Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 19:11 Veðurfar og afbókarnir hafa bitnað á félaginu. Fréttablaðið/Pjetur Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað.Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar þar sem segir að miðað við fyrirliggjandi forsendur verði afkoma fyrirtækisins áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta verði á bilinu 120-140 milljónir dollara, um þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að afkoman yrði á bilinu 170-190 milljónir dollara, um átján til tuttugu milljarða króna. „Talsvert rask hefur átt sér stað í flugáætlun Icelandair undanfarnar vikur, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar o.fl. hafa valdið auknum kostnaði auk þess sem tekjur hafa tapast,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að samhliða frumvinnu við drög að uppgjöri annars ársfjórðungs hafi félagið greint forsendur afkomuspár fyrir síðari hluta ársins. Spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi hingað til ekki gengið eftir, þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað að meðaltali um fimmtíu prósent síðustu tólf mánuði. Því hafi félagið ákveðið að lækka tekjuspá fyrir síðari hluta ársins.Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.Talsverð vonbrigði að sögn forstjórans „Töluverðar afbókanir hafa verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem mun valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. Þá hefur mikil framboðsaukning yfir Atlantshafið á nokkrum lykilmörkuðum félagsins haft áhrif á verðþróun á háönn,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi félagið einnig verið að fjárfesta í nýjum áfangastöðum sem styrkja eigi leiðakerfi Icelandair til lengri tíma en bókanir fari hægar af stað á þessum stöðum en gert var ráð fyrir. Þó segir í tilkynningunni að til lengri tíma séu horfur í rekstri félagsins góðar, vöxtur sé á flestum mörkuðum félagsins, það sé fjárhagslega sterkt og með góða stöðu á mörkuðum. „Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okkur talsverð vonbrigði. Sú þróun meðalverða sem við gerðum ráð fyrir á síðari hluta ársins virðist ekki vera að ganga eftir og því lækkum við tekjuspá félagsins,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins, í tilkynningunni. Icelandair Group á og rekur meðal annars Icelandair, Air Iceland Connect, Iceland Travel og Loftleidir Icelandic. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað.Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar þar sem segir að miðað við fyrirliggjandi forsendur verði afkoma fyrirtækisins áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta verði á bilinu 120-140 milljónir dollara, um þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að afkoman yrði á bilinu 170-190 milljónir dollara, um átján til tuttugu milljarða króna. „Talsvert rask hefur átt sér stað í flugáætlun Icelandair undanfarnar vikur, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar o.fl. hafa valdið auknum kostnaði auk þess sem tekjur hafa tapast,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að samhliða frumvinnu við drög að uppgjöri annars ársfjórðungs hafi félagið greint forsendur afkomuspár fyrir síðari hluta ársins. Spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi hingað til ekki gengið eftir, þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað að meðaltali um fimmtíu prósent síðustu tólf mánuði. Því hafi félagið ákveðið að lækka tekjuspá fyrir síðari hluta ársins.Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.Talsverð vonbrigði að sögn forstjórans „Töluverðar afbókanir hafa verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem mun valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. Þá hefur mikil framboðsaukning yfir Atlantshafið á nokkrum lykilmörkuðum félagsins haft áhrif á verðþróun á háönn,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi félagið einnig verið að fjárfesta í nýjum áfangastöðum sem styrkja eigi leiðakerfi Icelandair til lengri tíma en bókanir fari hægar af stað á þessum stöðum en gert var ráð fyrir. Þó segir í tilkynningunni að til lengri tíma séu horfur í rekstri félagsins góðar, vöxtur sé á flestum mörkuðum félagsins, það sé fjárhagslega sterkt og með góða stöðu á mörkuðum. „Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okkur talsverð vonbrigði. Sú þróun meðalverða sem við gerðum ráð fyrir á síðari hluta ársins virðist ekki vera að ganga eftir og því lækkum við tekjuspá félagsins,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins, í tilkynningunni. Icelandair Group á og rekur meðal annars Icelandair, Air Iceland Connect, Iceland Travel og Loftleidir Icelandic.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira