Klopp segir Ramos vera „miskunnarlausan og hrottalegan“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 09:30 Ramos hugar að Salah eftir atvikið umtalaða. vísir/getty Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool og Real Madrid mættust í Kænugarði í lok maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með 3-1 sigur og sigraði keppnina þriðja árið í röð. Í leiknum braut Ramos á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að Egyptinn meiddist og þurfti að fara af velli og missti í framhaldinu af fyrsta leik Egypta á HM.Sjá einnig: Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta? Klopp hafði lítið sem ekkert tjáð sig um Spánverjann síðustu tvo mánuði en hann sagði loks sína skoðun í löngu viðtali við Telegraph í æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum. „Ef þú horfir aftur á leikinn og ert ekki á bandi Real Madrid þá er hugsunin sú að þetta er miskunnarlaust og hrottalegt,“ sagði Klopp.Atvikið á milli Sergio Ramos og Mohamed Salah.Vísir/Getty„Þú hugsar ekki „vá, þetta var góð tækling.“ Ég held að í svona atvikum þá þarf betri dómgæslu. Ef VAR [myndbandsdómgæsla] er á leið inn í fótboltann þá er þetta dæmi um atvik sem þarf að skoða aftur.“ „Ekkert endilega til þess að gefa rautt spjald heldur til þess að geta horft til baka og sagt „hvað er þetta?“. Þetta var miskunnarlaust. Að fara og gefa markmenninum olnbogaskot og rífa markaskorarann niður eins og glímukappi á miðjunni er ein leið til að vinna leikinn,“ sagði Jurgen Klopp. Ramos hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé ekki ábyrgur fyrir því að Salah meiddist og gantaðist með það að ef Roberto Firmino hefði veikst í leiknum þá hefði sér verið kennt um því smá svitadropi lenti á Firmino. „Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Mér líkaði ekki hvernig hann brást við stöðunni. Árið áður þá var Ramos ábyrgur fyrir því að Juan Cuadrado fékk rautt í úrslitaleiknum gegn Juventus. Það talaði enginn um það eftir leikinn.“ „Fólk má segja að ég kunni ekki að tapa eða sé að væla, en ég er það ekki. Ég sætti mig við þessa niðurstöðu en þú ert að spyrja mig út í þetta atvik,“ sagði Jurgen Klopp. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06 Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00 Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Sjá meira
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool og Real Madrid mættust í Kænugarði í lok maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með 3-1 sigur og sigraði keppnina þriðja árið í röð. Í leiknum braut Ramos á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að Egyptinn meiddist og þurfti að fara af velli og missti í framhaldinu af fyrsta leik Egypta á HM.Sjá einnig: Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta? Klopp hafði lítið sem ekkert tjáð sig um Spánverjann síðustu tvo mánuði en hann sagði loks sína skoðun í löngu viðtali við Telegraph í æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum. „Ef þú horfir aftur á leikinn og ert ekki á bandi Real Madrid þá er hugsunin sú að þetta er miskunnarlaust og hrottalegt,“ sagði Klopp.Atvikið á milli Sergio Ramos og Mohamed Salah.Vísir/Getty„Þú hugsar ekki „vá, þetta var góð tækling.“ Ég held að í svona atvikum þá þarf betri dómgæslu. Ef VAR [myndbandsdómgæsla] er á leið inn í fótboltann þá er þetta dæmi um atvik sem þarf að skoða aftur.“ „Ekkert endilega til þess að gefa rautt spjald heldur til þess að geta horft til baka og sagt „hvað er þetta?“. Þetta var miskunnarlaust. Að fara og gefa markmenninum olnbogaskot og rífa markaskorarann niður eins og glímukappi á miðjunni er ein leið til að vinna leikinn,“ sagði Jurgen Klopp. Ramos hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé ekki ábyrgur fyrir því að Salah meiddist og gantaðist með það að ef Roberto Firmino hefði veikst í leiknum þá hefði sér verið kennt um því smá svitadropi lenti á Firmino. „Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Mér líkaði ekki hvernig hann brást við stöðunni. Árið áður þá var Ramos ábyrgur fyrir því að Juan Cuadrado fékk rautt í úrslitaleiknum gegn Juventus. Það talaði enginn um það eftir leikinn.“ „Fólk má segja að ég kunni ekki að tapa eða sé að væla, en ég er það ekki. Ég sætti mig við þessa niðurstöðu en þú ert að spyrja mig út í þetta atvik,“ sagði Jurgen Klopp.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06 Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00 Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Sjá meira
Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06
Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00
Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45