Samkeppni á jafnréttisgrundvelli Margrét Gísladóttir skrifar 12. maí 2018 10:19 Í kjölfar erindis Ara Edwald, forstjóra MS, á fundi Viðskiptaráðs um daginn þar sem hann ræddi samkeppnisumhverfi fyrirtækja, spratt upp nokkur umræða um heilbrigða samkeppni í íslensku viðskiptalífi. Margir tóku undir skilaboð Ara og ritstjóri Fréttablaðsins ritaði í kjölfarið leiðara þar sem hún bendir meðal annars á að ekki væri einungis hægt að líta á aðra íslenska fjölmiðla sem samkeppnisaðila þeirra þar sem samkeppni frá Facebook og Google væri orðin umtalsverð og íslenskur auglýsingamarkaður væri markaður af því. Eins bendir hún á samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði, hversu auðvelt það væri í raun fyrir Costco að ryðja íslenskum samkeppnisaðilum af markaði í krafti stærðarinnar og hagkvæmni sem af henni hlýst. Og það er stóri punkturinn. Þetta á líka við um íslenskan landbúnað. Tollfrjáls innflutningur stóreykst 1. maí tók gildi nýr viðskiptasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins með landbúnaðarvörur. Í samningnum felst að hægt verður að flytja inn margfalt meira magn af landbúnaðarvörum frá ESB án tolla en nú er. Magn nautakjöts sjöfaldast, sérostar fara úr 20 tonnum í 230 tonn og venjulegir ostar úr 80 tonnum í 380 tonn svo eitthvað sé nefnt. Tollkvóti Íslands til ESB eykst á móti en vert er að nefna að á meðan tollfrjálsir kvótar Íslands þrefaldast, þá fimmfaldast innflutningskvótar frá ESB. Nokkur munur er á framleiðslukostnaði landbúnaðarvara hér á landi og innan Evrópu og hefur því svo stóraukinn innflutningur eðlilega áhrif á íslenska bændur. Margar ástæður geta verið fyrir því af hverju framleiðslukostnaður er mismikill milli landa en háan framleiðslukostnað hér á landi má meðal annars rekja til sívaxandi launakostnaðar -og þar af leiðandi kostnaðar á aðföngum bænda og ýmis konar þjónustu svo sem dýralækna og eftirlits- og aðbúnaðarkrafna sem kalla á dýrar framkvæmdir. Það er langsótt að einhver vilji slá af kröfum þegar kemur að þessum atriðum. Einnig spila óviðráðanleg atriði eins og loftslag inní myndina. Uppskerur eru til að mynda færri hér á landi en víða á meginlandi Evrópu. Það er því eðlilegt að samhliða nýjum tollasamningi sem stóreykur innflutning á landbúnaðarvörum, sé horft gagnrýnum augum á íslenskt tollaumhverfi og úrbætur gerðar þar sem þörf er á. Evrópusambandið miðar við kjöt með beini Í skýrslu starfshóps sem hafði það hlutverk að kanna áhrif tollasamnings við ESB er meðal annars lagt til að við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini. Er það í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og sambærilegt því sem þekkist annars staðar. Við tollafgreiðslu Evrópusambandsins á lambakjöti er almennt miðað við ígildi kjöts með beini að frátöldu unnu kindakjöti, en langstærstur hluti útfluttra landbúnaðarvara frá Íslandi er lambakjöt. Sem dæmi eru úrbeinuð lambaslög, sem flutt eru héðan til ESB-landa, uppreiknuð með beini í bókhaldi ESB. Ekki virðist vera ein algild regla varðandi tollkvóta á nautakjöti og svínakjöti innan ESB en sem dæmi er innflutt svínakjöt frá Kanada til Evrópusambandsins uppreiknað um allt að 20% við umreikning í heila skrokka. Varðandi innflutning á nautakjöti til ESB þá eru sérstakir tollkvótar ætlaðir fyrir beinlaust kjöt en aðrir eru uppreiknaðir um allt að 35%. Það er því síður en svo þannig að hér sé um einhverja séríslenska leið að ræða, þvert á móti. Það er afar eðlilegt að sambærilegar reiknireglur gildi hérlendis og fagna bændur því að þetta mál sé í vinnslu hjá landbúnaðarráðherra. Að stunda landbúnað á 66. breiddargráðu er hvorki sjálfsagt né auðvelt. Tilurð íslensks landbúnaðar er því að miklum hluta pólitísk ákvörðun. Þar er ábyrgð stjórnvalda mikil. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar erindis Ara Edwald, forstjóra MS, á fundi Viðskiptaráðs um daginn þar sem hann ræddi samkeppnisumhverfi fyrirtækja, spratt upp nokkur umræða um heilbrigða samkeppni í íslensku viðskiptalífi. Margir tóku undir skilaboð Ara og ritstjóri Fréttablaðsins ritaði í kjölfarið leiðara þar sem hún bendir meðal annars á að ekki væri einungis hægt að líta á aðra íslenska fjölmiðla sem samkeppnisaðila þeirra þar sem samkeppni frá Facebook og Google væri orðin umtalsverð og íslenskur auglýsingamarkaður væri markaður af því. Eins bendir hún á samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði, hversu auðvelt það væri í raun fyrir Costco að ryðja íslenskum samkeppnisaðilum af markaði í krafti stærðarinnar og hagkvæmni sem af henni hlýst. Og það er stóri punkturinn. Þetta á líka við um íslenskan landbúnað. Tollfrjáls innflutningur stóreykst 1. maí tók gildi nýr viðskiptasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins með landbúnaðarvörur. Í samningnum felst að hægt verður að flytja inn margfalt meira magn af landbúnaðarvörum frá ESB án tolla en nú er. Magn nautakjöts sjöfaldast, sérostar fara úr 20 tonnum í 230 tonn og venjulegir ostar úr 80 tonnum í 380 tonn svo eitthvað sé nefnt. Tollkvóti Íslands til ESB eykst á móti en vert er að nefna að á meðan tollfrjálsir kvótar Íslands þrefaldast, þá fimmfaldast innflutningskvótar frá ESB. Nokkur munur er á framleiðslukostnaði landbúnaðarvara hér á landi og innan Evrópu og hefur því svo stóraukinn innflutningur eðlilega áhrif á íslenska bændur. Margar ástæður geta verið fyrir því af hverju framleiðslukostnaður er mismikill milli landa en háan framleiðslukostnað hér á landi má meðal annars rekja til sívaxandi launakostnaðar -og þar af leiðandi kostnaðar á aðföngum bænda og ýmis konar þjónustu svo sem dýralækna og eftirlits- og aðbúnaðarkrafna sem kalla á dýrar framkvæmdir. Það er langsótt að einhver vilji slá af kröfum þegar kemur að þessum atriðum. Einnig spila óviðráðanleg atriði eins og loftslag inní myndina. Uppskerur eru til að mynda færri hér á landi en víða á meginlandi Evrópu. Það er því eðlilegt að samhliða nýjum tollasamningi sem stóreykur innflutning á landbúnaðarvörum, sé horft gagnrýnum augum á íslenskt tollaumhverfi og úrbætur gerðar þar sem þörf er á. Evrópusambandið miðar við kjöt með beini Í skýrslu starfshóps sem hafði það hlutverk að kanna áhrif tollasamnings við ESB er meðal annars lagt til að við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini. Er það í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og sambærilegt því sem þekkist annars staðar. Við tollafgreiðslu Evrópusambandsins á lambakjöti er almennt miðað við ígildi kjöts með beini að frátöldu unnu kindakjöti, en langstærstur hluti útfluttra landbúnaðarvara frá Íslandi er lambakjöt. Sem dæmi eru úrbeinuð lambaslög, sem flutt eru héðan til ESB-landa, uppreiknuð með beini í bókhaldi ESB. Ekki virðist vera ein algild regla varðandi tollkvóta á nautakjöti og svínakjöti innan ESB en sem dæmi er innflutt svínakjöt frá Kanada til Evrópusambandsins uppreiknað um allt að 20% við umreikning í heila skrokka. Varðandi innflutning á nautakjöti til ESB þá eru sérstakir tollkvótar ætlaðir fyrir beinlaust kjöt en aðrir eru uppreiknaðir um allt að 35%. Það er því síður en svo þannig að hér sé um einhverja séríslenska leið að ræða, þvert á móti. Það er afar eðlilegt að sambærilegar reiknireglur gildi hérlendis og fagna bændur því að þetta mál sé í vinnslu hjá landbúnaðarráðherra. Að stunda landbúnað á 66. breiddargráðu er hvorki sjálfsagt né auðvelt. Tilurð íslensks landbúnaðar er því að miklum hluta pólitísk ákvörðun. Þar er ábyrgð stjórnvalda mikil. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar