Penninn kaupir lundabúðir Sigga í Víking Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2018 16:26 Siggi í Víking ætlar að snúa sér að öðru en hann hefur selt Pennanum verslunarkeðju sína. visir/stefán Sigurður Guðmundsson, sem er vel þekktur kaupmaður á Akureyri og hefur undanfarna tvo áratugina verið kenndur við verslunarkeðju sína Víking – Siggi í Víking – hefur selt þær búðir sínar Pennanum. Að sögn RÚV er söluverðið ekki gefið upp. Sigurður greinir frá þessu í ítarlegri Facebookfærslu, þar sem hann segir að komið sé að kaflaskiptum í lífi sínu. Siggi, sem er pennafær vel, en það þekkja vinir hans á Facebook, og liggur hvergi á skoðunum sínum þegar svo ber undir, segist jafnvel koma til greina að snúa sér að skriftum.Fjöldaframleitt draslVísir tók viðtal við Sigurð fyrir rúmlega tveimur árum en þar varpaði hann á opinskáan hátt ljósi á það hvernig kaupin gerast á eyrinni í verslun sem snýr að ferðamannasprengingunni á Íslandi. Hann sagði þá megnið af þeim varningi fjöldaframleitt drasl frá Kína. Álagning í hinum svokölluðu lundabúðum væri óheyrileg, og þó samkeppni sé í smásölunni er hún undir hælnum á heildsölum og birgjum og þar hafa fáir aðilar ráðandi stöðu.Lundabúðirnar hafa sprottið upp á undanförnum árum og hafa sett svip sinn á Ísland allt.visir/stefánÞar situr hagnaðurinn eftir. Sú staða, sem Sigurður líkti við einokun, þýðir að þó búðirnar séu margar þá séu þetta allt meira og minna sama dótið sem selt er í búðunum – sem þýðir einsleitni. Þessi varningur er oftar en ekki seldur sem íslensk framleiðsla og kaupendur blekktir markvisst með þeim hætti.Flestar voru Víking-búðirnar sjö Í Facebookfærslu sinni í dag segir Siggi meðal annars, þetta hafa verið ótrúlegan tími. „Frá því að ég opnaði fyrstu verslunina á Akureyri hefur reksturinn stækkað og minnkað eftir árum. Mest var umleikis þegar ég var með 7 verslanir undir merkjum The Viking. Á sl. ári voru þær 5. Í þennan tíma hef ég staðið einn í þessu með góðu samstarfsfólki og fjölskyldu. Stoltastur er ég samt yfir þessu vörumerki. The Viking er einfaldlega best. Líka er gaman að segja frá því að fyrirtæki á Akureyri sé með nokkur útibú í Reykjavík. Ekki öfugt einsog oftast er,“ skrifar Sigurður í pistli á Facebooksíðu sinni.Í tilkynningu frá Pennanum í morgun kom fram að Penninn hefði fest kaup á rekstri og birgðum verslana The Viking af H-fasteignum með það fyrir augum að reka þær áfram undir sama nafni. Verslanirnar hafa verið reknar í félaginu H-fasteignir frá því í febrúar þegar Penninn var færður úr félaginu Hóras yfir á H-fasteignir.Þær breytingar voru gerðar í kjölfarið á aðgerðum lögreglu, að beiðni Tollstjóra í janúar, þar sem verslunum Viking á Akureyri og Reykjavík var lokað vegna vangoldinna skatta.Fréttin var uppfærð klukkan 23:16. Viðskipti Tengdar fréttir Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30 „Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, sem er vel þekktur kaupmaður á Akureyri og hefur undanfarna tvo áratugina verið kenndur við verslunarkeðju sína Víking – Siggi í Víking – hefur selt þær búðir sínar Pennanum. Að sögn RÚV er söluverðið ekki gefið upp. Sigurður greinir frá þessu í ítarlegri Facebookfærslu, þar sem hann segir að komið sé að kaflaskiptum í lífi sínu. Siggi, sem er pennafær vel, en það þekkja vinir hans á Facebook, og liggur hvergi á skoðunum sínum þegar svo ber undir, segist jafnvel koma til greina að snúa sér að skriftum.Fjöldaframleitt draslVísir tók viðtal við Sigurð fyrir rúmlega tveimur árum en þar varpaði hann á opinskáan hátt ljósi á það hvernig kaupin gerast á eyrinni í verslun sem snýr að ferðamannasprengingunni á Íslandi. Hann sagði þá megnið af þeim varningi fjöldaframleitt drasl frá Kína. Álagning í hinum svokölluðu lundabúðum væri óheyrileg, og þó samkeppni sé í smásölunni er hún undir hælnum á heildsölum og birgjum og þar hafa fáir aðilar ráðandi stöðu.Lundabúðirnar hafa sprottið upp á undanförnum árum og hafa sett svip sinn á Ísland allt.visir/stefánÞar situr hagnaðurinn eftir. Sú staða, sem Sigurður líkti við einokun, þýðir að þó búðirnar séu margar þá séu þetta allt meira og minna sama dótið sem selt er í búðunum – sem þýðir einsleitni. Þessi varningur er oftar en ekki seldur sem íslensk framleiðsla og kaupendur blekktir markvisst með þeim hætti.Flestar voru Víking-búðirnar sjö Í Facebookfærslu sinni í dag segir Siggi meðal annars, þetta hafa verið ótrúlegan tími. „Frá því að ég opnaði fyrstu verslunina á Akureyri hefur reksturinn stækkað og minnkað eftir árum. Mest var umleikis þegar ég var með 7 verslanir undir merkjum The Viking. Á sl. ári voru þær 5. Í þennan tíma hef ég staðið einn í þessu með góðu samstarfsfólki og fjölskyldu. Stoltastur er ég samt yfir þessu vörumerki. The Viking er einfaldlega best. Líka er gaman að segja frá því að fyrirtæki á Akureyri sé með nokkur útibú í Reykjavík. Ekki öfugt einsog oftast er,“ skrifar Sigurður í pistli á Facebooksíðu sinni.Í tilkynningu frá Pennanum í morgun kom fram að Penninn hefði fest kaup á rekstri og birgðum verslana The Viking af H-fasteignum með það fyrir augum að reka þær áfram undir sama nafni. Verslanirnar hafa verið reknar í félaginu H-fasteignir frá því í febrúar þegar Penninn var færður úr félaginu Hóras yfir á H-fasteignir.Þær breytingar voru gerðar í kjölfarið á aðgerðum lögreglu, að beiðni Tollstjóra í janúar, þar sem verslunum Viking á Akureyri og Reykjavík var lokað vegna vangoldinna skatta.Fréttin var uppfærð klukkan 23:16.
Viðskipti Tengdar fréttir Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30 „Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30
„Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38