Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2018 23:30 Viktor Orbán hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Vísir/AFP Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. Í nýsamþykktum lögum er meðal annars að finna ákvæði um að einstaklingar eða fulltrúar frjálsra félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk eða hælisleitendur við að fá dvalarleyfi, geti verið dæmdir í fangelsi. Innanríkisráðherrann Sandor Pinter segir í yfirlýsingu að ungverska þjóðin reikni réttilega með því að ríkisvaldið beiti öllum sínum kröftum við að stöðva hinn ólöglega straum fólks til landsins, og alla þá starfsemi sem viðheldur honum. Samþykkt var að leggja sérstakan skatt á allar stofnanir, sem ekki eru á vegum hins opinbera, og vinna að því að aðstoða flóttafólk. „Við viljum nýta þennan skatt til að vinna gegn skipulögðum innflutningi fólks,“ sagði í yfirlýsingu ungverska fjármálaráðuneytisins. Forsætisráherrann Viktor Orbán hefur harðlega gagnrýnt innflytjendastefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara og hefur einn helsti talsmaður hóps Austur-Evrópuþjóða í baráttu þeirra gegn kvótum Evrópusambandsins, þar sem hælisleitendum hefur verið skipt á milli aðildarríkja sambandsins. Talsmaður stjórnar Orbán segir ungversk stjórnvöld eiga von á að framkvæmdastjórn ESB komi til með að leita til dómstóla vegna hinna nýsamþykktu laga í Ungverjalandi. Flóttamenn Ungverjaland Tengdar fréttir Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. Í nýsamþykktum lögum er meðal annars að finna ákvæði um að einstaklingar eða fulltrúar frjálsra félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk eða hælisleitendur við að fá dvalarleyfi, geti verið dæmdir í fangelsi. Innanríkisráðherrann Sandor Pinter segir í yfirlýsingu að ungverska þjóðin reikni réttilega með því að ríkisvaldið beiti öllum sínum kröftum við að stöðva hinn ólöglega straum fólks til landsins, og alla þá starfsemi sem viðheldur honum. Samþykkt var að leggja sérstakan skatt á allar stofnanir, sem ekki eru á vegum hins opinbera, og vinna að því að aðstoða flóttafólk. „Við viljum nýta þennan skatt til að vinna gegn skipulögðum innflutningi fólks,“ sagði í yfirlýsingu ungverska fjármálaráðuneytisins. Forsætisráherrann Viktor Orbán hefur harðlega gagnrýnt innflytjendastefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara og hefur einn helsti talsmaður hóps Austur-Evrópuþjóða í baráttu þeirra gegn kvótum Evrópusambandsins, þar sem hælisleitendum hefur verið skipt á milli aðildarríkja sambandsins. Talsmaður stjórnar Orbán segir ungversk stjórnvöld eiga von á að framkvæmdastjórn ESB komi til með að leita til dómstóla vegna hinna nýsamþykktu laga í Ungverjalandi.
Flóttamenn Ungverjaland Tengdar fréttir Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51
Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00