35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Benedikt Bóas skrifar 19. maí 2018 07:15 Geimskutlan á baki Boeing 747 þotu. Skutlan var sú fyrsta sem var smíðuð af NASA. NordicPhotos/getty Boeing 747 burðarþota með geimskutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávaðanum sem fylgdi Boeing-vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var smíðuð hjá Rockwell-verksmiðjunum og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera tilraunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747-þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutlunnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flugvéla með blindflugsheimild. „Einkaflugmenn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni fréttinni sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Boeing 747 burðarþota með geimskutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávaðanum sem fylgdi Boeing-vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var smíðuð hjá Rockwell-verksmiðjunum og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera tilraunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747-þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutlunnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flugvéla með blindflugsheimild. „Einkaflugmenn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni fréttinni sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira