Skál fyrir drottningunni Sigtryggur Ari Jóhansson og Tómas Guðbjartsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Útsýnið af toppi fjallsins kemur mörgum á óvart, ekki síður ofan í gíg fjallsins en vítt og breitt yfir norðaustur-hálendið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. Fjallið sést víða að enda trónir 1.682 metra hár tindurinn upp úr auðninni í kring. Margir Íslendingar þekkja fjallið af myndum, ekki síst á óteljandi verkum eftir Stefán frá Möðrudal, sem jafnan kallaði sig Stórval. Ekki eru allir sem vita að aðeins er ein fær gönguleið upp fjallið, eða úr vestri. Auðveldast er að komast að uppgöngustaðnum úr suðaustri frá Herðubreiðartöglum. Vinskafið ský vakir yfir drottningunni. Herðubreiðartögl í forgrunni. Fréttablaðið/sigtryggurEr þá ekið eftir jeppaslóða að frumstæðu bílastæði við jaðar Ódáðahrauns í 500 metra hæð. Þetta er krefjandi ganga en fá fjöll er skemmtilegra að klífa enda stórkostlegt útsýni af toppnum, meðal annars til Snæfells, Kverkfjalla, Dyrfjalla, Holuhrauns, Dyngjufjalla, Trölladyngju og Kollóttudyngju. Flest vant göngufólk ætti að ráða við verkefnið sem tekur um 5-6 klukkustundir. Gangan í gegnum klettabeltið er þó ekki fyrir lofthrædda. Mesta hættan stafar af grjóthruni, einkum á heitum dögum. Því er nauðsynlegt að hafa hjálm á höfði og hafa meðferðis mannbrodda, ísöxi, göngubelti og línu. Toppgíg Herðubreiðar er aðeins hægt að berja augum af gígbarminum./ólafur márSkynsamlegt er að staðkunnugur sé með í för sem og staðsetningartæki. Veður í þessari hæð getur breyst skyndilega og þá getur orðið erfitt að finna niðurleiðina. Kostur er að vera ekki of mörg á ferð til að minnka hættu á grjótlosi á leiðinni upp klettabeltið. Annað leyndarmál sem okkur langar til að ljóstra upp um drottninguna er að á kolli hennar er sérlega tilkomumikil gígskál. Síðari hluta sumars skartar hún ísjökum sem mara í blágrænu leysingavatni og minnir á abstrakt málverk. Aðstæður til að ganga á Herðubreið hafa sjaldan verið betri. Það var sannreynt um liðna helgi. Haldi sólarleysið áfram sunnanlands er því margt vitlausara en að skála við Herðubreið – og af hverju ekki á toppnum.Hópurinn kemur niður af fjallinu. Fréttablaðið/sigtryggur Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. Fjallið sést víða að enda trónir 1.682 metra hár tindurinn upp úr auðninni í kring. Margir Íslendingar þekkja fjallið af myndum, ekki síst á óteljandi verkum eftir Stefán frá Möðrudal, sem jafnan kallaði sig Stórval. Ekki eru allir sem vita að aðeins er ein fær gönguleið upp fjallið, eða úr vestri. Auðveldast er að komast að uppgöngustaðnum úr suðaustri frá Herðubreiðartöglum. Vinskafið ský vakir yfir drottningunni. Herðubreiðartögl í forgrunni. Fréttablaðið/sigtryggurEr þá ekið eftir jeppaslóða að frumstæðu bílastæði við jaðar Ódáðahrauns í 500 metra hæð. Þetta er krefjandi ganga en fá fjöll er skemmtilegra að klífa enda stórkostlegt útsýni af toppnum, meðal annars til Snæfells, Kverkfjalla, Dyrfjalla, Holuhrauns, Dyngjufjalla, Trölladyngju og Kollóttudyngju. Flest vant göngufólk ætti að ráða við verkefnið sem tekur um 5-6 klukkustundir. Gangan í gegnum klettabeltið er þó ekki fyrir lofthrædda. Mesta hættan stafar af grjóthruni, einkum á heitum dögum. Því er nauðsynlegt að hafa hjálm á höfði og hafa meðferðis mannbrodda, ísöxi, göngubelti og línu. Toppgíg Herðubreiðar er aðeins hægt að berja augum af gígbarminum./ólafur márSkynsamlegt er að staðkunnugur sé með í för sem og staðsetningartæki. Veður í þessari hæð getur breyst skyndilega og þá getur orðið erfitt að finna niðurleiðina. Kostur er að vera ekki of mörg á ferð til að minnka hættu á grjótlosi á leiðinni upp klettabeltið. Annað leyndarmál sem okkur langar til að ljóstra upp um drottninguna er að á kolli hennar er sérlega tilkomumikil gígskál. Síðari hluta sumars skartar hún ísjökum sem mara í blágrænu leysingavatni og minnir á abstrakt málverk. Aðstæður til að ganga á Herðubreið hafa sjaldan verið betri. Það var sannreynt um liðna helgi. Haldi sólarleysið áfram sunnanlands er því margt vitlausara en að skála við Herðubreið – og af hverju ekki á toppnum.Hópurinn kemur niður af fjallinu. Fréttablaðið/sigtryggur
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira