Barátta dólganna Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. apríl 2018 10:00 Á dögunum undirrituðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi yfirlýsingu þar sem andúð er lýst á þeim óhróðri og undirróðursstarfsemi sem er hvimleiður fylgifiskur kosningabaráttu. Þetta er ágætis framtak hjá stjórnmálaflokkunum en ólíklegt er að það dugi eitt og sér til að stemma stigu við subbuskap í kosningabaráttu. Alltaf finnst fólk sem missir stjórn á sér fyrir kosningar og hagar sér á þann hátt að engu er líkara en það sé að ganga af göflunum. Það sér ekkert athugavert við að sýna ofsa sinn enda telur það allar leiðir réttlætanlegar til að varna því að pólitískir andstæðingar flokksins sem þeir styðja komist til valda. Þessir einstaklingar hreiðra um sig á netinu þar sem þeir geta athafnað sig að vild. Þar birta þeir myndbönd með fullyrðingum um vanhæfni frambjóðenda, hæðast að þeim á allan hátt og koma svæsnum slúðursögum í umferð. Þar sem athæfi þessara einstaklinga einkennist fyrst og fremst af dólgshætti treysta þeir sér yfirleitt ekki til að starfa undir nafni heldur vinna verk sín í skjóli nafnleysis. Innst inni hljóta þeir að vita að það sem þeir eru að aðhafast telst ekki gjaldgengt í siðaðra manna samfélagi. Samt vonast þeir til að komast upp með það. Erfitt er að mæla áhrif óhróðurs í kosningabaráttu. Þegar litið er til forsetakosninga verður samt ekki annað séð en að subbuskapurinn hafi snúist í höndum þeirra sem honum beittu. Núverandi forseti og þeir forsetar sem á undan honum sátu urðu að þola alls kyns óhróður. Þetta mæltist afar illa fyrir meðal kjósenda. Vopnin snerust einfaldlega illilega í höndum þeirra sem þeim beittu. Það er greinilegt að Íslendingar vilja að kosningabarátta í forsetakosningum sé heiðarleg og sanngjörn. Engin sérstök ástæða er til að ætla að önnur lögmál gildi í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Flestar manneskjur eru aldar upp við það að sýna kurteisi og þegar þær sjá allar kurteisisvenjur víkja í kosningabaráttu og heiftina taka völdin þá er þeim illa misboðið. Dólgarnir sem halda sig vera að vinna flokki sínum gagn með svívirðingum um aðra eru í reynd að stórskaða hann. Þetta vita flestir stjórnmálamenn og sjá því hag sinn í því að skrifa undir samkomulag eins og það sem gert var á dögunum. Subbuleg kosningabarátta setur stjórnmálin á afar lágt plan. Með slíkri baráttu er líka gengið út frá því að kjósendur séu bjánar sem hægt sé að teyma á asnaeyrum á kjörstað. Yfirlýsing fulltrúa stjórnmálaflokkanna um að þeir fordæmi óhróður í kosningabaráttu mun ekki fá netsóðana til að breytast í kurteisa einstaklinga. Yfirlýsingin er samt mikilvæg vegna þess að hún er staðfesting á því að sóðaskapur í kosningabaráttu sé í óþökk stjórnmálaflokkanna. Setji einhver óhróður fram í nafni þeirra hafa flokkarnir skuldbundið sig, með undirskrift, til að bregðast hart við og fordæma hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Á dögunum undirrituðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi yfirlýsingu þar sem andúð er lýst á þeim óhróðri og undirróðursstarfsemi sem er hvimleiður fylgifiskur kosningabaráttu. Þetta er ágætis framtak hjá stjórnmálaflokkunum en ólíklegt er að það dugi eitt og sér til að stemma stigu við subbuskap í kosningabaráttu. Alltaf finnst fólk sem missir stjórn á sér fyrir kosningar og hagar sér á þann hátt að engu er líkara en það sé að ganga af göflunum. Það sér ekkert athugavert við að sýna ofsa sinn enda telur það allar leiðir réttlætanlegar til að varna því að pólitískir andstæðingar flokksins sem þeir styðja komist til valda. Þessir einstaklingar hreiðra um sig á netinu þar sem þeir geta athafnað sig að vild. Þar birta þeir myndbönd með fullyrðingum um vanhæfni frambjóðenda, hæðast að þeim á allan hátt og koma svæsnum slúðursögum í umferð. Þar sem athæfi þessara einstaklinga einkennist fyrst og fremst af dólgshætti treysta þeir sér yfirleitt ekki til að starfa undir nafni heldur vinna verk sín í skjóli nafnleysis. Innst inni hljóta þeir að vita að það sem þeir eru að aðhafast telst ekki gjaldgengt í siðaðra manna samfélagi. Samt vonast þeir til að komast upp með það. Erfitt er að mæla áhrif óhróðurs í kosningabaráttu. Þegar litið er til forsetakosninga verður samt ekki annað séð en að subbuskapurinn hafi snúist í höndum þeirra sem honum beittu. Núverandi forseti og þeir forsetar sem á undan honum sátu urðu að þola alls kyns óhróður. Þetta mæltist afar illa fyrir meðal kjósenda. Vopnin snerust einfaldlega illilega í höndum þeirra sem þeim beittu. Það er greinilegt að Íslendingar vilja að kosningabarátta í forsetakosningum sé heiðarleg og sanngjörn. Engin sérstök ástæða er til að ætla að önnur lögmál gildi í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Flestar manneskjur eru aldar upp við það að sýna kurteisi og þegar þær sjá allar kurteisisvenjur víkja í kosningabaráttu og heiftina taka völdin þá er þeim illa misboðið. Dólgarnir sem halda sig vera að vinna flokki sínum gagn með svívirðingum um aðra eru í reynd að stórskaða hann. Þetta vita flestir stjórnmálamenn og sjá því hag sinn í því að skrifa undir samkomulag eins og það sem gert var á dögunum. Subbuleg kosningabarátta setur stjórnmálin á afar lágt plan. Með slíkri baráttu er líka gengið út frá því að kjósendur séu bjánar sem hægt sé að teyma á asnaeyrum á kjörstað. Yfirlýsing fulltrúa stjórnmálaflokkanna um að þeir fordæmi óhróður í kosningabaráttu mun ekki fá netsóðana til að breytast í kurteisa einstaklinga. Yfirlýsingin er samt mikilvæg vegna þess að hún er staðfesting á því að sóðaskapur í kosningabaráttu sé í óþökk stjórnmálaflokkanna. Setji einhver óhróður fram í nafni þeirra hafa flokkarnir skuldbundið sig, með undirskrift, til að bregðast hart við og fordæma hann.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun