Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 21:27 Donald Trump og John Kelly. Vísir/GETTY John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, telur sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. Kelly mun hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til. Þetta hefur NBC eftir átta núverandi og fyrrverandi embættismönnum sem starfa eða störfuðu innan veggja Hvíta hússins.Fjórir af heimildarmönnum NBC segjast hafa heyrt Kelly kalla Trump fífl nokkrum sinnum. „Hann veit ekki einu sinni hvað DACA er. Hann er fífl. Við þurfum að bjarga honum frá sjálfum sér,“ sögðust tveir heimildarmenn NBC hafa heyrt Kelly segja um Trump. Talsmenn Hvíta hússins draga þó í efa að hershöfðinn fyrrverandi hefði gert slíkt. Starfsmennirnir segja ólíklegt að Kelly muni endast lengi í starfi sínu. Hann sé bæði orðinn þreyttur á Trump og forsetinn orðinn þreyttur á honum. Starfsandi Hvíta húsins hefur versnað að undanförnu undir stjórn Kelly sem hefur þurft að horfa upp á áhrif sín minnka mikið. Kelly segir lítið til í þessum fregnum. „Ég ver meiri tíma með forsetanum en nokkur annar og samband okkar er hreinskilið og sterkt. Hann veit alltaf hvar ég stend og við vitum báðir að þessi frétt er kjaftæði,“ hafa blaðamenn Hvíta hússins eftir Kelly. Enn fremur sagði hann þetta vera enn eina aumkunarlega tilraun til að koma óorði á nánustu starfsmenn Trump. NBC sagði frá því í fyrra að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kallaði Trump „fávita“ í návist starfsmanna Hvíta hússins. Tillerson neitaði að ræða við blaðamenn um hvort hann hefði kallað forsetann fávita og sagði frekar að sá hluti fréttarinnar sem fjallaði um að hann væri að íhuga að segja af sér væri rangur. Trump skoraði á Tillerson í greindarvísitölupróf og rak hann svo með tísti fimm mánuðum seinna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, telur sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. Kelly mun hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til. Þetta hefur NBC eftir átta núverandi og fyrrverandi embættismönnum sem starfa eða störfuðu innan veggja Hvíta hússins.Fjórir af heimildarmönnum NBC segjast hafa heyrt Kelly kalla Trump fífl nokkrum sinnum. „Hann veit ekki einu sinni hvað DACA er. Hann er fífl. Við þurfum að bjarga honum frá sjálfum sér,“ sögðust tveir heimildarmenn NBC hafa heyrt Kelly segja um Trump. Talsmenn Hvíta hússins draga þó í efa að hershöfðinn fyrrverandi hefði gert slíkt. Starfsmennirnir segja ólíklegt að Kelly muni endast lengi í starfi sínu. Hann sé bæði orðinn þreyttur á Trump og forsetinn orðinn þreyttur á honum. Starfsandi Hvíta húsins hefur versnað að undanförnu undir stjórn Kelly sem hefur þurft að horfa upp á áhrif sín minnka mikið. Kelly segir lítið til í þessum fregnum. „Ég ver meiri tíma með forsetanum en nokkur annar og samband okkar er hreinskilið og sterkt. Hann veit alltaf hvar ég stend og við vitum báðir að þessi frétt er kjaftæði,“ hafa blaðamenn Hvíta hússins eftir Kelly. Enn fremur sagði hann þetta vera enn eina aumkunarlega tilraun til að koma óorði á nánustu starfsmenn Trump. NBC sagði frá því í fyrra að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kallaði Trump „fávita“ í návist starfsmanna Hvíta hússins. Tillerson neitaði að ræða við blaðamenn um hvort hann hefði kallað forsetann fávita og sagði frekar að sá hluti fréttarinnar sem fjallaði um að hann væri að íhuga að segja af sér væri rangur. Trump skoraði á Tillerson í greindarvísitölupróf og rak hann svo með tísti fimm mánuðum seinna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira