Rannsókn á Panamagögnum leitt í ljós stórfelld skattundanskot í 57 málum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júlí 2018 15:52 Íslendingurinn sætir farbanni og eignir upp á 180 milljónir króna hafa verið kyrrsettar. Vísir/Getty Rannsókn Skattrannsóknarstjóra á gögnum sem ríkið keypti árið 2015 og nefnd hafa verið Panamagögn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot undan skatti í 57 málum. Alls hefur embættið lokið rannsókn í 89 málum og eru fjórtán enn í rannsókn. Vanframtaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna í þeim málum sem tengjast gögnunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýju G. Harðardóttir, þingmanni Samfylkingarinnar um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.Gögnin voru sem fyrr segir keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna. Við rannsókn gagnanna voru um 30 mál tekin til rannsóknar þar sem grunur var um refsiverð skattundanskot. Við rannsóknir þeirra mála vaknaði einnig grunur um skattalagabrot annarra einstaklinga sem leiddi til rannsóknar á um tíu aðilum til viðbótar.Ástæða til þess að hefja rannsókn á fleiri málum Alls hefur Skattrannsóknarstjóri lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriFréttablaðið/Vilhelm„Þá má ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti,“ segir í svari fjármálaráðherra.Þar kemur einnig fram að 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot. Í 18 málum hefur Skattrannsóknarstjóri farið fram með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd og einu máli hefur verið lokið með sektargerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsimeðferð. Til viðbótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til héraðssaksóknara og þremur til yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.Í svarinu kemur fram að í þeim málum sem lokið hefur verið rannsókn á séu vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum króna og að meginhluti þeirra séu fjármagnstekjur. Þá kemur einnig fram að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem koma fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri fékk áframsent frá Skattrannsóknarstjóra.Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar má lesa hér. Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Rannsókn Skattrannsóknarstjóra á gögnum sem ríkið keypti árið 2015 og nefnd hafa verið Panamagögn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot undan skatti í 57 málum. Alls hefur embættið lokið rannsókn í 89 málum og eru fjórtán enn í rannsókn. Vanframtaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna í þeim málum sem tengjast gögnunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýju G. Harðardóttir, þingmanni Samfylkingarinnar um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.Gögnin voru sem fyrr segir keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna. Við rannsókn gagnanna voru um 30 mál tekin til rannsóknar þar sem grunur var um refsiverð skattundanskot. Við rannsóknir þeirra mála vaknaði einnig grunur um skattalagabrot annarra einstaklinga sem leiddi til rannsóknar á um tíu aðilum til viðbótar.Ástæða til þess að hefja rannsókn á fleiri málum Alls hefur Skattrannsóknarstjóri lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriFréttablaðið/Vilhelm„Þá má ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti,“ segir í svari fjármálaráðherra.Þar kemur einnig fram að 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot. Í 18 málum hefur Skattrannsóknarstjóri farið fram með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd og einu máli hefur verið lokið með sektargerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsimeðferð. Til viðbótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til héraðssaksóknara og þremur til yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.Í svarinu kemur fram að í þeim málum sem lokið hefur verið rannsókn á séu vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum króna og að meginhluti þeirra séu fjármagnstekjur. Þá kemur einnig fram að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem koma fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri fékk áframsent frá Skattrannsóknarstjóra.Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar má lesa hér.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06
Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00