Stóð Alþingi á haus í röngu máli? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júní 2018 07:00 Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda. Snérist málið um 2-3 milljarða, sem létta átti af útgerðinni, einkum til hjálpar minni fyrirtækjum. Þar sem stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eru rík og öflug, var þessi hugmynd og tillaga ríkisstjórnar – að lækka veiðigjöld yfir línuna – auðvitað út í hött, og viðbrögð stjórnarandstöðunnar skiljanleg. Þegar þetta deilumál er skoðað, lítur það svona út: Deilt var um 2-3 milljarða, hvort þeir ættu að fara til útgerðarinnar, í formi afsláttar, eða til ríkisins, í formi óbreyttra veiðigjalda. Í báðum tilvikum hefði féð farið til eyðslu eða fjárfestingar – varla sparnaðar – á vegum útgerðar eða ríkis hér innanlands. Á sama tíma hefði spurningin um það, hvort endanlega ætti að leyfa Hval hf að fara í nýjar langreyðaveiðar, átt að vera sterklega á dagskrá, en veiðar skyldu hefjast 10. júni. En þessu - mörgum sinnum stærra og þýðingarmeira máli fyrir land og þjóð, en veiðigjaldamálið - var þó vart gaumur gefinn. Nánast enginn áhugi, hvað þá þingtími fyrir það.En, um hvað snýst langreyðamálið? Ferðamennska er nú langstærsti og þýðingarmesti atvinnuvegur landsins. 43% gjaldeyristekna koma úr ferðaþjónustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekjur af ferðaþjónustunni í fyrra voru 500 milljarðar. Á sama tíma er mönnum víða um heim orðið ljóst, að við eigum ekki nema þessa einu jörð, og, að við erum búin að ganga heiftarlega á lífríki hennar – dýr, náttúru, jarðveg, loft og lög. Í vaxandi mæli líta menn til þessara staðreynda við val sitt á vörum - ekki sízt matvælum - en þetta gildir líka um val á ákvörðunarstað fyrir sumarleyfi og önnur frí. Ráða vistræn sjónarmið; virðing við dýr, náttúru og lífríkið hjá þeim, sem heimsækja skal? Ef ekki, strika margir yfir slíkan ákvörðunarstað. Langreyðurin er næst stærsta spendýr jarðar, háþróuð dýrategund, sem lifir saman í fjölskyldum - þau kenna hverju öðru, gleðjast og hryggjast saman, rétt eins og við – og verða 90-100 ára. Hún er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, og eru flest ríki jarðar, um 190, aðilar að CITES-sáttmálanum, sem bannar verzlun með eða flutning á hvalaafurðum í lögsögu þeirra. Sala á hvalaafurðum er því nánast ómöguleg. Þetta vita menn í hinum vestræna heimi. Andúð og mótstaða við hvalaveiðar – ekki sízt veiðar á langreyði, sem engin önnur þjóð stundar – er því mikil og skilningur á veiðum enginn. Þetta fólk gerir ekkert með það, þó Hafró segi mönnum hér, að það sé nóg af langreyði hér á sumrin, heldur ekki með það, að langreyðurin eigi að vera „íslenzk auðlind“, enda veit það, að hvalir fæðast flestir við Vestur-Afríku, flakka svo um heimshöfin og eru því ekki „auðlind“ eins eða neins. Og, hvað með veiðiaðferðina? Hvað myndum við segja, ef Afríkubúar eltu uppi fíla, gíraffa og sebrahesta á skutultrukkum, skytu dýrin með kaðalskutli og drægju þau svo um holt og hæðir, hálf dauð og hálf lifandi, öskrandi af kvölum með stálkló skutuls tætandi innyfli, líffæri, vöðva og hold dýranna, og murkandi úr þeim lífið? Margur maðurinn, báðum megin Atlantshafs, lítur nákvæmalega svona á hvalveiðarnar, enda eru þær eins, nema framkvæmdar á sjávarspendýrum, í stað landspendýra. Fyrirhugaðar nýjar veiðar á langreyði væru því eitur í beinum margs ferðamannsins, og það með réttu. Þúsundir manna myndu setja rauðan kross á Ísland í sínum ferðaplönum. Þó samdráttur í ferðaþjónustu yrði ekki nema 5% vegna fyrirhugaðra langreyðaveiða, jafngilti það tekjutapi upp á 25 milljarða fyrir þjóðina á ári. Þessar tekjur væru innflæði inn í þjóðarbúið, ekki velta innan þess. 10 sinnum meira fé, en það sem veiðigjaldadeilan snérist um. Er þá skaði á ímynd og æru Íslendinga erlendis ótalinn.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda. Snérist málið um 2-3 milljarða, sem létta átti af útgerðinni, einkum til hjálpar minni fyrirtækjum. Þar sem stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eru rík og öflug, var þessi hugmynd og tillaga ríkisstjórnar – að lækka veiðigjöld yfir línuna – auðvitað út í hött, og viðbrögð stjórnarandstöðunnar skiljanleg. Þegar þetta deilumál er skoðað, lítur það svona út: Deilt var um 2-3 milljarða, hvort þeir ættu að fara til útgerðarinnar, í formi afsláttar, eða til ríkisins, í formi óbreyttra veiðigjalda. Í báðum tilvikum hefði féð farið til eyðslu eða fjárfestingar – varla sparnaðar – á vegum útgerðar eða ríkis hér innanlands. Á sama tíma hefði spurningin um það, hvort endanlega ætti að leyfa Hval hf að fara í nýjar langreyðaveiðar, átt að vera sterklega á dagskrá, en veiðar skyldu hefjast 10. júni. En þessu - mörgum sinnum stærra og þýðingarmeira máli fyrir land og þjóð, en veiðigjaldamálið - var þó vart gaumur gefinn. Nánast enginn áhugi, hvað þá þingtími fyrir það.En, um hvað snýst langreyðamálið? Ferðamennska er nú langstærsti og þýðingarmesti atvinnuvegur landsins. 43% gjaldeyristekna koma úr ferðaþjónustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekjur af ferðaþjónustunni í fyrra voru 500 milljarðar. Á sama tíma er mönnum víða um heim orðið ljóst, að við eigum ekki nema þessa einu jörð, og, að við erum búin að ganga heiftarlega á lífríki hennar – dýr, náttúru, jarðveg, loft og lög. Í vaxandi mæli líta menn til þessara staðreynda við val sitt á vörum - ekki sízt matvælum - en þetta gildir líka um val á ákvörðunarstað fyrir sumarleyfi og önnur frí. Ráða vistræn sjónarmið; virðing við dýr, náttúru og lífríkið hjá þeim, sem heimsækja skal? Ef ekki, strika margir yfir slíkan ákvörðunarstað. Langreyðurin er næst stærsta spendýr jarðar, háþróuð dýrategund, sem lifir saman í fjölskyldum - þau kenna hverju öðru, gleðjast og hryggjast saman, rétt eins og við – og verða 90-100 ára. Hún er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, og eru flest ríki jarðar, um 190, aðilar að CITES-sáttmálanum, sem bannar verzlun með eða flutning á hvalaafurðum í lögsögu þeirra. Sala á hvalaafurðum er því nánast ómöguleg. Þetta vita menn í hinum vestræna heimi. Andúð og mótstaða við hvalaveiðar – ekki sízt veiðar á langreyði, sem engin önnur þjóð stundar – er því mikil og skilningur á veiðum enginn. Þetta fólk gerir ekkert með það, þó Hafró segi mönnum hér, að það sé nóg af langreyði hér á sumrin, heldur ekki með það, að langreyðurin eigi að vera „íslenzk auðlind“, enda veit það, að hvalir fæðast flestir við Vestur-Afríku, flakka svo um heimshöfin og eru því ekki „auðlind“ eins eða neins. Og, hvað með veiðiaðferðina? Hvað myndum við segja, ef Afríkubúar eltu uppi fíla, gíraffa og sebrahesta á skutultrukkum, skytu dýrin með kaðalskutli og drægju þau svo um holt og hæðir, hálf dauð og hálf lifandi, öskrandi af kvölum með stálkló skutuls tætandi innyfli, líffæri, vöðva og hold dýranna, og murkandi úr þeim lífið? Margur maðurinn, báðum megin Atlantshafs, lítur nákvæmalega svona á hvalveiðarnar, enda eru þær eins, nema framkvæmdar á sjávarspendýrum, í stað landspendýra. Fyrirhugaðar nýjar veiðar á langreyði væru því eitur í beinum margs ferðamannsins, og það með réttu. Þúsundir manna myndu setja rauðan kross á Ísland í sínum ferðaplönum. Þó samdráttur í ferðaþjónustu yrði ekki nema 5% vegna fyrirhugaðra langreyðaveiða, jafngilti það tekjutapi upp á 25 milljarða fyrir þjóðina á ári. Þessar tekjur væru innflæði inn í þjóðarbúið, ekki velta innan þess. 10 sinnum meira fé, en það sem veiðigjaldadeilan snérist um. Er þá skaði á ímynd og æru Íslendinga erlendis ótalinn.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun