Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2018 22:58 Oliver North á ársþingi NRA um helgina. vísir/getty Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratug síðustu aldar vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. North, sem vann fyrir öryggisráð Ronald Reagan í forsetatíð hans, var dæmdur árið 1989 fyrir að selja vopn til Írans. Vopnasalan var ólögleg þar sem Íran sætti viðskiptabanni en hagnaðurinn var notaður til að fjármagna kontra-uppreisnarsveitirnar í Níkaragva en Bandaríkjaforseti studdi sveitirnar. Árið 1991 var dómnum yfir North snúið við þar sem saksóknarar töldu sig ekki geta sannað að þeir sem báru vitni gegn honum væru ekki litaðir af skýrslu sem North gaf Bandaríkjaþingi á sínum tíma um málið. Var North veitt friðhelgi varðandi það sem hann greindi frá í þeirri skýrslutöku. Íran-kontra-skandallinn er eitt mesta hneyksli síðari tíma í bandarískum stjórnmálum og því vekur það óneitanlega athygli að NRA skuli velja sér North sem forseta nú. North hefur á undanförnum árum reynt fyrir sér sem stjórnmálaskýrandi og sjónvarpsmaður en hann starfaði á sjónvarpsstöðinni Fox News. Samtök byssueigenda eru ein stærstu og öflugustu hagsmunasamtökin í Bandaríkjunum en barátta þeirra fyrir rétti fólks til að eiga byssur er umdeild, ekki síst í ljósi þeirra fjölda skotárása sem verið hafa í landinu undanfarin misseri. Þar á meðal er ein sú mannskæðasta í sögunni þegar Stephen Paddock skaut 58 manns til bana í Las Vegas í október í fyrra. Níkaragva Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratug síðustu aldar vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. North, sem vann fyrir öryggisráð Ronald Reagan í forsetatíð hans, var dæmdur árið 1989 fyrir að selja vopn til Írans. Vopnasalan var ólögleg þar sem Íran sætti viðskiptabanni en hagnaðurinn var notaður til að fjármagna kontra-uppreisnarsveitirnar í Níkaragva en Bandaríkjaforseti studdi sveitirnar. Árið 1991 var dómnum yfir North snúið við þar sem saksóknarar töldu sig ekki geta sannað að þeir sem báru vitni gegn honum væru ekki litaðir af skýrslu sem North gaf Bandaríkjaþingi á sínum tíma um málið. Var North veitt friðhelgi varðandi það sem hann greindi frá í þeirri skýrslutöku. Íran-kontra-skandallinn er eitt mesta hneyksli síðari tíma í bandarískum stjórnmálum og því vekur það óneitanlega athygli að NRA skuli velja sér North sem forseta nú. North hefur á undanförnum árum reynt fyrir sér sem stjórnmálaskýrandi og sjónvarpsmaður en hann starfaði á sjónvarpsstöðinni Fox News. Samtök byssueigenda eru ein stærstu og öflugustu hagsmunasamtökin í Bandaríkjunum en barátta þeirra fyrir rétti fólks til að eiga byssur er umdeild, ekki síst í ljósi þeirra fjölda skotárása sem verið hafa í landinu undanfarin misseri. Þar á meðal er ein sú mannskæðasta í sögunni þegar Stephen Paddock skaut 58 manns til bana í Las Vegas í október í fyrra.
Níkaragva Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira