Kláruðu sex stóru maraþonhlaupin Starri Freyr Jónsson skrifar 27. júlí 2018 10:15 Ómar Torfason og Sigurlaug Hilmarsdóttir luku sjötta og síðasta stóra maraþonhlaupinu í Tókýó í Japan fyrr á árinu. Fimmtán Íslendingar hafa unnið þetta afrek. Hjónin Sigurlaug Hilmarsdóttir og Ómar Torfason luku fyrr á þessu ári keppni í maraþonhlaupi í Tókýó í Japan en með því hlaupi hafa þau bæði keppt í og lokið öllum sex stóru maraþonhlaupum heims sem haldin eru í Tókýó, Boston, London, Berlín, Chicago og New York. Sigurlaug, eða Silla eins og hún er alltaf kölluð, byrjaði að hlaupa fyrir u.þ.b. 30 árum en Ómar mun seinna, eða árið 2003. Hann hefur þó talsverðan grunn að byggja á enda fyrrverandi knattspyrnumaður sem m.a. lék 39 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þótt þau hafi bæði lokið ýmsum löngum hlaupum fyrir mörgum árum, t.d. Laugavegshlaupinu árið 2004 og Lundúnamaraþonhlaupinu ári síðar, auk þess sem Silla hljóp í New York maraþonhlaupinu haustið 2005, var það ekki fyrr en eftir Berlínarmaraþonhlaupið árið 2007 sem sú hugmynd kviknaði að klára öll stóru hlaupin sex. „Þá var ég búin með tvö hlaup og Ómar eitt. Við ætluðum í Boston hlaupið árið 2008 en ég fékk brjósklos sem ég glímdi við lengi eða þar til ég fór í aðgerð í mars 2009. Við hlupum síðan saman í Chicago maraþonhlaupinu árið 2010 og í Boston árið 2013,“ segir Silla.Tilheyra góðum hópi Eins og fyrr segir hóf Ómar að stunda hlaup mun síðar en eiginkona hans. „Ég hljóp fyrsta langa keppnishlaupið með henni þegar við hlupum saman Laugavegshlaupið árið 2004 og svo í London ári síðar. Þegar Silla hljóp í New York vorum við ekki farin að hugsa út í að klára stóru hlaupin sex sem voru reyndar fimm á þessum tíma því Tókýó kom inn síðar. Árið 2017 var svo komið að mér að klára New York hlaupið og svo kláruðum við saman síðasta hlaupið í Tókýó í ár.“ Eftir því sem best er vitað hafa fimmtán Íslendingar klárað stóru hlaupin sex en þau eru þó ekki fyrstu hjónin til að ljúka þeim. „Þann heiður hljóta þau Friðrik Ármann Guðmundsson og Rúna Hauksdóttir Hvannberg en ég er önnur konan til að klára hlaupin sex,“ bætir Silla við.Kláruðu saman Eðlilega er síðasta hlaup í Tókýó ferskast í minningunni en þar segjast þau hafa þurft að passa sig að æfa nóg til að hafa gaman af hlaupinu en ekki æfa of mikið til að hlaupa sig ekki í meiðsli. „Það gekk eftir og okkur tókst meira að segja að hittast í miðju hlaupi og klára það saman, þrátt fyrir að hafa verið sett í sitt hvort byrjunarhólfið. Það var mjög skemmtilegt og ekki sjálfgefið að það tækist í 35.000 manna hlaupi.Sameiginleg ástríða Aðspurð hvað sé svona heillandi við hlaupin segja þau bæði að útiveran og hlaupafélagarnir skiptir þar mestu máli. „Svo finnst okkur skipta miklu máli að hlaupa á nýjum stöðum. Strax í fyrsta maraþoninu voru þau markmið sett að hlaupa aldrei maraþonhlaup á sama stað.“ Í dag hefur Silla hlaupið tíu maraþonhlaup og Ómar átta, öll í mismunandi borgum og löndum. Það er ekki síður mikils virði fyrir hjónin að eiga þessa ástríðu saman. „ Við tökum tímann í þetta saman og reimum á okkur skóna hvar sem við erum, hvort sem er heima eða í fríi erlendis. Einnig höfum við verið dugleg að koma þessu áhugamáli inn hjá dætrum okkar, tengdasonum og barnabörnum.“Í toppformi Ómar er 59 ára og Silla er árinu eldri. Þau segjast bæði vera í toppformi en samhliða hlaupunum stunda þau styrktaræfingar og fjallgöngur. „Heilsan er fín bæði líkamlega og andlega. Það er aldrei of seint að byrja að hlaupa. Best er bara setja sér raunhæf markmið, byrja rólega og ætla sér ekki um of í byrjun en það er oft ávísun á uppgjöf. Síðan verður að standa við markmiðin og gefast ekki upp þótt þetta sé pínu erfitt í byrjun. Það er nauðsynlegt að setja æfingarnar inn í daglega rútínu og láta það ganga fyrir að klára æfingu dagsins. Um leið er mjög gott að finna sér góðan æfingafélaga eða skokkhóp. Það er mjög hvetjandi og skemmtilegt því félagslegi þátturinn skiptir nefnilega líka miklu máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hjónin Sigurlaug Hilmarsdóttir og Ómar Torfason luku fyrr á þessu ári keppni í maraþonhlaupi í Tókýó í Japan en með því hlaupi hafa þau bæði keppt í og lokið öllum sex stóru maraþonhlaupum heims sem haldin eru í Tókýó, Boston, London, Berlín, Chicago og New York. Sigurlaug, eða Silla eins og hún er alltaf kölluð, byrjaði að hlaupa fyrir u.þ.b. 30 árum en Ómar mun seinna, eða árið 2003. Hann hefur þó talsverðan grunn að byggja á enda fyrrverandi knattspyrnumaður sem m.a. lék 39 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þótt þau hafi bæði lokið ýmsum löngum hlaupum fyrir mörgum árum, t.d. Laugavegshlaupinu árið 2004 og Lundúnamaraþonhlaupinu ári síðar, auk þess sem Silla hljóp í New York maraþonhlaupinu haustið 2005, var það ekki fyrr en eftir Berlínarmaraþonhlaupið árið 2007 sem sú hugmynd kviknaði að klára öll stóru hlaupin sex. „Þá var ég búin með tvö hlaup og Ómar eitt. Við ætluðum í Boston hlaupið árið 2008 en ég fékk brjósklos sem ég glímdi við lengi eða þar til ég fór í aðgerð í mars 2009. Við hlupum síðan saman í Chicago maraþonhlaupinu árið 2010 og í Boston árið 2013,“ segir Silla.Tilheyra góðum hópi Eins og fyrr segir hóf Ómar að stunda hlaup mun síðar en eiginkona hans. „Ég hljóp fyrsta langa keppnishlaupið með henni þegar við hlupum saman Laugavegshlaupið árið 2004 og svo í London ári síðar. Þegar Silla hljóp í New York vorum við ekki farin að hugsa út í að klára stóru hlaupin sex sem voru reyndar fimm á þessum tíma því Tókýó kom inn síðar. Árið 2017 var svo komið að mér að klára New York hlaupið og svo kláruðum við saman síðasta hlaupið í Tókýó í ár.“ Eftir því sem best er vitað hafa fimmtán Íslendingar klárað stóru hlaupin sex en þau eru þó ekki fyrstu hjónin til að ljúka þeim. „Þann heiður hljóta þau Friðrik Ármann Guðmundsson og Rúna Hauksdóttir Hvannberg en ég er önnur konan til að klára hlaupin sex,“ bætir Silla við.Kláruðu saman Eðlilega er síðasta hlaup í Tókýó ferskast í minningunni en þar segjast þau hafa þurft að passa sig að æfa nóg til að hafa gaman af hlaupinu en ekki æfa of mikið til að hlaupa sig ekki í meiðsli. „Það gekk eftir og okkur tókst meira að segja að hittast í miðju hlaupi og klára það saman, þrátt fyrir að hafa verið sett í sitt hvort byrjunarhólfið. Það var mjög skemmtilegt og ekki sjálfgefið að það tækist í 35.000 manna hlaupi.Sameiginleg ástríða Aðspurð hvað sé svona heillandi við hlaupin segja þau bæði að útiveran og hlaupafélagarnir skiptir þar mestu máli. „Svo finnst okkur skipta miklu máli að hlaupa á nýjum stöðum. Strax í fyrsta maraþoninu voru þau markmið sett að hlaupa aldrei maraþonhlaup á sama stað.“ Í dag hefur Silla hlaupið tíu maraþonhlaup og Ómar átta, öll í mismunandi borgum og löndum. Það er ekki síður mikils virði fyrir hjónin að eiga þessa ástríðu saman. „ Við tökum tímann í þetta saman og reimum á okkur skóna hvar sem við erum, hvort sem er heima eða í fríi erlendis. Einnig höfum við verið dugleg að koma þessu áhugamáli inn hjá dætrum okkar, tengdasonum og barnabörnum.“Í toppformi Ómar er 59 ára og Silla er árinu eldri. Þau segjast bæði vera í toppformi en samhliða hlaupunum stunda þau styrktaræfingar og fjallgöngur. „Heilsan er fín bæði líkamlega og andlega. Það er aldrei of seint að byrja að hlaupa. Best er bara setja sér raunhæf markmið, byrja rólega og ætla sér ekki um of í byrjun en það er oft ávísun á uppgjöf. Síðan verður að standa við markmiðin og gefast ekki upp þótt þetta sé pínu erfitt í byrjun. Það er nauðsynlegt að setja æfingarnar inn í daglega rútínu og láta það ganga fyrir að klára æfingu dagsins. Um leið er mjög gott að finna sér góðan æfingafélaga eða skokkhóp. Það er mjög hvetjandi og skemmtilegt því félagslegi þátturinn skiptir nefnilega líka miklu máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira