Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. apríl 2018 07:00 Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í Amsterdam seint á sunnudag eftir tæpa viku á flótta. LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Sindri Þór Stefánsson, sem var handtekinn í Amsterdam á sunnudag, verður leiddur fyrir dómara þar í borg í dag sem tekur ákvörðun um hvort Sindri verði sviptur frelsi sínu þar til afstaða þarlendra yfirvalda til framsalskröfu íslenskra yfirvalda liggur fyrir. Sakaferill Sindra nær aftur til ársins 2003 og hlaut hann á fyrstu árum glæpaferils síns fjölda dóma fyrir vörslu fíkniefna, umferðarlagabrot og þjófnað. Meðal þess sem Sindri hefur verið dæmdur fyrir að taka ófrjálsri hendi eru fimm fartölvur sem hann stal í Glerárskóla á Akureyri árið 2006 ásamt myndavél, skjávarpa, flakkara og stílabókum með verkefnum nemenda og kennara. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir þjófnað á ýmiss konar öðrum raftækjum, skartgripum og reiðufé, bæði úr íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Sindri hefur einnig hlotið dóma fyrir hylmingu og fyrir að hafa haft þýfi í sinni vörslu. Má þar til dæmis nefna tvö hraðblikkandi blá toppljós, gult vinnuljós með snúningi, hvítt hraðblikkandi ljós undir flugvélar og ýmislegt annað þýfi úr innbrotum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Árið 2007 hlaut hann dóm fyrir tilraun til fjársvika er hann bókaði gistingu á Hótel Holti, pantaði þar veitingar og gaf upp númer greiðslukorts í eigu Akureyrarbæjar. Er hann hugðist nota sömu kortaupplýsingar til að panta gistingu á Fosshótel Lind nokkru síðar var Akureyrarkaupstaður búinn að láta loka kortinu.Sjá einnig: Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun Árið 2010 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Sindri hafi, að sögn hans sjálfs fyrir dómi, stofnað fjölskyldu og eigi barn með sambýliskonu sinni. Hann hafi fengið skólavist eftir áramót og verið í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda.Tók nú við gott tímabil í lífi Sindra, eins og hann hefur sjálfur lýst í grein í Pressunni í október 2013 þar sem hann þakkar SÁÁ hjálpina og líkir bata sínum við kraftaverk en hann hafi verið edrú í tvö ár og tíu mánuði. Þó játaði hann skýlaust fyrir dómi nokkru síðar að hafa verið iðinn við fíkniefnaflutninga frá Reykjavík til Akureyrar vikurnar og mánuðina áður en fyrrnefnd grein var skrifuð. Síðan þá hefur hann tvívegis hlotið dóma fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Hinn 31. mars 2017 var Sindri dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann staðið fyrir umtalsverðri fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði á Seltjarnarnesi haustið 2014. Þá var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi 27. nóvember síðastliðinn fyrir umtalsverða kannabisræktun í húsi á Grenivík í maí 2016. Var við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að Sindri kvaðst fyrir dómi ekki neyta fíkniefna, hann væri fjölskyldumaður og starfaði sem tölvunarfræðingur í eigin rekstri. Birtist í Fréttablaðinu Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, sem var handtekinn í Amsterdam á sunnudag, verður leiddur fyrir dómara þar í borg í dag sem tekur ákvörðun um hvort Sindri verði sviptur frelsi sínu þar til afstaða þarlendra yfirvalda til framsalskröfu íslenskra yfirvalda liggur fyrir. Sakaferill Sindra nær aftur til ársins 2003 og hlaut hann á fyrstu árum glæpaferils síns fjölda dóma fyrir vörslu fíkniefna, umferðarlagabrot og þjófnað. Meðal þess sem Sindri hefur verið dæmdur fyrir að taka ófrjálsri hendi eru fimm fartölvur sem hann stal í Glerárskóla á Akureyri árið 2006 ásamt myndavél, skjávarpa, flakkara og stílabókum með verkefnum nemenda og kennara. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir þjófnað á ýmiss konar öðrum raftækjum, skartgripum og reiðufé, bæði úr íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Sindri hefur einnig hlotið dóma fyrir hylmingu og fyrir að hafa haft þýfi í sinni vörslu. Má þar til dæmis nefna tvö hraðblikkandi blá toppljós, gult vinnuljós með snúningi, hvítt hraðblikkandi ljós undir flugvélar og ýmislegt annað þýfi úr innbrotum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Árið 2007 hlaut hann dóm fyrir tilraun til fjársvika er hann bókaði gistingu á Hótel Holti, pantaði þar veitingar og gaf upp númer greiðslukorts í eigu Akureyrarbæjar. Er hann hugðist nota sömu kortaupplýsingar til að panta gistingu á Fosshótel Lind nokkru síðar var Akureyrarkaupstaður búinn að láta loka kortinu.Sjá einnig: Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun Árið 2010 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Sindri hafi, að sögn hans sjálfs fyrir dómi, stofnað fjölskyldu og eigi barn með sambýliskonu sinni. Hann hafi fengið skólavist eftir áramót og verið í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda.Tók nú við gott tímabil í lífi Sindra, eins og hann hefur sjálfur lýst í grein í Pressunni í október 2013 þar sem hann þakkar SÁÁ hjálpina og líkir bata sínum við kraftaverk en hann hafi verið edrú í tvö ár og tíu mánuði. Þó játaði hann skýlaust fyrir dómi nokkru síðar að hafa verið iðinn við fíkniefnaflutninga frá Reykjavík til Akureyrar vikurnar og mánuðina áður en fyrrnefnd grein var skrifuð. Síðan þá hefur hann tvívegis hlotið dóma fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Hinn 31. mars 2017 var Sindri dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann staðið fyrir umtalsverðri fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði á Seltjarnarnesi haustið 2014. Þá var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi 27. nóvember síðastliðinn fyrir umtalsverða kannabisræktun í húsi á Grenivík í maí 2016. Var við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að Sindri kvaðst fyrir dómi ekki neyta fíkniefna, hann væri fjölskyldumaður og starfaði sem tölvunarfræðingur í eigin rekstri.
Birtist í Fréttablaðinu Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?