Hundruð mótmælenda handteknir í Washington Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 06:36 Leikkonan Susan Sarandon var meðal mótmælendanna. Vísir/AP Næstum því sex hundruð mótmælendur, flestir þeirra konur, voru handteknir í Washington í gær. Hópurinn hafði safnast saman í skrifstofum öldungadeildar Bandaríkjaþings til að mótmæla aðskilnaði barna frá foreldrum sínum við komuna til landsins. Mótmælin eru sögð vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Fyrirhugaðar eru kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna á morgun þar sem þess verður krafist að aðskilnaðinum verði hætt. Þá er talið að ákvörðun hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti á miðvikudag að hann myndi setjast í helgan stein, verði sem olía á eld mótmælendanna. Þeir óttast að Bandaríkjaforseti kunni að fylla skarð hans með íhaldsamari hæstaréttadómara og þannig torvelda innreið frjálslyndra laga í Bandaríkjunum. Meira um það í fréttaskýringu Vísis: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan TrumpsMótmælendurnir sem söfnuðust saman í öldungardeildarskrifstofunum í gær voru þar í friðsælum tilgangi. Þeir settust á gólfið og réttu hnefa upp í loft til marks um andstöðu sína við innflytjendastefnuna. Þá höfðu margir þeirra vafið um sig álpappír sem sagður er vera vísun í yfirbreiðslur sem börnin, sem skilin eru frá foreldrum sínum, fá í flóttamannabúðunum. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð þar sem farið var fram á að flóttamannastofnun Bandaríkjanna yrði lögð niður. Þá kölluðu þeir einnig að þeim væri ekki sama og svöruðu þar með umdeildum jakka forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Meðal þeirra handteknu var öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Pramila Jayapal, sem tekið hafði þátt í mótmælunum. Hún segir að flóttamannastefnan sé ómannúðleg og að sem þingmaður vilji hún ekki að nafn hennar sé bendlað við stefnuna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi um 575 verið handteknir og kærðir fyrir að ólöglegar mótmælaaðgerðir. Mótmælendurnir hafi allir fengið að halda til síns heima eftir að mál þeirra voru komin í formlegt ferli. Nánar má fræðast um mótmælin á vef Guardian. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15 Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Næstum því sex hundruð mótmælendur, flestir þeirra konur, voru handteknir í Washington í gær. Hópurinn hafði safnast saman í skrifstofum öldungadeildar Bandaríkjaþings til að mótmæla aðskilnaði barna frá foreldrum sínum við komuna til landsins. Mótmælin eru sögð vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Fyrirhugaðar eru kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna á morgun þar sem þess verður krafist að aðskilnaðinum verði hætt. Þá er talið að ákvörðun hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti á miðvikudag að hann myndi setjast í helgan stein, verði sem olía á eld mótmælendanna. Þeir óttast að Bandaríkjaforseti kunni að fylla skarð hans með íhaldsamari hæstaréttadómara og þannig torvelda innreið frjálslyndra laga í Bandaríkjunum. Meira um það í fréttaskýringu Vísis: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan TrumpsMótmælendurnir sem söfnuðust saman í öldungardeildarskrifstofunum í gær voru þar í friðsælum tilgangi. Þeir settust á gólfið og réttu hnefa upp í loft til marks um andstöðu sína við innflytjendastefnuna. Þá höfðu margir þeirra vafið um sig álpappír sem sagður er vera vísun í yfirbreiðslur sem börnin, sem skilin eru frá foreldrum sínum, fá í flóttamannabúðunum. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð þar sem farið var fram á að flóttamannastofnun Bandaríkjanna yrði lögð niður. Þá kölluðu þeir einnig að þeim væri ekki sama og svöruðu þar með umdeildum jakka forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Meðal þeirra handteknu var öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Pramila Jayapal, sem tekið hafði þátt í mótmælunum. Hún segir að flóttamannastefnan sé ómannúðleg og að sem þingmaður vilji hún ekki að nafn hennar sé bendlað við stefnuna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi um 575 verið handteknir og kærðir fyrir að ólöglegar mótmælaaðgerðir. Mótmælendurnir hafi allir fengið að halda til síns heima eftir að mál þeirra voru komin í formlegt ferli. Nánar má fræðast um mótmælin á vef Guardian.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15 Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35