Rangfærslur um Backroads leiðréttar Tom Hale skrifar 17. maí 2018 07:00 Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um. Vegna þeirra rangfærslna sem fram komu í fréttinni viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Backroads skipuleggur svokallaðar ævintýraferðir frá Bandaríkjunum og hefur skipulagt ferðir til Íslands í rúm sjö ár. Við dáum Ísland, menningu landsins, náttúru og allt það stórkostlega fólk sem við höfum unnið með þar. Blaðamaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir eða reynir ekki að útskýra hvað Backroads leggur til íslensks samfélags. Við eigum í viðskiptum við yfir 75 aðila á Íslandi, hótel, veitingastaði og aðra þjónustuaðila og hefur Backroads greitt til þeirra um 2,5 milljarða króna frá því við hófum starfsemi þar. Auk þess ætlum við að viðskiptavinir Backroads hafi lagt til ríflega einn milljarð króna til ferðaþjónustuaðila á Íslandi, með því að greiða fyrir húsnæði, fæði og aðra þjónustu, bæði fyrir og eftir ferðir á vegum Backroads. Eru þá ótalin viðskipti við íslensk flugfélög. Þá viljum við taka fram að við erum stolt af þeim stuðningi sem fjöldi samstarfsaðila á Íslandi hefur veitt okkur eftir að fyrrnefnd frétt var birt í Fréttablaðinu.Lögmæti starfsemi – starfsemi Backroads á Íslandi er í fullu samræmi við íslensk lög og reglur EES. Í júlí 2016 áttum við fundi með yfirvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi, þ.m.t. stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélögum og skattyfirvöldum, til að tryggja að starfsemi okkar væri í fullu samræmi við kröfur yfirvalda.Réttindi starfsmanna Backroads – Ólíkt flestum ferðaskrifstofum, sem gera verksamninga við leiðsögumenn, gera Backroads ráðningarsamninga við íslenska starfsmenn og njóta þeir því allra réttinda sem slíkir.Launamál – Laun sem Backroads greiðir íslenskum leiðsögumönnum eru hærri en kveðið er á um í viðeigandi kjarasamningum. Laun eru síðan hækkuð árlega eftir starfsreynslu.Fagleg ferðaþjónusta EKKI hagnýting námsmanna – Ekkert af því góða fólki sem leiðir hópa á vegum Backroads á Íslandi eru námsmenn. Meðaldur er 30 ára með faglegan bakgrunn og allir hafa undirgengist þjálfun og eru með fagþekkingu innan ferðamála.Frábær vinnuveitandi – Það starfa nú 230 manns við leiðsögn hópa á vegum Backroads innan EES, þar sem meðalstarfsaldur er 6 ár og 95% starfsmanna starfa áfram eftir reynslutíma. Við erum stolt af því að vera frábær vinnuveitandi og bjóðum Íslendingum sem hafa þekkingu og reynslu til að ganga í lið með okkur!Aðbúnaður – Backroads flytur inn aðbúnað til Íslands frá Frakklandi og flytur síðan aftur út að tímabili loknu. Er öll skjalagerð og tollafgreiðsla í samræmi við ATA Carnet sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall. Frá árinu 2015 höfum við flutt aðbúnað til og frá Íslandi með Eimskip og unnið með íslenskum tollyfirvöldum til að tryggja að greiddir séu viðeigandi skattar og gjöld.Bifreiðar – Bifreiðar sem Backroads notar á Íslandi eru níu farþega smárútur sem eingöngu eru notaðar til að þjóna gestum á vegum Backroads. Bifreiðarnar og notkun þeirra á Íslandi er í fullu samræmi við reglur EES og áskilja ekki sérstök akstursleyfi. Backroads hefur rekið farsæla ferðaþjónustu víðs vegar um heim í 39 ár og erum við stolt af því að bjóða upp á ferðir til Íslands. Við gerum okkur grein fyrir því að Backroads geti verið hentugt skotmark samkeppnisaðila í ljósi fjárfestinga okkar á Íslandi og fyrirferðar innan ferðaþjónustunnar. Það sem fram kemur í áðurgreindri frétt í Fréttablaðinu og haft er eftir viðmælendum blaðsins þykir okkur hins vegar fela í sér alvarlegar rangfærslur. Skorum við á blaðamann Fréttablaðsins að viðhafa fagleg vinnubrögð í framtíðinni og hafa beint samband við okkur til að afla réttra upplýsinga um starfsemi okkar. Við munum eftir sem áður vinna af einurð og hollustu með íslenskum samstarfsaðilum til að sýna viðskiptavinum okkar það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Höfundur er stofnandi og forstjóri Backroads Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um. Vegna þeirra rangfærslna sem fram komu í fréttinni viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Backroads skipuleggur svokallaðar ævintýraferðir frá Bandaríkjunum og hefur skipulagt ferðir til Íslands í rúm sjö ár. Við dáum Ísland, menningu landsins, náttúru og allt það stórkostlega fólk sem við höfum unnið með þar. Blaðamaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir eða reynir ekki að útskýra hvað Backroads leggur til íslensks samfélags. Við eigum í viðskiptum við yfir 75 aðila á Íslandi, hótel, veitingastaði og aðra þjónustuaðila og hefur Backroads greitt til þeirra um 2,5 milljarða króna frá því við hófum starfsemi þar. Auk þess ætlum við að viðskiptavinir Backroads hafi lagt til ríflega einn milljarð króna til ferðaþjónustuaðila á Íslandi, með því að greiða fyrir húsnæði, fæði og aðra þjónustu, bæði fyrir og eftir ferðir á vegum Backroads. Eru þá ótalin viðskipti við íslensk flugfélög. Þá viljum við taka fram að við erum stolt af þeim stuðningi sem fjöldi samstarfsaðila á Íslandi hefur veitt okkur eftir að fyrrnefnd frétt var birt í Fréttablaðinu.Lögmæti starfsemi – starfsemi Backroads á Íslandi er í fullu samræmi við íslensk lög og reglur EES. Í júlí 2016 áttum við fundi með yfirvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi, þ.m.t. stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélögum og skattyfirvöldum, til að tryggja að starfsemi okkar væri í fullu samræmi við kröfur yfirvalda.Réttindi starfsmanna Backroads – Ólíkt flestum ferðaskrifstofum, sem gera verksamninga við leiðsögumenn, gera Backroads ráðningarsamninga við íslenska starfsmenn og njóta þeir því allra réttinda sem slíkir.Launamál – Laun sem Backroads greiðir íslenskum leiðsögumönnum eru hærri en kveðið er á um í viðeigandi kjarasamningum. Laun eru síðan hækkuð árlega eftir starfsreynslu.Fagleg ferðaþjónusta EKKI hagnýting námsmanna – Ekkert af því góða fólki sem leiðir hópa á vegum Backroads á Íslandi eru námsmenn. Meðaldur er 30 ára með faglegan bakgrunn og allir hafa undirgengist þjálfun og eru með fagþekkingu innan ferðamála.Frábær vinnuveitandi – Það starfa nú 230 manns við leiðsögn hópa á vegum Backroads innan EES, þar sem meðalstarfsaldur er 6 ár og 95% starfsmanna starfa áfram eftir reynslutíma. Við erum stolt af því að vera frábær vinnuveitandi og bjóðum Íslendingum sem hafa þekkingu og reynslu til að ganga í lið með okkur!Aðbúnaður – Backroads flytur inn aðbúnað til Íslands frá Frakklandi og flytur síðan aftur út að tímabili loknu. Er öll skjalagerð og tollafgreiðsla í samræmi við ATA Carnet sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall. Frá árinu 2015 höfum við flutt aðbúnað til og frá Íslandi með Eimskip og unnið með íslenskum tollyfirvöldum til að tryggja að greiddir séu viðeigandi skattar og gjöld.Bifreiðar – Bifreiðar sem Backroads notar á Íslandi eru níu farþega smárútur sem eingöngu eru notaðar til að þjóna gestum á vegum Backroads. Bifreiðarnar og notkun þeirra á Íslandi er í fullu samræmi við reglur EES og áskilja ekki sérstök akstursleyfi. Backroads hefur rekið farsæla ferðaþjónustu víðs vegar um heim í 39 ár og erum við stolt af því að bjóða upp á ferðir til Íslands. Við gerum okkur grein fyrir því að Backroads geti verið hentugt skotmark samkeppnisaðila í ljósi fjárfestinga okkar á Íslandi og fyrirferðar innan ferðaþjónustunnar. Það sem fram kemur í áðurgreindri frétt í Fréttablaðinu og haft er eftir viðmælendum blaðsins þykir okkur hins vegar fela í sér alvarlegar rangfærslur. Skorum við á blaðamann Fréttablaðsins að viðhafa fagleg vinnubrögð í framtíðinni og hafa beint samband við okkur til að afla réttra upplýsinga um starfsemi okkar. Við munum eftir sem áður vinna af einurð og hollustu með íslenskum samstarfsaðilum til að sýna viðskiptavinum okkar það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Höfundur er stofnandi og forstjóri Backroads
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar