Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2018 20:10 Donald Trump og Scott Pruitt meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld.Pruitt var einn dyggasti embættismaður Trump og var gjarnan nefndur afkastamesti embættismaður hans þar sem honum hafði orðið mest ágengt allra við að framfylgja stefnu Trump um afregluvæðingu.Athygli vakti þegar Pruitt var skipaður forstjóri stofnunarinnar enda hefur hann lengi verið áberandi afneitari loftlagsvísinda, auk þess að sem forstjóri stofnunarinnar gekk hann hart fram við að afnema reglur sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda loft og vatn í Bandaríkjunum fyrir eiturefnum.I have accepted the resignation of Scott Pruitt as the Administrator of the Environmental Protection Agency. Within the Agency Scott has done an outstanding job, and I will always be thankful to him for this. The Senate confirmed Deputy at EPA, Andrew Wheeler, will...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018 Þá gegndi hann lykilhlutverki í að fá Trump til þess að efna kosningaloforð sitt um að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. Var hann í miklu uppáhaldi hjá Trump og var hann fyrr á árinu orðaður við embætti dómsmálaráðherra þegar verulega hitnaði undir sæti ráðherrans Jeff Sessions. Framtíð Pruitt er hins vegar ráðinn eftir röð hneykslismála sem eru sögð hafa reynt á þolinmæði Hvíta hússins með þessum annars dygga þjóni Trump. Donald Trump er búinn að segja bless við Scott Pruitt.Vísir/epaÍ frétt New York Times segir að Trump hafi gefist upp á Pruitt eftir að hafa varið hann mánuðum saman, á sama tíma og ráðgjafar Trump lögðu hart að Trump að reka Pruitt. Er hann viðfangsefni minnst 13 rannsókna alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum. Hefur Pruitt verið gjarn á að fljúga með einkaflugvélum eða á fyrsta farrými og gista á lúxushótelum. Bar hann meðal annars fyrir sig öryggissjónarmið til að réttlæta að hann þyrfti að fljúga á fyrsta farrými. Ferðir Pruitt hafa einnig kostað bandaríska skattgreiðendur skildinginn vegna teymis öryggisvarða sem hann ferðast með öllum stundum. Á meðal ferða Pruitt var ein til Marokkó sem hafði þann eina tilgang að tala fyrir útflutningi á jarðgasi frá Bandaríkjunum, nokkuð sem væri alla jafna ekki í verkahring forstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Þá vakti athygli að á meðal fyrstu verka Pruitt var að láta koma fyrir hljóðeinangruðum klefa á skrifstofu sinni í höfuðstöðvum EPA sem kostaði tugi þúsunda dollara. „Það er bara hvert málið á fætur öðru hjá þessum náunga,“ er Trump sagður hafa sagt um Pruitt samkvæmt frétt New York Times. Trump staðfesti á Twitter að næstráðandi Pruitt, Andrew Wheeler, muni gegna embætti forstjóra Umhverfistofnunarinnar tímabundið á meðan skipað verður í starfið á nýju. Wheeler starfaði áður sem talsmaður hagsmunaðila í kolaiðnaðinum og er sagður deila ástríðu Pruitt fyrir að afnema reglur sem taki á loftslagsbreytingum...on Monday assume duties as the acting Administrator of the EPA. I have no doubt that Andy will continue on with our great and lasting EPA agenda. We have made tremendous progress and the future of the EPA is very bright! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018 Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld.Pruitt var einn dyggasti embættismaður Trump og var gjarnan nefndur afkastamesti embættismaður hans þar sem honum hafði orðið mest ágengt allra við að framfylgja stefnu Trump um afregluvæðingu.Athygli vakti þegar Pruitt var skipaður forstjóri stofnunarinnar enda hefur hann lengi verið áberandi afneitari loftlagsvísinda, auk þess að sem forstjóri stofnunarinnar gekk hann hart fram við að afnema reglur sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda loft og vatn í Bandaríkjunum fyrir eiturefnum.I have accepted the resignation of Scott Pruitt as the Administrator of the Environmental Protection Agency. Within the Agency Scott has done an outstanding job, and I will always be thankful to him for this. The Senate confirmed Deputy at EPA, Andrew Wheeler, will...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018 Þá gegndi hann lykilhlutverki í að fá Trump til þess að efna kosningaloforð sitt um að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. Var hann í miklu uppáhaldi hjá Trump og var hann fyrr á árinu orðaður við embætti dómsmálaráðherra þegar verulega hitnaði undir sæti ráðherrans Jeff Sessions. Framtíð Pruitt er hins vegar ráðinn eftir röð hneykslismála sem eru sögð hafa reynt á þolinmæði Hvíta hússins með þessum annars dygga þjóni Trump. Donald Trump er búinn að segja bless við Scott Pruitt.Vísir/epaÍ frétt New York Times segir að Trump hafi gefist upp á Pruitt eftir að hafa varið hann mánuðum saman, á sama tíma og ráðgjafar Trump lögðu hart að Trump að reka Pruitt. Er hann viðfangsefni minnst 13 rannsókna alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum. Hefur Pruitt verið gjarn á að fljúga með einkaflugvélum eða á fyrsta farrými og gista á lúxushótelum. Bar hann meðal annars fyrir sig öryggissjónarmið til að réttlæta að hann þyrfti að fljúga á fyrsta farrými. Ferðir Pruitt hafa einnig kostað bandaríska skattgreiðendur skildinginn vegna teymis öryggisvarða sem hann ferðast með öllum stundum. Á meðal ferða Pruitt var ein til Marokkó sem hafði þann eina tilgang að tala fyrir útflutningi á jarðgasi frá Bandaríkjunum, nokkuð sem væri alla jafna ekki í verkahring forstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Þá vakti athygli að á meðal fyrstu verka Pruitt var að láta koma fyrir hljóðeinangruðum klefa á skrifstofu sinni í höfuðstöðvum EPA sem kostaði tugi þúsunda dollara. „Það er bara hvert málið á fætur öðru hjá þessum náunga,“ er Trump sagður hafa sagt um Pruitt samkvæmt frétt New York Times. Trump staðfesti á Twitter að næstráðandi Pruitt, Andrew Wheeler, muni gegna embætti forstjóra Umhverfistofnunarinnar tímabundið á meðan skipað verður í starfið á nýju. Wheeler starfaði áður sem talsmaður hagsmunaðila í kolaiðnaðinum og er sagður deila ástríðu Pruitt fyrir að afnema reglur sem taki á loftslagsbreytingum...on Monday assume duties as the acting Administrator of the EPA. I have no doubt that Andy will continue on with our great and lasting EPA agenda. We have made tremendous progress and the future of the EPA is very bright! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07
Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“