Barátta dólganna Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. apríl 2018 10:00 Á dögunum undirrituðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi yfirlýsingu þar sem andúð er lýst á þeim óhróðri og undirróðursstarfsemi sem er hvimleiður fylgifiskur kosningabaráttu. Þetta er ágætis framtak hjá stjórnmálaflokkunum en ólíklegt er að það dugi eitt og sér til að stemma stigu við subbuskap í kosningabaráttu. Alltaf finnst fólk sem missir stjórn á sér fyrir kosningar og hagar sér á þann hátt að engu er líkara en það sé að ganga af göflunum. Það sér ekkert athugavert við að sýna ofsa sinn enda telur það allar leiðir réttlætanlegar til að varna því að pólitískir andstæðingar flokksins sem þeir styðja komist til valda. Þessir einstaklingar hreiðra um sig á netinu þar sem þeir geta athafnað sig að vild. Þar birta þeir myndbönd með fullyrðingum um vanhæfni frambjóðenda, hæðast að þeim á allan hátt og koma svæsnum slúðursögum í umferð. Þar sem athæfi þessara einstaklinga einkennist fyrst og fremst af dólgshætti treysta þeir sér yfirleitt ekki til að starfa undir nafni heldur vinna verk sín í skjóli nafnleysis. Innst inni hljóta þeir að vita að það sem þeir eru að aðhafast telst ekki gjaldgengt í siðaðra manna samfélagi. Samt vonast þeir til að komast upp með það. Erfitt er að mæla áhrif óhróðurs í kosningabaráttu. Þegar litið er til forsetakosninga verður samt ekki annað séð en að subbuskapurinn hafi snúist í höndum þeirra sem honum beittu. Núverandi forseti og þeir forsetar sem á undan honum sátu urðu að þola alls kyns óhróður. Þetta mæltist afar illa fyrir meðal kjósenda. Vopnin snerust einfaldlega illilega í höndum þeirra sem þeim beittu. Það er greinilegt að Íslendingar vilja að kosningabarátta í forsetakosningum sé heiðarleg og sanngjörn. Engin sérstök ástæða er til að ætla að önnur lögmál gildi í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Flestar manneskjur eru aldar upp við það að sýna kurteisi og þegar þær sjá allar kurteisisvenjur víkja í kosningabaráttu og heiftina taka völdin þá er þeim illa misboðið. Dólgarnir sem halda sig vera að vinna flokki sínum gagn með svívirðingum um aðra eru í reynd að stórskaða hann. Þetta vita flestir stjórnmálamenn og sjá því hag sinn í því að skrifa undir samkomulag eins og það sem gert var á dögunum. Subbuleg kosningabarátta setur stjórnmálin á afar lágt plan. Með slíkri baráttu er líka gengið út frá því að kjósendur séu bjánar sem hægt sé að teyma á asnaeyrum á kjörstað. Yfirlýsing fulltrúa stjórnmálaflokkanna um að þeir fordæmi óhróður í kosningabaráttu mun ekki fá netsóðana til að breytast í kurteisa einstaklinga. Yfirlýsingin er samt mikilvæg vegna þess að hún er staðfesting á því að sóðaskapur í kosningabaráttu sé í óþökk stjórnmálaflokkanna. Setji einhver óhróður fram í nafni þeirra hafa flokkarnir skuldbundið sig, með undirskrift, til að bregðast hart við og fordæma hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Sjá meira
Á dögunum undirrituðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi yfirlýsingu þar sem andúð er lýst á þeim óhróðri og undirróðursstarfsemi sem er hvimleiður fylgifiskur kosningabaráttu. Þetta er ágætis framtak hjá stjórnmálaflokkunum en ólíklegt er að það dugi eitt og sér til að stemma stigu við subbuskap í kosningabaráttu. Alltaf finnst fólk sem missir stjórn á sér fyrir kosningar og hagar sér á þann hátt að engu er líkara en það sé að ganga af göflunum. Það sér ekkert athugavert við að sýna ofsa sinn enda telur það allar leiðir réttlætanlegar til að varna því að pólitískir andstæðingar flokksins sem þeir styðja komist til valda. Þessir einstaklingar hreiðra um sig á netinu þar sem þeir geta athafnað sig að vild. Þar birta þeir myndbönd með fullyrðingum um vanhæfni frambjóðenda, hæðast að þeim á allan hátt og koma svæsnum slúðursögum í umferð. Þar sem athæfi þessara einstaklinga einkennist fyrst og fremst af dólgshætti treysta þeir sér yfirleitt ekki til að starfa undir nafni heldur vinna verk sín í skjóli nafnleysis. Innst inni hljóta þeir að vita að það sem þeir eru að aðhafast telst ekki gjaldgengt í siðaðra manna samfélagi. Samt vonast þeir til að komast upp með það. Erfitt er að mæla áhrif óhróðurs í kosningabaráttu. Þegar litið er til forsetakosninga verður samt ekki annað séð en að subbuskapurinn hafi snúist í höndum þeirra sem honum beittu. Núverandi forseti og þeir forsetar sem á undan honum sátu urðu að þola alls kyns óhróður. Þetta mæltist afar illa fyrir meðal kjósenda. Vopnin snerust einfaldlega illilega í höndum þeirra sem þeim beittu. Það er greinilegt að Íslendingar vilja að kosningabarátta í forsetakosningum sé heiðarleg og sanngjörn. Engin sérstök ástæða er til að ætla að önnur lögmál gildi í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Flestar manneskjur eru aldar upp við það að sýna kurteisi og þegar þær sjá allar kurteisisvenjur víkja í kosningabaráttu og heiftina taka völdin þá er þeim illa misboðið. Dólgarnir sem halda sig vera að vinna flokki sínum gagn með svívirðingum um aðra eru í reynd að stórskaða hann. Þetta vita flestir stjórnmálamenn og sjá því hag sinn í því að skrifa undir samkomulag eins og það sem gert var á dögunum. Subbuleg kosningabarátta setur stjórnmálin á afar lágt plan. Með slíkri baráttu er líka gengið út frá því að kjósendur séu bjánar sem hægt sé að teyma á asnaeyrum á kjörstað. Yfirlýsing fulltrúa stjórnmálaflokkanna um að þeir fordæmi óhróður í kosningabaráttu mun ekki fá netsóðana til að breytast í kurteisa einstaklinga. Yfirlýsingin er samt mikilvæg vegna þess að hún er staðfesting á því að sóðaskapur í kosningabaráttu sé í óþökk stjórnmálaflokkanna. Setji einhver óhróður fram í nafni þeirra hafa flokkarnir skuldbundið sig, með undirskrift, til að bregðast hart við og fordæma hann.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun