Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 08:04 Fulltrúar minnihlutans funduðu í gær. Aðsend Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar „algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. Í tilkynningu frá minnihlutanum segir að hann hafi fundað í gær um það „neyðarástand“ sem nú ríki í málaflokknum. „Við þessar aðstæður er það fullkomið ábyrgðarleysi að borgarstjórn og fagráð borgarinnar séu nú komin í sumarleyfi án þess að leysa vandann,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að minnihlutinn hafi óskað eftir aukafundi í velferðarráði í sumar svo að setja mætti þessi mál á dagskrá „í heild sinni“ eins og það er orðað. „Svörin voru á þann veg að ekki var unnt að verða við ósk um aukafund fyrr en 10. ágúst nk., á meðan eykst neyð heimilislausra með hverjum deginum.“Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að undanförnu að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012. Minnihlutinn segir í tilkynningu sinni að hann hafi sammælst um að grípa þurfi „strax til neyðarúrræða, hefjast handa við að leysa þennan alvarlega vanda til frambúðar“ og hefur hann farið fram á aukafund í borgarráði í næstu viku. „Heimilislaust fólk fær ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum og þeirri angist sem fylgir því að hafa ekki þak yfir höfuðið.“ Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Rætt um stöðu heimilislausra, eineltismál hjá borginni og niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála í borgarráði í gær. Öll málin eru skandall fyrir borgina, segir Vigdís Hauksdóttir, en gleðst yfir auknu gegnsæi hjá borginni eftir samþykkt tillögu Sjálfstæðismanna um að fundir hjá borginni verði auglýstir með dagskrá. 20. júlí 2018 08:00 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum, segir Kolbrún Baldursdóttir. 23. júlí 2018 10:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar „algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. Í tilkynningu frá minnihlutanum segir að hann hafi fundað í gær um það „neyðarástand“ sem nú ríki í málaflokknum. „Við þessar aðstæður er það fullkomið ábyrgðarleysi að borgarstjórn og fagráð borgarinnar séu nú komin í sumarleyfi án þess að leysa vandann,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að minnihlutinn hafi óskað eftir aukafundi í velferðarráði í sumar svo að setja mætti þessi mál á dagskrá „í heild sinni“ eins og það er orðað. „Svörin voru á þann veg að ekki var unnt að verða við ósk um aukafund fyrr en 10. ágúst nk., á meðan eykst neyð heimilislausra með hverjum deginum.“Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að undanförnu að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012. Minnihlutinn segir í tilkynningu sinni að hann hafi sammælst um að grípa þurfi „strax til neyðarúrræða, hefjast handa við að leysa þennan alvarlega vanda til frambúðar“ og hefur hann farið fram á aukafund í borgarráði í næstu viku. „Heimilislaust fólk fær ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum og þeirri angist sem fylgir því að hafa ekki þak yfir höfuðið.“
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Rætt um stöðu heimilislausra, eineltismál hjá borginni og niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála í borgarráði í gær. Öll málin eru skandall fyrir borgina, segir Vigdís Hauksdóttir, en gleðst yfir auknu gegnsæi hjá borginni eftir samþykkt tillögu Sjálfstæðismanna um að fundir hjá borginni verði auglýstir með dagskrá. 20. júlí 2018 08:00 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum, segir Kolbrún Baldursdóttir. 23. júlí 2018 10:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Rætt um stöðu heimilislausra, eineltismál hjá borginni og niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála í borgarráði í gær. Öll málin eru skandall fyrir borgina, segir Vigdís Hauksdóttir, en gleðst yfir auknu gegnsæi hjá borginni eftir samþykkt tillögu Sjálfstæðismanna um að fundir hjá borginni verði auglýstir með dagskrá. 20. júlí 2018 08:00
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22
Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum, segir Kolbrún Baldursdóttir. 23. júlí 2018 10:38