Ráðherra boðar aukið jafnrétti við úthlutun peninga til íþrótta 22. júní 2018 06:00 Þóra Helgadóttir á að baki marga leiki með landsliðinu. Fréttablaðið/stefán „Aðferðum kynjaðrar fjárlagagerðar er beitt við úthlutun fjármagns til íþróttamála. Í fjármálaáætlun 2019-2023 eru kyngreindir mælikvarðar með markmiðum um að bæta umgjörð og auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt markmiði um að efla umgjörð og stuðning við afreksíþróttafólk,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamála. Fréttablaðið sagði í gær frá nýrri ritgerð sérfræðinga við Háskólann í Reykjavík þar sem fram kemur að vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Lilja segir að íþróttastefna sé í endurskoðun og þar sé lögð áhersla á að jafna tækifæri og þátttöku kynja. Sjá einnig: Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttumLilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamálaHún nefnir fleira. „Í tillögum vinnuhóps um aðgerðir eftir #églíka frásagnir íþróttakvenna er lögð áhersla á gæði í íþróttastarfi fyrir stelpur jafnt sem stráka,“ segir Lilja. Þá sé unnið að því að fjölga konum í stjórnum íþróttafélaga, en þær séu nú 36%. „Jafnréttisstofu hefur verið falið að kalla eftir jafnréttisáætlunum íþróttafélaga og aðstoða við gerð þeirra,“ segir hún jafnframt og bætir við að ráðuneytið sé að láta gera úttekt á íþróttakennslu í skólum með það að markmiði að skoða hvernig áhrif íþróttakennsla getur haft á jafnrétti kynja, einkum til að hvetja stelpur til íþróttaiðkunar og starfa að íþróttamálum. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, segir ýmislegt hafa áunnist í jafnréttismálum hjá KSÍ. „Það er breyting til batnaðar og KSÍ tók risastórt skref í því að jafna greiðslur til landsliðanna tveggja. Ég hef aldrei verið jafn stolt af KSÍ og þegar þeir tóku þessa ákvörðun,“ segir Þóra Björg. Þar vísar hún til þess að í byrjun janúar tilkynnti formaður KSÍ, Guðni Bergsson, að landsliðsmenn í karla- og kvennalandsliðum fengju jafnháar bónusgreiðslur fyrir landsleiki. Vísir greindi frá því að hver leikmaður fengi 300 þúsund fyrir sigurleik og 100 þúsund fyrir jafntefli. Áður höfðu landsliðsmenn í karlalandsliðinu fengið hærri greiðslur. Þóra segir að fyrir nokkrum árum hafi dagpeningagreiðslur til leikmanna verið jafnaðar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Markmið um jafnrétti í íþróttum fyrir árið 2019 eru sambærileg þeim sem sett voru fram fyrir rúmum tuttugu árum. Lagt er til í nýrri ritgerð að kynjaðri fjárlagagerð verði beitt þegar fjármunum er úthlutað til íþróttastarfs hér á landi. 21. júní 2018 08:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
„Aðferðum kynjaðrar fjárlagagerðar er beitt við úthlutun fjármagns til íþróttamála. Í fjármálaáætlun 2019-2023 eru kyngreindir mælikvarðar með markmiðum um að bæta umgjörð og auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt markmiði um að efla umgjörð og stuðning við afreksíþróttafólk,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamála. Fréttablaðið sagði í gær frá nýrri ritgerð sérfræðinga við Háskólann í Reykjavík þar sem fram kemur að vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Lilja segir að íþróttastefna sé í endurskoðun og þar sé lögð áhersla á að jafna tækifæri og þátttöku kynja. Sjá einnig: Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttumLilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamálaHún nefnir fleira. „Í tillögum vinnuhóps um aðgerðir eftir #églíka frásagnir íþróttakvenna er lögð áhersla á gæði í íþróttastarfi fyrir stelpur jafnt sem stráka,“ segir Lilja. Þá sé unnið að því að fjölga konum í stjórnum íþróttafélaga, en þær séu nú 36%. „Jafnréttisstofu hefur verið falið að kalla eftir jafnréttisáætlunum íþróttafélaga og aðstoða við gerð þeirra,“ segir hún jafnframt og bætir við að ráðuneytið sé að láta gera úttekt á íþróttakennslu í skólum með það að markmiði að skoða hvernig áhrif íþróttakennsla getur haft á jafnrétti kynja, einkum til að hvetja stelpur til íþróttaiðkunar og starfa að íþróttamálum. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, segir ýmislegt hafa áunnist í jafnréttismálum hjá KSÍ. „Það er breyting til batnaðar og KSÍ tók risastórt skref í því að jafna greiðslur til landsliðanna tveggja. Ég hef aldrei verið jafn stolt af KSÍ og þegar þeir tóku þessa ákvörðun,“ segir Þóra Björg. Þar vísar hún til þess að í byrjun janúar tilkynnti formaður KSÍ, Guðni Bergsson, að landsliðsmenn í karla- og kvennalandsliðum fengju jafnháar bónusgreiðslur fyrir landsleiki. Vísir greindi frá því að hver leikmaður fengi 300 þúsund fyrir sigurleik og 100 þúsund fyrir jafntefli. Áður höfðu landsliðsmenn í karlalandsliðinu fengið hærri greiðslur. Þóra segir að fyrir nokkrum árum hafi dagpeningagreiðslur til leikmanna verið jafnaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Markmið um jafnrétti í íþróttum fyrir árið 2019 eru sambærileg þeim sem sett voru fram fyrir rúmum tuttugu árum. Lagt er til í nýrri ritgerð að kynjaðri fjárlagagerð verði beitt þegar fjármunum er úthlutað til íþróttastarfs hér á landi. 21. júní 2018 08:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Markmið um jafnrétti í íþróttum fyrir árið 2019 eru sambærileg þeim sem sett voru fram fyrir rúmum tuttugu árum. Lagt er til í nýrri ritgerð að kynjaðri fjárlagagerð verði beitt þegar fjármunum er úthlutað til íþróttastarfs hér á landi. 21. júní 2018 08:00