Já, Borgarlínan borgar sig Ásgeir Berg Matthíasson skrifar 30. maí 2018 13:00 Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu veltir Haukur Örn Birgisson upp þeirri spurningu hvort Borgarlínan sé ekki alltof dýr og illa ígrunduð til að það borgi sig að leggja hana. Um þetta hafa auðvitað verið skrifaðar margar skýrslur og áætlanir og fer Gísli Marteinn Baldursson ágætlega yfir rangfærslur Hauks í svari á heimasíðu sinni. Maður gæti þess vegna haldið að málið ætti að vera útrætt, en mig langar að velta upp öðrum fleti á málinu sem mér hefur ekki fundist fá næga athygli—fjármálum borgarbúa sjálfra. Samkvæmt tölum Hagstofunnnar voru 134.511 skráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. Það er óhætt að gera reikna með að bílum hafi fjölgað töluvert á götunum síðan þá en fyrst Hagstofan geymir ekki nýrri tölur eftir skráðu heimilisfangi en það, þá ætla ég bara að gera ráð fyrir að það sé fjöldinn—svona til bráðabirgða.Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir svo ráð fyrir að rekstrarkostnaður bíls sé á bilinu 1.137.834 – 2.297.101 krónur á ári. Aftur, þá veit ég ekki hvað er satt í þeim efnum, svo ég geri ráð fyrir að lægri talan sé sú sem endurspegli raunveruleika sem flestra sem best. Ef við margföldum þessar tvær tölur saman, þá fáum við út að rekstrarkostnaður allra bíla á Höfuðborgarsvæðinu sé að minnsta kosti 150 milljarðar á ári, svona um það bil. Í sínum pistli gerir Haukur ráð fyrir því að Borgarlínan kosti 70 milljarða—sem er sú tala sem oftast er í umræðunni. Ef það er rétt, þá er kostnaður við Borgarlínuna um helmingur af rekstrarkostnaði allra fólksbíla á Höfuðborgarsvæðinu á ári. Það þýðir að ef einungis 10% bifreiðaeiganda í borginni (eða nágrannasveitarfélögunum) myndu kjósa að leggja bílnum sínum (eða einum þeirra, í sumum tilfellum), þá þýddi það að Borgarlínan myndi borga sig á fimm árum—eða því sem samsvarar rúmlega einu kjörtímabili! Nú gæti einhver sagt að þetta sé nú varla rétt. Þó að FÍB geri ráð fyrir svona háum rekstrarkostnaði, þá sé nú engu að síður mun ódýrara að reka bíl en þetta, nú eða að það sé nú varla raunhæft að bílum muni fækka um 10% vegna Borgarlínunnar: að bílar séu hvort tveggja ódýrari og að fólk muni nú varla leggja þeim í svona miklum mæli. Loks ættum við ekki að gera ráð fyrir að Borgarlínan verði svo ódýr á endanum. Það má vel vera. En í fyrsta lagi, þá er fjöldi bíla í borginni án efa mun hærri en tölurnar sem ég gaf mér gefa til kynna, svo kostnaðurinn er í raun hærri, jafnvel þó að við gæfum okkur lægri rekstrarkostnað á móti. Í öðru lagi, jafnvel þó að við gæfum okkur að bílum myndi fækka (eða hægja á fjölgun) svo samsvaraði einungis 2,5% af fjölda bíla og rekstrarkostnaður sé helmingur af því sem FÍB gefur upp, þá myndi Borgarlínan borga sig á 40 árum—og það er án þess að taka til greina nokkuð af þeim kostnaði sem Gísli rekur í sinni grein, auk ýmis annars tilfallandi kostnaðar, t.d. kostnaðar við bílastæði og þá óhagkvæmni sem bílamiðað skipulag borgarinnar hefur í för með sér. Það er nú varla langur tími í fjárlagagerð borgar til lengri tíma litið. Sama gildir ef Borgarlínan yrði dýrari. Það sem skiptir máli er að bílar og rekstur þeirra kostar borgarbúana sjálfa alveg gífurlegar upphæðir sem sjaldan er minnst á og að sá kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á þá sem minnst hafa á milli handanna. Kostnaðurinn við Borgarlínuna bliknar í samanburði, nánast sama hvernig við fiktum við tölurnar. Miðað við hversu gífurlega háar upphæðir er um að ræða getum við gert ráð fyrir því að hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sé um það bil einn til tvo klukkutíma á dag að vinna fyrir kostnaðinum við bílinn sinn, eftir tekjum þeirra og kostnaði bílsins. Höfum við virkilega ekkert betra við tímann og peningana að gera? Höfundur er doktorsnemi í heimspeki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgar línan sig? Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. 29. maí 2018 07:00 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu veltir Haukur Örn Birgisson upp þeirri spurningu hvort Borgarlínan sé ekki alltof dýr og illa ígrunduð til að það borgi sig að leggja hana. Um þetta hafa auðvitað verið skrifaðar margar skýrslur og áætlanir og fer Gísli Marteinn Baldursson ágætlega yfir rangfærslur Hauks í svari á heimasíðu sinni. Maður gæti þess vegna haldið að málið ætti að vera útrætt, en mig langar að velta upp öðrum fleti á málinu sem mér hefur ekki fundist fá næga athygli—fjármálum borgarbúa sjálfra. Samkvæmt tölum Hagstofunnnar voru 134.511 skráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. Það er óhætt að gera reikna með að bílum hafi fjölgað töluvert á götunum síðan þá en fyrst Hagstofan geymir ekki nýrri tölur eftir skráðu heimilisfangi en það, þá ætla ég bara að gera ráð fyrir að það sé fjöldinn—svona til bráðabirgða.Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir svo ráð fyrir að rekstrarkostnaður bíls sé á bilinu 1.137.834 – 2.297.101 krónur á ári. Aftur, þá veit ég ekki hvað er satt í þeim efnum, svo ég geri ráð fyrir að lægri talan sé sú sem endurspegli raunveruleika sem flestra sem best. Ef við margföldum þessar tvær tölur saman, þá fáum við út að rekstrarkostnaður allra bíla á Höfuðborgarsvæðinu sé að minnsta kosti 150 milljarðar á ári, svona um það bil. Í sínum pistli gerir Haukur ráð fyrir því að Borgarlínan kosti 70 milljarða—sem er sú tala sem oftast er í umræðunni. Ef það er rétt, þá er kostnaður við Borgarlínuna um helmingur af rekstrarkostnaði allra fólksbíla á Höfuðborgarsvæðinu á ári. Það þýðir að ef einungis 10% bifreiðaeiganda í borginni (eða nágrannasveitarfélögunum) myndu kjósa að leggja bílnum sínum (eða einum þeirra, í sumum tilfellum), þá þýddi það að Borgarlínan myndi borga sig á fimm árum—eða því sem samsvarar rúmlega einu kjörtímabili! Nú gæti einhver sagt að þetta sé nú varla rétt. Þó að FÍB geri ráð fyrir svona háum rekstrarkostnaði, þá sé nú engu að síður mun ódýrara að reka bíl en þetta, nú eða að það sé nú varla raunhæft að bílum muni fækka um 10% vegna Borgarlínunnar: að bílar séu hvort tveggja ódýrari og að fólk muni nú varla leggja þeim í svona miklum mæli. Loks ættum við ekki að gera ráð fyrir að Borgarlínan verði svo ódýr á endanum. Það má vel vera. En í fyrsta lagi, þá er fjöldi bíla í borginni án efa mun hærri en tölurnar sem ég gaf mér gefa til kynna, svo kostnaðurinn er í raun hærri, jafnvel þó að við gæfum okkur lægri rekstrarkostnað á móti. Í öðru lagi, jafnvel þó að við gæfum okkur að bílum myndi fækka (eða hægja á fjölgun) svo samsvaraði einungis 2,5% af fjölda bíla og rekstrarkostnaður sé helmingur af því sem FÍB gefur upp, þá myndi Borgarlínan borga sig á 40 árum—og það er án þess að taka til greina nokkuð af þeim kostnaði sem Gísli rekur í sinni grein, auk ýmis annars tilfallandi kostnaðar, t.d. kostnaðar við bílastæði og þá óhagkvæmni sem bílamiðað skipulag borgarinnar hefur í för með sér. Það er nú varla langur tími í fjárlagagerð borgar til lengri tíma litið. Sama gildir ef Borgarlínan yrði dýrari. Það sem skiptir máli er að bílar og rekstur þeirra kostar borgarbúana sjálfa alveg gífurlegar upphæðir sem sjaldan er minnst á og að sá kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á þá sem minnst hafa á milli handanna. Kostnaðurinn við Borgarlínuna bliknar í samanburði, nánast sama hvernig við fiktum við tölurnar. Miðað við hversu gífurlega háar upphæðir er um að ræða getum við gert ráð fyrir því að hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sé um það bil einn til tvo klukkutíma á dag að vinna fyrir kostnaðinum við bílinn sinn, eftir tekjum þeirra og kostnaði bílsins. Höfum við virkilega ekkert betra við tímann og peningana að gera? Höfundur er doktorsnemi í heimspeki
Borgar línan sig? Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. 29. maí 2018 07:00
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun