Ekki hægt að rekja hver skoðar gögnin Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Dæmi eru um að lýsingar á áverkum á kynfærum kvenna séu opnar öllum starfsmönnum dómstóla. Vísir/eyþór Málaskrárkerfi dómstólanna er opið öllum starfsmönnum dómstóla. Þar eru persónugreinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðisbrotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófullnægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönnum,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, húsleitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Kristrún Kristinsdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðlileg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksóknari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störfuðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar.Fyrirsögn fréttarinnar, sem er úr Fréttablaðinu í morgun, var breytt þar sem í henni var fullyrt að starfsmenn dómstóla lækju trúnaðargögnum án þess að það væri útskýrt í fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Málaskrárkerfi dómstólanna er opið öllum starfsmönnum dómstóla. Þar eru persónugreinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðisbrotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófullnægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönnum,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, húsleitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Kristrún Kristinsdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðlileg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksóknari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störfuðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar.Fyrirsögn fréttarinnar, sem er úr Fréttablaðinu í morgun, var breytt þar sem í henni var fullyrt að starfsmenn dómstóla lækju trúnaðargögnum án þess að það væri útskýrt í fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32