Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2018 23:30 Haley greiddi ein atkvæði með tillögu sinni um að öryggisráðið skellti skuldinni á Hamas-samtökin. Vísir/AP Sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar sakaði aðildarríki þeirra um hlutdrægni gegn Ísrael eftir að ekkert ríki greiddi atkvæði með tillögu hans um að öryggisráðið kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldi á Gasaströndinni. Áður hafði hann beitt neitunarvaldi til að fella ályktun þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum voru fordæmd. Kúvætar lögðu fram tillögu að ályktun í öryggisráðinu í dag þar sem ofbeldi Ísraelshers gegn palestínskum mótmælendum á Gasaströndinni undanfarnar vikur var fordæmt. Að minnsta kosti 116 Palestínumenn hafa fallið fyrir hendi ísraelskra hermanna frá 30. mars, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Frakkland, Kína, Fílabeinsströndin, Kasakstan, Bólivía, Perú, Svíþjóð og Miðbaugs-Gínea greiddu atkvæði með tillögunni en Bretland, Holland, Pólland og Eþíópía sátu hjá. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, beitti neitunvaldi gegn tillögunni. Haley lagði síðan fram eigin drög að ályktun þar sem Hamas var kennt um ofbeldi síðustu vikna og mánaða. Ekkert annað ríki greiddi atkvæði með þeirri tillögu. Þrjú ríki greiddu atkvæði gegn henni og ellefu sátu hjá. „Það er nú algerlega ljóst að Sameinuðu þjóðirnar eru vonleysislega hlutdrægar gegn Ísrael,“ sagði Haley í yfirlýsingu þar sem hún fullyrti einnig að öryggisráðið væri tilbúið að kenna Ísrael um en ekki Hamas. Bandaríkin Ísrael Miðbaugs-Gínea Palestína Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. 29. maí 2018 20:07 Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir dráp Ísraela á palestínskum mótmælendum mögulega geta talist alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum. 18. maí 2018 12:24 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar sakaði aðildarríki þeirra um hlutdrægni gegn Ísrael eftir að ekkert ríki greiddi atkvæði með tillögu hans um að öryggisráðið kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldi á Gasaströndinni. Áður hafði hann beitt neitunarvaldi til að fella ályktun þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum voru fordæmd. Kúvætar lögðu fram tillögu að ályktun í öryggisráðinu í dag þar sem ofbeldi Ísraelshers gegn palestínskum mótmælendum á Gasaströndinni undanfarnar vikur var fordæmt. Að minnsta kosti 116 Palestínumenn hafa fallið fyrir hendi ísraelskra hermanna frá 30. mars, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Frakkland, Kína, Fílabeinsströndin, Kasakstan, Bólivía, Perú, Svíþjóð og Miðbaugs-Gínea greiddu atkvæði með tillögunni en Bretland, Holland, Pólland og Eþíópía sátu hjá. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, beitti neitunvaldi gegn tillögunni. Haley lagði síðan fram eigin drög að ályktun þar sem Hamas var kennt um ofbeldi síðustu vikna og mánaða. Ekkert annað ríki greiddi atkvæði með þeirri tillögu. Þrjú ríki greiddu atkvæði gegn henni og ellefu sátu hjá. „Það er nú algerlega ljóst að Sameinuðu þjóðirnar eru vonleysislega hlutdrægar gegn Ísrael,“ sagði Haley í yfirlýsingu þar sem hún fullyrti einnig að öryggisráðið væri tilbúið að kenna Ísrael um en ekki Hamas.
Bandaríkin Ísrael Miðbaugs-Gínea Palestína Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. 29. maí 2018 20:07 Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir dráp Ísraela á palestínskum mótmælendum mögulega geta talist alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum. 18. maí 2018 12:24 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21
Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. 29. maí 2018 20:07
Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir dráp Ísraela á palestínskum mótmælendum mögulega geta talist alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum. 18. maí 2018 12:24