Logið til um orkumálapakka Evrópusambandsins á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Undanfarið hafa öfgafullir íhaldsmenn og öfgafullir vinstri menn í samtökunum Heimssýn verið að ljúga að íslenskum almenningi um orkumálapakka Evrópusambandsins sem á að leiða í lög á næstu mánuðum á Íslandi. Það er ýmsu haldið fram af þeirra hálfu og ætla ég ekki að nefna það allt saman hérna. Ég mun eingöngu fara yfir það helsta sem ég man eftir. Enda hefur Heimssýn og aðrir öfgamenn haldið ýmsu fram um Evrópusambandið í gegnum tíðina og ekkert af því er samkvæmt raunveruleikanum. Það sem er helst haldið fram er að Íslendingar muni tapa stjórn orkumála til Evrópusambandsins við innleiðingu þessara laga. Þetta er rangt. Íslendingar munu ekki tapa neinni stjórn yfir orkumálum sínum eða skipulagi. Það sem mun gerast er að umrædd lög munu tryggja að samkeppni sé virk á orkumarkaði á Íslandi og farið sé eftir lögum og reglum. Ísland er ekki beintengt hinu evrópska raforkuneti og verður það ekki í framtíðinni. Ástæðan er eðlisfræði og fjarlægð Íslands frá næsta hentuga tengipunkti á meginlandi Evrópu. Fjarlægðin er einfaldlega of mikil til þess að þetta borgi sig og rekstrarkostnaður á slíkum raforkustreng yrði of mikill í dag. Það hefur ekki stoppað Heimssýn í að halda því fram að slíkt sé krafa Evrópusambandsins, slík fullyrðing hjá Heimssýn er lygi. Það er staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur látið gera margar skýrslur um þetta mál og sumar sýna fram á hagnað á meðan aðrar skýrslur sýna fram á tap. Það er alveg ljóst að lagning slíks raforkustrengs yrði alltaf ákvörðun Íslendinga og aldrei Evrópusambandsins og ekki einu sinni ef Ísland mundi ganga í Evrópusambandið og gerast fullgildur meðlimur.Samræma vinnu Helsta hlutverk Agency for the Cooperation of Energy Regulat ors (ACER), eða Orkumálastofnunar Evrópusambandsins eins og ég hef ákveðið að kalla stofnunina, er að samræma vinnu annarra orkumálastofnana innan Evrópusambandsins. Ákvarða stefnumörkun í samvinnu við viðkomandi stofnanir og passa að lögum og reglum sé framfylgt í samræmi við lög Evrópusambandsins. Vegna þess hvernig orkumálum Íslendinga er háttað þá er ekki að sjá að afskipti Orkumálastofnunar Evrópusambandsins yrðu mikil á Íslandi. Þessi samskipti fara einnig fram í gegnum ESA samkvæmt ákvörðun milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins. Það verður því ekki um bein samskipti að ræða milli Orkumálastofnunar Evrópusambandsins og Orkustofnunar á Íslandi. Eitt af stærri verkefnum EU ACER er að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og að neytendur séu ekki sviknir af orkufyrirtækjum hvort sem um er að ræða sölu á gasi eða rafmagni. Það er einnig hlutverk EU ACER að tryggja að öllum öðrum reglum sé fylgt á innri markaði Evrópusambandsins og grípa til aðgerða ef sú er ekki raunin. Hlutverk EU ACER er margþætt og stærra en svo að ég komist yfir að útskýra það allt saman í þessari stuttu grein. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu EU ACER. Ástæðan fyrir þessari miklu andstöðu við þessi lög frá Evrópusambandinu er mun dýpri en bara andstaða við þessi lög og reglur frá Evrópusambandinu. Hérna er verið að gera pólitíska tilraun til þess að koma Íslendingum úr EES-samningum. Stefna Heimssýnar er að svipta Íslendinga öllu því frelsi sem þeir njóta í dag innan Evrópusambandsins og þetta hefur verið stefnan hjá Heimssýn frá upphafi. Enda voru þeir sem stofnuðu Heimssýn í upphafi á móti öllu alþjóðlegu samstarfi sem Íslendingar hafa farið í á undanförnum áratugum. Ég ætla að fara nánar yfir það í annarri grein um Heimssýn og þær lygar sem samtökin hafa verið að dreifa um Evrópusambandið á Íslandi. Það er staðreynd að Heimssýn hefur reynst Íslendingum mikið böl á þeim sextán árum sem samtökin hafa starfað.Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa öfgafullir íhaldsmenn og öfgafullir vinstri menn í samtökunum Heimssýn verið að ljúga að íslenskum almenningi um orkumálapakka Evrópusambandsins sem á að leiða í lög á næstu mánuðum á Íslandi. Það er ýmsu haldið fram af þeirra hálfu og ætla ég ekki að nefna það allt saman hérna. Ég mun eingöngu fara yfir það helsta sem ég man eftir. Enda hefur Heimssýn og aðrir öfgamenn haldið ýmsu fram um Evrópusambandið í gegnum tíðina og ekkert af því er samkvæmt raunveruleikanum. Það sem er helst haldið fram er að Íslendingar muni tapa stjórn orkumála til Evrópusambandsins við innleiðingu þessara laga. Þetta er rangt. Íslendingar munu ekki tapa neinni stjórn yfir orkumálum sínum eða skipulagi. Það sem mun gerast er að umrædd lög munu tryggja að samkeppni sé virk á orkumarkaði á Íslandi og farið sé eftir lögum og reglum. Ísland er ekki beintengt hinu evrópska raforkuneti og verður það ekki í framtíðinni. Ástæðan er eðlisfræði og fjarlægð Íslands frá næsta hentuga tengipunkti á meginlandi Evrópu. Fjarlægðin er einfaldlega of mikil til þess að þetta borgi sig og rekstrarkostnaður á slíkum raforkustreng yrði of mikill í dag. Það hefur ekki stoppað Heimssýn í að halda því fram að slíkt sé krafa Evrópusambandsins, slík fullyrðing hjá Heimssýn er lygi. Það er staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur látið gera margar skýrslur um þetta mál og sumar sýna fram á hagnað á meðan aðrar skýrslur sýna fram á tap. Það er alveg ljóst að lagning slíks raforkustrengs yrði alltaf ákvörðun Íslendinga og aldrei Evrópusambandsins og ekki einu sinni ef Ísland mundi ganga í Evrópusambandið og gerast fullgildur meðlimur.Samræma vinnu Helsta hlutverk Agency for the Cooperation of Energy Regulat ors (ACER), eða Orkumálastofnunar Evrópusambandsins eins og ég hef ákveðið að kalla stofnunina, er að samræma vinnu annarra orkumálastofnana innan Evrópusambandsins. Ákvarða stefnumörkun í samvinnu við viðkomandi stofnanir og passa að lögum og reglum sé framfylgt í samræmi við lög Evrópusambandsins. Vegna þess hvernig orkumálum Íslendinga er háttað þá er ekki að sjá að afskipti Orkumálastofnunar Evrópusambandsins yrðu mikil á Íslandi. Þessi samskipti fara einnig fram í gegnum ESA samkvæmt ákvörðun milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins. Það verður því ekki um bein samskipti að ræða milli Orkumálastofnunar Evrópusambandsins og Orkustofnunar á Íslandi. Eitt af stærri verkefnum EU ACER er að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og að neytendur séu ekki sviknir af orkufyrirtækjum hvort sem um er að ræða sölu á gasi eða rafmagni. Það er einnig hlutverk EU ACER að tryggja að öllum öðrum reglum sé fylgt á innri markaði Evrópusambandsins og grípa til aðgerða ef sú er ekki raunin. Hlutverk EU ACER er margþætt og stærra en svo að ég komist yfir að útskýra það allt saman í þessari stuttu grein. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu EU ACER. Ástæðan fyrir þessari miklu andstöðu við þessi lög frá Evrópusambandinu er mun dýpri en bara andstaða við þessi lög og reglur frá Evrópusambandinu. Hérna er verið að gera pólitíska tilraun til þess að koma Íslendingum úr EES-samningum. Stefna Heimssýnar er að svipta Íslendinga öllu því frelsi sem þeir njóta í dag innan Evrópusambandsins og þetta hefur verið stefnan hjá Heimssýn frá upphafi. Enda voru þeir sem stofnuðu Heimssýn í upphafi á móti öllu alþjóðlegu samstarfi sem Íslendingar hafa farið í á undanförnum áratugum. Ég ætla að fara nánar yfir það í annarri grein um Heimssýn og þær lygar sem samtökin hafa verið að dreifa um Evrópusambandið á Íslandi. Það er staðreynd að Heimssýn hefur reynst Íslendingum mikið böl á þeim sextán árum sem samtökin hafa starfað.Höfundur er rithöfundur
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar