Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 20:41 Trey Gowdy. Vísir/AP Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram undanfarið og segir FBI hafa gert það til að reyna að hjálpa Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans, að vinna forsetakosningarnar 2016. Gowdy var meðal þeirra sem starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins skýrðu málið fyrir í síðustu viku. Trump hefur básúnað undanfarna daga og vikur um að „njósnað“ hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum. Forsetinn hefur kallað málið „njósnahneykslið“. Hvorki hann né Hvíta húsið hafa lagt fram nokkur gögn eða sannanir um að þær ásakanir eigi við rök að styðjast.Sjá einnig: Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“Engu að síður samþykktu alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið að veita þingmönnum upplýsingar um heimildarmann sem FBI notaði þegar hún rannsakaði fyrst vísbendingar um samskipti starfsmanna Trump-framboðsins við Rússa árið 2016 í síðustu viku. Fram hefur komið að eftir að FBI fékk upplýsingar um samskiptin leituðu rannsakendurnir til bandarísks fræðimanns með tengsl við Repúblikanaflokkinn. Hann ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins og reyndi að afla upplýsinga um hvers eðlis samskiptin við Rússa hefðu verið. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar aldrei innan framboðsins eins og Trump og stuðningsmenn hans hafa ýjað að. Bandarískir embættismenn segja að ekkert hafi verið óeðlilegt við störf heimildarmannsins. Gowdy sagði í dag að hann væri fullviss um að starfsmenn FBI hefðu „gert það eina í stöðunni sem allir Bandaríkjamenn vildu að þeir gerðu þegar þeir fengu þær upplýsingar sem þeir fengu og það kemur Donald Trump ekkert við“ Þá sagði hann að lögregluembætti notuðust oft og títt við uppljóstrara. Eftir áðurnefndan fund þingmanna og starfsmanna Dómsmálaráðuneytisins og FBI hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins grafið undan ásökunum forsetans. Gowdy sagði þá alla vera sammála. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram undanfarið og segir FBI hafa gert það til að reyna að hjálpa Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans, að vinna forsetakosningarnar 2016. Gowdy var meðal þeirra sem starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins skýrðu málið fyrir í síðustu viku. Trump hefur básúnað undanfarna daga og vikur um að „njósnað“ hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum. Forsetinn hefur kallað málið „njósnahneykslið“. Hvorki hann né Hvíta húsið hafa lagt fram nokkur gögn eða sannanir um að þær ásakanir eigi við rök að styðjast.Sjá einnig: Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“Engu að síður samþykktu alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið að veita þingmönnum upplýsingar um heimildarmann sem FBI notaði þegar hún rannsakaði fyrst vísbendingar um samskipti starfsmanna Trump-framboðsins við Rússa árið 2016 í síðustu viku. Fram hefur komið að eftir að FBI fékk upplýsingar um samskiptin leituðu rannsakendurnir til bandarísks fræðimanns með tengsl við Repúblikanaflokkinn. Hann ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins og reyndi að afla upplýsinga um hvers eðlis samskiptin við Rússa hefðu verið. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar aldrei innan framboðsins eins og Trump og stuðningsmenn hans hafa ýjað að. Bandarískir embættismenn segja að ekkert hafi verið óeðlilegt við störf heimildarmannsins. Gowdy sagði í dag að hann væri fullviss um að starfsmenn FBI hefðu „gert það eina í stöðunni sem allir Bandaríkjamenn vildu að þeir gerðu þegar þeir fengu þær upplýsingar sem þeir fengu og það kemur Donald Trump ekkert við“ Þá sagði hann að lögregluembætti notuðust oft og títt við uppljóstrara. Eftir áðurnefndan fund þingmanna og starfsmanna Dómsmálaráðuneytisins og FBI hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins grafið undan ásökunum forsetans. Gowdy sagði þá alla vera sammála.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira