Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 06:31 James Mattis hitti Xi Jinping á þriggja daga ferð sinn um Kína. Vísir/Getty Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki „gefa eftir tommu af landsvæði sínu“ til að ná því markmiði. Þetta kom fram í máli Xi Jinping eftir fund hans með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis er fyrsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sem fer í opinbera heimsókn til Kína frá árinu 2014. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna að undanförnu, ekki síst vegna tollastríðsins sem hófst í upphafi þessa árs. Þá hafa málefni eyja í Suður-Kínahafi verið mikið þrætuepli á alþjóðavettvangi. Kínverjar gera tilkall til eyjanna, þar sem þeir hafa meðal annars reist voldugar herstöðvar, í mikilli óþökk annarra ríkja Austur-Asíu. Þá hafa Bandaríkjamenn í gegnum tíðina sakað Kínverja um að búa til gervieyjar og byggja þar upp aðstöðu til að tryggja enn fremur yfirráð sín á svæðinu.Mattis sagði að fundur sinn með Xi hafi verið mjög góður og bætti við að Bandaríkin myndu leggja aukna áherslu á að styrkja hernaðarbandalag ríkjanna. Xi ítrekaði að Kínverjar væru friðsæl þjóð en undirstrikaði að þeir myndu ekki gefa eftir neitt af því landsvæði sem þeir teldu réttilega þeirra. „Við getum ekki glatað einni tommu af því landsvæði sem forfeður okkar skildu eftir,“ er haft eftir Xí í kínverskum miðlum. Hann bætti þó við að Kínverjum „langaði þó ekkert í“ eignir eða landsvæði annarra þjóða. Um Suður-Kínahaf liggja mikilvægar og verðmætar siglingaleiðir. Þar að auki er talið að á hafsbotninum kunni að finnast mikið magn olíu og jarðgass. Mattis mun næsta funda með stjórnvöldum í Suður-Kóreu og Japan. Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki „gefa eftir tommu af landsvæði sínu“ til að ná því markmiði. Þetta kom fram í máli Xi Jinping eftir fund hans með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis er fyrsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sem fer í opinbera heimsókn til Kína frá árinu 2014. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna að undanförnu, ekki síst vegna tollastríðsins sem hófst í upphafi þessa árs. Þá hafa málefni eyja í Suður-Kínahafi verið mikið þrætuepli á alþjóðavettvangi. Kínverjar gera tilkall til eyjanna, þar sem þeir hafa meðal annars reist voldugar herstöðvar, í mikilli óþökk annarra ríkja Austur-Asíu. Þá hafa Bandaríkjamenn í gegnum tíðina sakað Kínverja um að búa til gervieyjar og byggja þar upp aðstöðu til að tryggja enn fremur yfirráð sín á svæðinu.Mattis sagði að fundur sinn með Xi hafi verið mjög góður og bætti við að Bandaríkin myndu leggja aukna áherslu á að styrkja hernaðarbandalag ríkjanna. Xi ítrekaði að Kínverjar væru friðsæl þjóð en undirstrikaði að þeir myndu ekki gefa eftir neitt af því landsvæði sem þeir teldu réttilega þeirra. „Við getum ekki glatað einni tommu af því landsvæði sem forfeður okkar skildu eftir,“ er haft eftir Xí í kínverskum miðlum. Hann bætti þó við að Kínverjum „langaði þó ekkert í“ eignir eða landsvæði annarra þjóða. Um Suður-Kínahaf liggja mikilvægar og verðmætar siglingaleiðir. Þar að auki er talið að á hafsbotninum kunni að finnast mikið magn olíu og jarðgass. Mattis mun næsta funda með stjórnvöldum í Suður-Kóreu og Japan.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30
Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49