Rauð pólitík – eldrauð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 06:00 „Það er gott fyrir fólk að hittast við jarðarfarir en ekki verra að fjölga tilefnunum,” segir Ögmundur. Fréttablaðið/Þórsteinn „Ég ætla að vera úti við – að ég hélt undir tjaldhimni en virðist ætla að verða bláhimni,“ segir Ögmundur Jónasson glaðlega, spurður út í afmælishald dagsins í tilefni sjötíu áranna. Reyndar geri ég þetta á tvennan hátt,“ heldur hann áfram. „Ég stend fyrir málstofu í Norræna húsinu klukkan tvö sem nefnist Til róttækrar skoðunar og reyndar mun fara fram á ensku því þar verða margir útlendingar. Þar verður velt upp spurningu um hvort svo sé komið að við þurfum að byrja baráttuna upp á nýtt fyrir framtíð velferðarsamfélagsins, svo skitið, sundurtætt og illa leikið sem það er eftir nýfrjálshyggju síðustu áratuga.“ Málstofan stendur frá tvö til fjögur, að sögn Ögmundar, og að henni lokinni verður haldið að heimili hans, Grímshaga 6. Þar ætlar hann að blanda geði við vini og samferðafólk og því gæti orðið margt um manninn í garðinum og á götunni sem hann ætlar að tjalda yfir. Það kveðst hann líka hafa gert þegar hann varð fimmtugur og aftur þegar hann varð sextugur. „Það er ágætt að fólk hittist við jarðarfarir en ekki er verra að hafa fleiri tilefni til þess,“ bendir hann á. „Svo ætla ég reyndar að fara í hádeginu að hlusta á tvo listamenn í Hörpu, Judith Ingólfsson fiðluleikara og Vladimir Stoupel píanóleikara sem verða með örtónleika klukkan hálf eitt.“ Ögmundur segir samkomuna í Norræna húsinu líka hefjast á tónlist, þar sem Stoupel er meðal flytjenda. „En aðallega verður rætt um pólitík og það rauða pólitík – eldrauða. Það er fjöldi fólks að koma til landsins til að stinga saman nefjum um velferðarmálin því þau brenna á mörgum. Fólk er farið að hafa áhyggjur af sjálfu lýðræðinu og öllu því sem barist var fyrir á öldinni sem leið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
„Ég ætla að vera úti við – að ég hélt undir tjaldhimni en virðist ætla að verða bláhimni,“ segir Ögmundur Jónasson glaðlega, spurður út í afmælishald dagsins í tilefni sjötíu áranna. Reyndar geri ég þetta á tvennan hátt,“ heldur hann áfram. „Ég stend fyrir málstofu í Norræna húsinu klukkan tvö sem nefnist Til róttækrar skoðunar og reyndar mun fara fram á ensku því þar verða margir útlendingar. Þar verður velt upp spurningu um hvort svo sé komið að við þurfum að byrja baráttuna upp á nýtt fyrir framtíð velferðarsamfélagsins, svo skitið, sundurtætt og illa leikið sem það er eftir nýfrjálshyggju síðustu áratuga.“ Málstofan stendur frá tvö til fjögur, að sögn Ögmundar, og að henni lokinni verður haldið að heimili hans, Grímshaga 6. Þar ætlar hann að blanda geði við vini og samferðafólk og því gæti orðið margt um manninn í garðinum og á götunni sem hann ætlar að tjalda yfir. Það kveðst hann líka hafa gert þegar hann varð fimmtugur og aftur þegar hann varð sextugur. „Það er ágætt að fólk hittist við jarðarfarir en ekki er verra að hafa fleiri tilefni til þess,“ bendir hann á. „Svo ætla ég reyndar að fara í hádeginu að hlusta á tvo listamenn í Hörpu, Judith Ingólfsson fiðluleikara og Vladimir Stoupel píanóleikara sem verða með örtónleika klukkan hálf eitt.“ Ögmundur segir samkomuna í Norræna húsinu líka hefjast á tónlist, þar sem Stoupel er meðal flytjenda. „En aðallega verður rætt um pólitík og það rauða pólitík – eldrauða. Það er fjöldi fólks að koma til landsins til að stinga saman nefjum um velferðarmálin því þau brenna á mörgum. Fólk er farið að hafa áhyggjur af sjálfu lýðræðinu og öllu því sem barist var fyrir á öldinni sem leið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira