Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 20:07 Minnst 70 sprengjum og eldflaugum hefur verið skotið á Ísrael frá Gaza í dag og hafa Ísraelsmenn svarað fyrir sig og skotið á móti. Vísir/AP Minnst 70 sprengjum og eldflaugum hefur verið skotið á Ísrael frá Gaza í dag og hafa Ísraelsmenn svarað fyrir sig og skotið á móti. Ein sprengjan lenti á leikskólalóð í morgun en börn voru ekki mætt þangað og særðist einn starfsmaður lítillega. Ísraelsmenn segja að inn á milli séu eldflaugar sem framleiddar hafi verið í Íran en loftvarnakerfi Ísrael hefur skotið um fjórðung þeirra niður. Hamas og Islamic Jihad hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þeir segja þær vera viðbrögð við árásum Ísraelsmanna síðustu daga. Um er að ræða einhver umfangsmestu átök fylkinganna frá því í stríðinu á Gaza árið 2014. Bandaríkin hafa boðað til fundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun vegna málsins. Sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði eftir því í kvöld að Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu árásirnar. Engar upplýsingar liggja fyrir um mannfall í Ísrael eða á Gaza-ströndinni en ótilgreindur fjöldi er sagður hafa særst í Ísrael, samkvæmt Times of Israel.Talsmaður herafla Ísrael sagði í dag að herinn myndi gera fleiri loftárásir á Gaza ef árásunum yrði ekki hætt og gaf hann í skyn að herinn gæti reynt að ráðast á leiðtoga Hamas. Í dag hefur herinn gert árásir á minnst 35 skotmörk á Gaza sem þeir segja að hafa verið í umsjón leiðtoga Hamas og Islamic Jihad. Yisrael Katz, ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í útvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. Ljóst væri að enginn vildi stríð en Ísraelsmenn hefðu sínar „rauðu línur“ sem þeir myndu ekki sætta sig við að Palestínumenn myndu stíga yfir. Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Minnst 70 sprengjum og eldflaugum hefur verið skotið á Ísrael frá Gaza í dag og hafa Ísraelsmenn svarað fyrir sig og skotið á móti. Ein sprengjan lenti á leikskólalóð í morgun en börn voru ekki mætt þangað og særðist einn starfsmaður lítillega. Ísraelsmenn segja að inn á milli séu eldflaugar sem framleiddar hafi verið í Íran en loftvarnakerfi Ísrael hefur skotið um fjórðung þeirra niður. Hamas og Islamic Jihad hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þeir segja þær vera viðbrögð við árásum Ísraelsmanna síðustu daga. Um er að ræða einhver umfangsmestu átök fylkinganna frá því í stríðinu á Gaza árið 2014. Bandaríkin hafa boðað til fundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun vegna málsins. Sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði eftir því í kvöld að Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu árásirnar. Engar upplýsingar liggja fyrir um mannfall í Ísrael eða á Gaza-ströndinni en ótilgreindur fjöldi er sagður hafa særst í Ísrael, samkvæmt Times of Israel.Talsmaður herafla Ísrael sagði í dag að herinn myndi gera fleiri loftárásir á Gaza ef árásunum yrði ekki hætt og gaf hann í skyn að herinn gæti reynt að ráðast á leiðtoga Hamas. Í dag hefur herinn gert árásir á minnst 35 skotmörk á Gaza sem þeir segja að hafa verið í umsjón leiðtoga Hamas og Islamic Jihad. Yisrael Katz, ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í útvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. Ljóst væri að enginn vildi stríð en Ísraelsmenn hefðu sínar „rauðu línur“ sem þeir myndu ekki sætta sig við að Palestínumenn myndu stíga yfir.
Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira