Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 14:45 Arkady Babchenko er á lífi. vísir/ap Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. Babchenko birtist á blaðamannafundi hjá úkraínsku lögreglunni í dag en forsætisráðherra Úkraínu hafði sagt að Rússar hefðu fyrirskipað morðið. Fjöldi blaðamanna var mættur á fundinn til þess að fá fregnir af framgangi rannsóknar lögreglu á morðinu, en Babchenko hefur verið gagnrýninn á Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og ríkisstjórn hans. Ekki var hins vegar um eiginlegt morð að ræða heldur segir Vasyl Hrytsak, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, að morðið hafi verið sett á svið í tengslum við rannsókn lögregluyfirvalda á morðhótunum sem Babchenko hefur fengið. Meira en mánuður hafði farið í að skipuleggja sviðsetningu morðsins og hefur einn verið handtekinn í tengslum við aðgerðina. Kona Babchenko hafði lýst því að maður hennar hefði verið skotinn í bakið þegar þau yfirgáfu íbúðina sína í Kænugarði, blaðamaðurinn hafði ekki sagt konu sinni að um setja ætti morðið á svið. „Ég bið konuna mína innilegrar afsökunar,“ segir Babchenko. Babchenko flúði frá Rússlandi í fyrra eftir að hafa fengið hótanir í kjölfar færslu sem hann setti á samfélagmiðla. Blaðamenn og aðrir sem gagnrýnt hafa rússnesk yfirvöld hafa á undanförnum árum verið myrtir í Kænugarði en morðin eru óupplýst.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. Babchenko birtist á blaðamannafundi hjá úkraínsku lögreglunni í dag en forsætisráðherra Úkraínu hafði sagt að Rússar hefðu fyrirskipað morðið. Fjöldi blaðamanna var mættur á fundinn til þess að fá fregnir af framgangi rannsóknar lögreglu á morðinu, en Babchenko hefur verið gagnrýninn á Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og ríkisstjórn hans. Ekki var hins vegar um eiginlegt morð að ræða heldur segir Vasyl Hrytsak, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, að morðið hafi verið sett á svið í tengslum við rannsókn lögregluyfirvalda á morðhótunum sem Babchenko hefur fengið. Meira en mánuður hafði farið í að skipuleggja sviðsetningu morðsins og hefur einn verið handtekinn í tengslum við aðgerðina. Kona Babchenko hafði lýst því að maður hennar hefði verið skotinn í bakið þegar þau yfirgáfu íbúðina sína í Kænugarði, blaðamaðurinn hafði ekki sagt konu sinni að um setja ætti morðið á svið. „Ég bið konuna mína innilegrar afsökunar,“ segir Babchenko. Babchenko flúði frá Rússlandi í fyrra eftir að hafa fengið hótanir í kjölfar færslu sem hann setti á samfélagmiðla. Blaðamenn og aðrir sem gagnrýnt hafa rússnesk yfirvöld hafa á undanförnum árum verið myrtir í Kænugarði en morðin eru óupplýst.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05