Benedikt tekst á við Jón Steinar fyrir Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 11:34 Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Steinars(t.v.) og Jón Steinar (t.h.) hafa báðir verið gagnrýnir á meðferð íslenskra dómstóla á málum sem tengjast efnahagshruninu. Vísir/Vilhelm Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaussyni hæstaréttarlögmanni. Jón Steinar var sýknaður fyrir skrif sín í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ en Benedikt taldi ummæli í bókinni ærumeiðandi. Málið hefur verið birt á vef Landsréttar yfir áfrýjuð mál en því var áfrýjað í síðustu viku. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011.Telur látið undan þrýstingi frá almenningi Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar. Sjálfur hefur Jón Steinar viðurkennt að hafa beitt sér fyrir því að reyna að fá samdómara til að sýkna Baldur en þeir Jón eru nánir vinir. Afhenti hann dómurunum þremur í málinu skjal þar sem hann rökstuddi af hverju þeir ættu að sýkna Baldur, sem þeir gerðu ekki heldur sakfelldu. Í stefnu Benedikts sagði meðal annars: „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“ Reikna má með því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í haust en dómstólar eru komnir í sumarfrí. Dómsmál Tengdar fréttir Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37 Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaussyni hæstaréttarlögmanni. Jón Steinar var sýknaður fyrir skrif sín í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ en Benedikt taldi ummæli í bókinni ærumeiðandi. Málið hefur verið birt á vef Landsréttar yfir áfrýjuð mál en því var áfrýjað í síðustu viku. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011.Telur látið undan þrýstingi frá almenningi Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar. Sjálfur hefur Jón Steinar viðurkennt að hafa beitt sér fyrir því að reyna að fá samdómara til að sýkna Baldur en þeir Jón eru nánir vinir. Afhenti hann dómurunum þremur í málinu skjal þar sem hann rökstuddi af hverju þeir ættu að sýkna Baldur, sem þeir gerðu ekki heldur sakfelldu. Í stefnu Benedikts sagði meðal annars: „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“ Reikna má með því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í haust en dómstólar eru komnir í sumarfrí.
Dómsmál Tengdar fréttir Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37 Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37
Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent