hefur ekki lengur rödd, og þá mun hann heldur ekki fá að lifa lífi sínu. Við finnum fyrir fjarveru hans hvern einasta dag. En við getum ekki syrgt barnið okkar eða haldið áfram með líf okkar af því að þú, hugsanlega valdamesti maður á jörðinni, hefur ákveðið að árásirnar á okkur séu smávægilegar, [...] og að líf okkar séu ekki jafnmikilvæg og að skjóta skjólhúsi yfir hatur,“ segir í lokaorðum bréfsins. Alex Jones, InfoWars og Facebook Fjölmiðlamaðurinn Alex Jones er einn helsti samsæriskenningasmiður Bandaríkjanna og hefur ítrekað borið slíkar kenningar út á miðli sínum, InfoWars. Myndbönd sem birt hafa verið á Facebook-síðu InfoWars hafa sankað að sér milljónum áhorfa en miðillinn er þekktur fyrir að dreifa ýmiss konar falsfréttum. Sjá einnig: Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Jones hefur lengi beint spjótum sínum að Sandy Hook-árásinni í myndböndum sínum og nú síðast hélt hann því fram að eftirlifendur skotárásarinnar í Parkland í Flórída væru leikarar. Alex Jones (t.v.) hefur meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða.Vísir/AFP CNN greindi frá því í vikunni að Facebook þætti samsæriskenningar á borð við þær sem loða við Sandy Hook-árásina „viðbjóðslegar“. Þá hefur fyrirtækið lýst því yfir að þær brjóti í bága við reglur miðilsins og hefur heitið því að fjarlægja færslur sem dreifa samsæriskenningunum. Facebook sá hins vegar ekki ástæðu til að fjarlægja myndbönd Jones, þar á meðal eitt sem tekur Parkland-samsæriskenninguna til umfjöllunar. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sagði að myndböndin samræmist reglum þar eð í þeim sé ekki að finna beinar ásakanir í garð eftirlifenda árásarinnar í Parkland. Zuckerberg svaraði fyrir viðbrögð Facebook við falsfréttum og áreitni á miðlinum í viðtali í síðustu viku. Þar sagði hann myndbönd og áróður á borð við þann sem InfoWars birtir á síðu sinni í flestum tilvikum heyra undir tjáningarfrelsi og fengi því að standa, þó að efnið sem síðan dreifi eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefur Zuckerberg ekki svarað bréfi Pozner og De La Rosa opinberlega enn sem komið er.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Tröll herja á fórnarlömb skotárásarinnar í Vegas Fólk sem Stephen Paddoc særði í skotárás sinni situr nú undir hótunum fjölda fólks sem trúir því ekki að árásin hafi í raun átt sér stað. 29. október 2017 20:00 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15
Tröll herja á fórnarlömb skotárásarinnar í Vegas Fólk sem Stephen Paddoc særði í skotárás sinni situr nú undir hótunum fjölda fólks sem trúir því ekki að árásin hafi í raun átt sér stað. 29. október 2017 20:00