Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. apríl 2018 07:00 Lögreglan telur sig hafa haldgóð sönnungargögn í máli Sindra. Vísir/getty Mikið magn símagagna, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar eru meðal sönnunargagna sem lögregla hefur aflað í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem er á flótta, grunaður um stórfelldan þjófnað á tölvum úr gagnaverum. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór sendi Fréttablaðinu í fyrradag og fjallað var um í blaðinu í gær, segir hann að lögregla hafi engin sönnunargögn í máli hans. Gæsluvarðhaldsúrskurðir sem kveðnir hafa verið upp í máli hans benda þó til annars. Í úrskurði sem kveðinn var upp 21. mars síðastliðinn kemur fram að mikið magn símagagna sem rakin eru til Sindra hafi að geyma mikilvægar upplýsingar um aðdraganda og framkvæmd innbrotanna. Einnig hafi við húsleit hjá Sindra fundist teikningar sem taldar eru af gagnaverinu sem brotist var inn í 16. janúar. Þá er vísað til gagna sem sögð eru benda til þess að Sindri hafi tekið sendibifreiðar á leigu í kringum þann tíma sem innbrotin voru framin. Einum þessara bíla svipar mjög til bíls sem öryggisvörður sá, sem hafði um tíma stöðu grunaðs manns í málinu, benti á, þegar hann bar vitni um menn sem krafið höfðu hann um upplýsingar um öryggiskerfi í því gagnaveri sem brotist var inn í 16. janúar. Símagögnin sem vikið er að í úrskurðinum eru sögð varpa ljósi á samskipti Sindra við ætlaða samverkamenn hans, sem búsettir eru bæði hér á landi og á Spáni, en Sindri og nokkrir félaga hans, munu hafa fest kaup á fasteignum þar í landi og hugðist Sindri flytjast búferlum til Spánar áður en hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Þrátt fyrir að lögregla telji sig hafa haldgóð sönnunargögn í máli Sindra virðist hún engu nær um verustað hinna horfnu tölva. Hinn ætlaði þjófur er einnig týndur sem og eigandi tölvanna, sem hefur raunar aldrei stigið fram í dagsljósið. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Sjá meira
Mikið magn símagagna, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar eru meðal sönnunargagna sem lögregla hefur aflað í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem er á flótta, grunaður um stórfelldan þjófnað á tölvum úr gagnaverum. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór sendi Fréttablaðinu í fyrradag og fjallað var um í blaðinu í gær, segir hann að lögregla hafi engin sönnunargögn í máli hans. Gæsluvarðhaldsúrskurðir sem kveðnir hafa verið upp í máli hans benda þó til annars. Í úrskurði sem kveðinn var upp 21. mars síðastliðinn kemur fram að mikið magn símagagna sem rakin eru til Sindra hafi að geyma mikilvægar upplýsingar um aðdraganda og framkvæmd innbrotanna. Einnig hafi við húsleit hjá Sindra fundist teikningar sem taldar eru af gagnaverinu sem brotist var inn í 16. janúar. Þá er vísað til gagna sem sögð eru benda til þess að Sindri hafi tekið sendibifreiðar á leigu í kringum þann tíma sem innbrotin voru framin. Einum þessara bíla svipar mjög til bíls sem öryggisvörður sá, sem hafði um tíma stöðu grunaðs manns í málinu, benti á, þegar hann bar vitni um menn sem krafið höfðu hann um upplýsingar um öryggiskerfi í því gagnaveri sem brotist var inn í 16. janúar. Símagögnin sem vikið er að í úrskurðinum eru sögð varpa ljósi á samskipti Sindra við ætlaða samverkamenn hans, sem búsettir eru bæði hér á landi og á Spáni, en Sindri og nokkrir félaga hans, munu hafa fest kaup á fasteignum þar í landi og hugðist Sindri flytjast búferlum til Spánar áður en hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Þrátt fyrir að lögregla telji sig hafa haldgóð sönnunargögn í máli Sindra virðist hún engu nær um verustað hinna horfnu tölva. Hinn ætlaði þjófur er einnig týndur sem og eigandi tölvanna, sem hefur raunar aldrei stigið fram í dagsljósið.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01