Fá boðuð mál ráðherra komin fyrir þingheim Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðustóli á Alþingi. Vísir/ERNIR Af þeim 110 lagafrumvörpum, sem ráðherrar ætla sér að koma með til þings á yfirstandandi þingi, hafa aðeins 65 komið til þings. Einnig vantar 20 boðaðar þingsályktunartillögur ráðherra. Fyrsti þingfundardagur að afloknu löngu jólafríi var þann 22. janúar. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok mars 2018 samkvæmt reglum þingsins. Því er tíminn liðinn sem þingmenn og ráðherrar hafa til að leggja fram ný þingmál. Hins vegar hefur það gerst á hverju ári að ný þingmál komi seint inn í þingið frá ráðherrum en þá þarf að leita heimildar hjá þingmönnum sjálfum. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir vandamálið hafa verið við lýði lengi. „Ríkisstjórnin hefur ekki setið lengi og því er þetta að einhverju leyti eðlilegt. Við vinnum í þeim málum sem munu koma til þings. Auðvitað eru fáir þingfundardagar eftir og ljóst að ekki koma öll málin til þingsins í vor,“ segir Þórunn. „Ég á ekki von á að fleiri þingsályktanir ráðherra komi til kasta þingsins á þessu þingi og því þurfa þær að bíða til haustsins.“ Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, hefur oft á tíðum gagnrýnt þá stöðu sem kemur upp í þingstörfunum. Til að mynda gagnrýndi hún ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þetta vinnulag við þinglok árið 2015.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ofbeldi að demba málum of seint fram á Alþingi.Vísir/ERNIR„Ég vil skora á hæstvirtan forseta að stilla formönnum stjórnarflokkanna upp við vegg. Það gengur ekki að koma hér með mál seint inn og efna svo í fullkomið kaos hér undir lok þingsins,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta vera til marks um að vinnubrögð hafi lítið batnað. „Það eru ekki margir þingfundardagar eftir ef við skoðum starfsáætlun þingsins og það er í sjálfu sér fullkomið ofbeldi að demba yfir okkur málum seint,“ segir Björn Leví. „En vitaskuld verður eitthvað af þessum málum notað í lokin til samninga um starfslok eins og verið hefur. En þetta er ekki til marks um vönduð vinnubrögð, síður en svo,“ Af þeim fjölda mála sem þingið bíður enn eftir eru sum hver sem munu taka langan tíma í meðförum þingsins. Til að mynda vantar bæði samgönguáætlun næstu þriggja ára og næstu tíu ára. Samkvæmt þingmálaskrá áttu þær áætlanir að koma til kasta þingsins í febrúar. Nú hefur verið ákveðið að fresta þeim til haustsins. Þá bólar ekki á frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarðastofnun og frumvarp fjármálaráðherra um græna skatta og ívilnanir í takt við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki komið fram. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Af þeim 110 lagafrumvörpum, sem ráðherrar ætla sér að koma með til þings á yfirstandandi þingi, hafa aðeins 65 komið til þings. Einnig vantar 20 boðaðar þingsályktunartillögur ráðherra. Fyrsti þingfundardagur að afloknu löngu jólafríi var þann 22. janúar. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok mars 2018 samkvæmt reglum þingsins. Því er tíminn liðinn sem þingmenn og ráðherrar hafa til að leggja fram ný þingmál. Hins vegar hefur það gerst á hverju ári að ný þingmál komi seint inn í þingið frá ráðherrum en þá þarf að leita heimildar hjá þingmönnum sjálfum. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir vandamálið hafa verið við lýði lengi. „Ríkisstjórnin hefur ekki setið lengi og því er þetta að einhverju leyti eðlilegt. Við vinnum í þeim málum sem munu koma til þings. Auðvitað eru fáir þingfundardagar eftir og ljóst að ekki koma öll málin til þingsins í vor,“ segir Þórunn. „Ég á ekki von á að fleiri þingsályktanir ráðherra komi til kasta þingsins á þessu þingi og því þurfa þær að bíða til haustsins.“ Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, hefur oft á tíðum gagnrýnt þá stöðu sem kemur upp í þingstörfunum. Til að mynda gagnrýndi hún ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þetta vinnulag við þinglok árið 2015.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ofbeldi að demba málum of seint fram á Alþingi.Vísir/ERNIR„Ég vil skora á hæstvirtan forseta að stilla formönnum stjórnarflokkanna upp við vegg. Það gengur ekki að koma hér með mál seint inn og efna svo í fullkomið kaos hér undir lok þingsins,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta vera til marks um að vinnubrögð hafi lítið batnað. „Það eru ekki margir þingfundardagar eftir ef við skoðum starfsáætlun þingsins og það er í sjálfu sér fullkomið ofbeldi að demba yfir okkur málum seint,“ segir Björn Leví. „En vitaskuld verður eitthvað af þessum málum notað í lokin til samninga um starfslok eins og verið hefur. En þetta er ekki til marks um vönduð vinnubrögð, síður en svo,“ Af þeim fjölda mála sem þingið bíður enn eftir eru sum hver sem munu taka langan tíma í meðförum þingsins. Til að mynda vantar bæði samgönguáætlun næstu þriggja ára og næstu tíu ára. Samkvæmt þingmálaskrá áttu þær áætlanir að koma til kasta þingsins í febrúar. Nú hefur verið ákveðið að fresta þeim til haustsins. Þá bólar ekki á frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarðastofnun og frumvarp fjármálaráðherra um græna skatta og ívilnanir í takt við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki komið fram.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00