Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 06:00 Ný persónuverndarlög tóku gildi í gær á fimmtugsafmælisdegi Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. VÍSIR/VILHELM „Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um gildistöku nýrra persónuverndarlaga í gær. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín. Helga segir algera sprengju hafa orðið í kvörtunum hjá Persónuverndarstofnunum víða um Evrópu eftir gildistöku laga þar og dæmi séu um að yfir þúsund mál hafi borist á fyrstu vikum eftir gildistöku laganna, bæði í Danmörku og Írlandi. Í Frakklandi hafi aukningin verið 50 prósent samanborið við árið á undan.Sjá einnig: Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Helga segir að þótt Persónuvernd hafi verið efld til muna og starfsfólki fjölgað úr sjö í tólf dugi það engan veginn. „Ég þyrfti helst að fá fimm nýja lögfræðinga strax á morgun til að takast á við þennan gríðarlega verkefnahala sem fyrir er auk allra þessara nýju verkefna,“ segir Helga og nefnir nýjar eftirlitsskyldur stofnunarinnar, þrengri tímafrest og aukið erlent samstarf sem kemur til vegna nýrra kæruleiða þvert á landamæri. Helga segir að skoða þurfi hvort og hvernig megi klára málahalann, mögulega með lagasetningu. Í Svíþjóð hafi stofnunin til dæmis heimild til að vísa málum frá ef úrskurður liggur fyrir í sambærilegu máli. Þá hafi Samkeppniseftirlitið heimild til að forgangsraða málum og taka ekki öll mál fyrir. „Það gefur augaleið að með mjög takmarkaðan fjölda starfsmanna að fást við 750 mál og svo kemur kannski sprengja af nýjum málum, þá verður að bregðast við því.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
„Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um gildistöku nýrra persónuverndarlaga í gær. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín. Helga segir algera sprengju hafa orðið í kvörtunum hjá Persónuverndarstofnunum víða um Evrópu eftir gildistöku laga þar og dæmi séu um að yfir þúsund mál hafi borist á fyrstu vikum eftir gildistöku laganna, bæði í Danmörku og Írlandi. Í Frakklandi hafi aukningin verið 50 prósent samanborið við árið á undan.Sjá einnig: Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Helga segir að þótt Persónuvernd hafi verið efld til muna og starfsfólki fjölgað úr sjö í tólf dugi það engan veginn. „Ég þyrfti helst að fá fimm nýja lögfræðinga strax á morgun til að takast á við þennan gríðarlega verkefnahala sem fyrir er auk allra þessara nýju verkefna,“ segir Helga og nefnir nýjar eftirlitsskyldur stofnunarinnar, þrengri tímafrest og aukið erlent samstarf sem kemur til vegna nýrra kæruleiða þvert á landamæri. Helga segir að skoða þurfi hvort og hvernig megi klára málahalann, mögulega með lagasetningu. Í Svíþjóð hafi stofnunin til dæmis heimild til að vísa málum frá ef úrskurður liggur fyrir í sambærilegu máli. Þá hafi Samkeppniseftirlitið heimild til að forgangsraða málum og taka ekki öll mál fyrir. „Það gefur augaleið að með mjög takmarkaðan fjölda starfsmanna að fást við 750 mál og svo kemur kannski sprengja af nýjum málum, þá verður að bregðast við því.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00
Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00