Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2018 10:27 Mikil reiði hefur brotist út á Facebookvegg Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fordæmd fortakslaust. Valdimar Ármann er forstjóri Gamma. Leiga á íbúðum í eigu Gamma hefur hækkað um 50 til 70 prósent á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu. Þar greinir hann frá athugun sem fram hefur farið á vegum stéttarfélagsins. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdakerfum á Facebooksíðu Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fortakslaust fordæmd. „Eftir að hafa farið yfir hluta þeirra gagna sem okkur hefur borist undanfarna daga liggur fyrir að Almenna leigufélagið sem er í eigu sjóða Gamma, til að fela raunverulegt eignarhald er virðist, sker sig nokkuð úr hvað varðar málafjölda. Dæmin eru svo sláandi. Þar voru einstaklingar og fjölskyldur að fá bréf um hvort þeir ætli að endurnýja 12 mánaða samning til næstu 12 mánaða með tugþúsunda hækkun á leigu.“Gríðarlegar hækkanir á leigumarkaði Ragnar Þór segir að um sé að ræða 50 til 70 prósenta hækkanir á rúmum tveimur árum.Mörg tilfelli eru af einstaklingum og tekjulágum fjölskyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráðstöfunartekjum til að brauðfæða sig og sína og eru margir skiljanlega í áfalli og standa ráðþrota gagnvart þessu. Valkosturinn er að taka þessu eða enda á götunni. Formaður VR segir að þau hjá stéttarfélaginu séu einnig með dæmi um að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félagsins og að það sé rukkað um rúmlega 120 þúsund krónur í flutningsgjald.Leigjendur margir hverjir, skjólstæðingar VR, eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelmOg í flestum tilfellum sé það krafið um hærri tryggingar í nýjum samningum. „Einnig er reynt að lauma inn í samninga að leigjandi greiði 95.000 kr. fyrir málningarvinnu eða skili af sér nýmáluðu ef leigusamningi er sagt upp.“Sláandi fagurgali að mati formannsins Ragnar Þór birtir þá póst frá Almenna leigufélaginu sem hann segir staðlaðan, og sjá má hér að neðan. „Sæll XXXXX, Nú líður að lokum leigusamnings og því langar mig til þess að kanna hvort þú hafðir hugsað þér að endurnýja leigusamninginn. Við getum boðið þér samning til allt að eins árs á kr. xxx.xxx.- á mánuði. Endilega láttu mig vita sem fyrst hvað þú vilt gera.“ Að sögn Ragnars Þórs hækkar leigan í öllum tilfellum um tugi þúsunda eins og hún hafði gert 12 mánuðum fyrr. Formaðurinn vísar til heimasíðu Almenna leigufélagsins þar sem segir meðal annars að félagið vilji vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapist ávinningur fyrir alla; samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Þar segir einnig að lagt sé upp úr því að á milli leigufélags og leigjenda ríki traust og að þeir búi við öryggi á húsnæðismarkaði. „Þvílík og önnur eins öfugmæli!“ segir formaðurinn við þeim innistæðulausa fagurgala, að hann telur, hneykslaður. Húsnæðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Leiga á íbúðum í eigu Gamma hefur hækkað um 50 til 70 prósent á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu. Þar greinir hann frá athugun sem fram hefur farið á vegum stéttarfélagsins. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdakerfum á Facebooksíðu Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fortakslaust fordæmd. „Eftir að hafa farið yfir hluta þeirra gagna sem okkur hefur borist undanfarna daga liggur fyrir að Almenna leigufélagið sem er í eigu sjóða Gamma, til að fela raunverulegt eignarhald er virðist, sker sig nokkuð úr hvað varðar málafjölda. Dæmin eru svo sláandi. Þar voru einstaklingar og fjölskyldur að fá bréf um hvort þeir ætli að endurnýja 12 mánaða samning til næstu 12 mánaða með tugþúsunda hækkun á leigu.“Gríðarlegar hækkanir á leigumarkaði Ragnar Þór segir að um sé að ræða 50 til 70 prósenta hækkanir á rúmum tveimur árum.Mörg tilfelli eru af einstaklingum og tekjulágum fjölskyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráðstöfunartekjum til að brauðfæða sig og sína og eru margir skiljanlega í áfalli og standa ráðþrota gagnvart þessu. Valkosturinn er að taka þessu eða enda á götunni. Formaður VR segir að þau hjá stéttarfélaginu séu einnig með dæmi um að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félagsins og að það sé rukkað um rúmlega 120 þúsund krónur í flutningsgjald.Leigjendur margir hverjir, skjólstæðingar VR, eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelmOg í flestum tilfellum sé það krafið um hærri tryggingar í nýjum samningum. „Einnig er reynt að lauma inn í samninga að leigjandi greiði 95.000 kr. fyrir málningarvinnu eða skili af sér nýmáluðu ef leigusamningi er sagt upp.“Sláandi fagurgali að mati formannsins Ragnar Þór birtir þá póst frá Almenna leigufélaginu sem hann segir staðlaðan, og sjá má hér að neðan. „Sæll XXXXX, Nú líður að lokum leigusamnings og því langar mig til þess að kanna hvort þú hafðir hugsað þér að endurnýja leigusamninginn. Við getum boðið þér samning til allt að eins árs á kr. xxx.xxx.- á mánuði. Endilega láttu mig vita sem fyrst hvað þú vilt gera.“ Að sögn Ragnars Þórs hækkar leigan í öllum tilfellum um tugi þúsunda eins og hún hafði gert 12 mánuðum fyrr. Formaðurinn vísar til heimasíðu Almenna leigufélagsins þar sem segir meðal annars að félagið vilji vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapist ávinningur fyrir alla; samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Þar segir einnig að lagt sé upp úr því að á milli leigufélags og leigjenda ríki traust og að þeir búi við öryggi á húsnæðismarkaði. „Þvílík og önnur eins öfugmæli!“ segir formaðurinn við þeim innistæðulausa fagurgala, að hann telur, hneykslaður.
Húsnæðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira