Splunkunýr Mandi opnaði dyr sínar á fyrsta leikdegi Íslands Sylvía Hall skrifar 16. júní 2018 21:15 Starfsfólk Mandi var að vonum hresst við opnun staðarins í dag. Mandi Veitingastaðurinn Mandi við Ingólfstorg opnaði aftur eftir framkvæmdir við mikinn fögnuð viðskiptavina í dag. Staðurinn hefur verið lokaður í rúman mánuð og hefur mikil útlitsbreyting orðið á staðnum síðan þá. Hlal Jarah, eigandi Mandi, segir opnunina hafa gengið vonum framar og mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á staðinn í dag og fengið sér langþráð Shawarma eða hinn sívinsæla Mandi hummus. Hlal er viðskiptavinum staðarins vel kunnur og sagði hann í viðtali við Vísi í haust að honum þætti vænt um Íslendinga, sem margir hverjir leggja leið sína á staðinn einnig til þess að heilsa upp á glaðlegt starfsfólkið.Staðurinn hefur fengið nýtt útlit og voru margir sem mættu á opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var því viðeigandi að staðurinn opnaði í dag, en á sama tíma var leikur Íslands sýndur á risaskjá á Ingólfstorgi og því tilvalið fyrir svanga fótboltaunnendur að grípa í bita á staðnum vinsæla. Mandi setti inn færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við íslenska landsliðið með skemmtilegri tilvísun í víkingaklappið fræga og íslenska fánann má sjá á nýrri forsíðumynd staðarins. Að sögn Hlal gengu framkvæmdir vel og er staðurinn nær óþekkjanlegur, en mikið var lagt í breytingarnar. Búið er að bæta við bekkjum og borðum svo fleiri geti setið og notið matarins á staðnum, en staðurinn er yfirleitt þéttsetinn. Mandi er löngu orðinn vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem sækja miðbæinn og því geta aðdáendur staðarins tekið gleði sína á ný og lagt leið sína niður á Ingólfstorg til þess að gæða sér á Sýrlenskri matargerð staðarins, en Hlal segir alla vera velkomna til þess að bera breytingarnar augum.Hlal Jarah, eigandi Mandi, og stuðningsmaður landsliðsins smella einni sjálfu af sér við opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var hátíðlegt á Mandi í dag þegar staðurinn opnaði á ný og voru dyr staðarins skreyttar með blöðrum.Mynd/Mandi HM 2018 í Rússlandi Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15 Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Veitingastaðurinn Mandi við Ingólfstorg opnaði aftur eftir framkvæmdir við mikinn fögnuð viðskiptavina í dag. Staðurinn hefur verið lokaður í rúman mánuð og hefur mikil útlitsbreyting orðið á staðnum síðan þá. Hlal Jarah, eigandi Mandi, segir opnunina hafa gengið vonum framar og mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á staðinn í dag og fengið sér langþráð Shawarma eða hinn sívinsæla Mandi hummus. Hlal er viðskiptavinum staðarins vel kunnur og sagði hann í viðtali við Vísi í haust að honum þætti vænt um Íslendinga, sem margir hverjir leggja leið sína á staðinn einnig til þess að heilsa upp á glaðlegt starfsfólkið.Staðurinn hefur fengið nýtt útlit og voru margir sem mættu á opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var því viðeigandi að staðurinn opnaði í dag, en á sama tíma var leikur Íslands sýndur á risaskjá á Ingólfstorgi og því tilvalið fyrir svanga fótboltaunnendur að grípa í bita á staðnum vinsæla. Mandi setti inn færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við íslenska landsliðið með skemmtilegri tilvísun í víkingaklappið fræga og íslenska fánann má sjá á nýrri forsíðumynd staðarins. Að sögn Hlal gengu framkvæmdir vel og er staðurinn nær óþekkjanlegur, en mikið var lagt í breytingarnar. Búið er að bæta við bekkjum og borðum svo fleiri geti setið og notið matarins á staðnum, en staðurinn er yfirleitt þéttsetinn. Mandi er löngu orðinn vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem sækja miðbæinn og því geta aðdáendur staðarins tekið gleði sína á ný og lagt leið sína niður á Ingólfstorg til þess að gæða sér á Sýrlenskri matargerð staðarins, en Hlal segir alla vera velkomna til þess að bera breytingarnar augum.Hlal Jarah, eigandi Mandi, og stuðningsmaður landsliðsins smella einni sjálfu af sér við opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var hátíðlegt á Mandi í dag þegar staðurinn opnaði á ný og voru dyr staðarins skreyttar með blöðrum.Mynd/Mandi
HM 2018 í Rússlandi Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15 Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15
Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41