Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Tekist var á um það á ráðstefnu í Reykjavík í dag hvort bann við umskurði drengja væri brot á mannréttindum og trúfrelsi eða ekki og hvort heilbrigðissjónarmið eða trúarsjónarmið ættu ein að ráða hvort slíkar aðgerðir væru framkvæmdar. Fulltrúar á ráðstefnunni komu víða að úr heiminum. Það gerist ekki oft að gyðingar og múslimar sameinist um mál, hvað þá hér uppi á Íslandi. En það gerðist í Norræna húsinu í dag þegar fulltrúar gyðinga og múslima sem og kristinna safnaða víðs vegar að úr heiminum komu saman til að ræða umskurð drengja. Jonathan Arkhus einn fulltrúa gyðinga á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskonunarfélaga á Íslandi sagði það alvarlegt mál fyrir dreng í gyðingatrú að vera ekki umskorinn sem venjulega er gert á áttunda degi. Þetta gæti kallað á félagslega einangrun og sársaukafyllri og áhættumeiri umskurð þegar drengurinn næði aldri til að ákveða sjálfur að fara í þessa aðgerð. „Foreldrar ákveða hvað þjóni best hagsmunum barna þeirra. Gyðingar skera sig ekki úr öðrum hópum hvað það varðar. Við eigum kerfi gilda og menningu sem er fjögur þúsund ára gömul og við ætlum ekki að gefa þau svo auðveldlega eftir,“ segir Arkhus. Í múhameðstrú eru drengir eldri þegar umskurður fer fram en oftast innan eins árs. Imam Ahmad Seddeeq fulltrúi Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi segir umskurðinn hluta af heildartrúarsetningu múslima. „Við trúum að við eigum að svara þessu kalli frá Guði og láta sérfræðinga umskera börnin okkar (drengi) undir eftirliti heilbrigðiskerfisins,“ segir Seddeeq. Saman eru fulltrúar þessara trúarbragða sammála um að ef umsurður af trúarástæðum yrði bannaður á Íslandi þrengdi það að trúfrelsi í landinu.Geri ekki aðgerðir án læknisfræðilegrar ástæðu Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður og læknir og einn flutningsmanna frumvarps níu þingmanna úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Pírötum og Flokki fólksins leggst gegn umskurði sem ekki er af heilsufarsástæðum. Hann er sannfærður um að Alþingi muni með einhverjum hætti afgreiða frumvarpið. Það sé kannski það fallegasta við lýðræðishefðir á íslandi að allar athugasemdir séu skoðaðar. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum aldrei að gera aðgerðir, hvorki á börnum né öðrum, án þess að það séu læknisfræðilegar ástæður til þess. Ég hef hins vegar líka mjög mikinn skilning á ástæðum þeirra sem hafa tiltekna trú og vilja að þeirra siðir og hefðir fái að ríkja,“ segir Ólafur Þór. Hann telji samtal eins og á ráðstefnunni í dag geti orðið til þess að menn nái saman um einhverja niðurstöðu í málinu. Komi hún fram muni hann fagna því.Viðtölin við Jonathan Arkush, Imam Ahmad Seddeeq og Ólaf Þór Gunnarsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. 17. apríl 2018 13:14 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tekist var á um það á ráðstefnu í Reykjavík í dag hvort bann við umskurði drengja væri brot á mannréttindum og trúfrelsi eða ekki og hvort heilbrigðissjónarmið eða trúarsjónarmið ættu ein að ráða hvort slíkar aðgerðir væru framkvæmdar. Fulltrúar á ráðstefnunni komu víða að úr heiminum. Það gerist ekki oft að gyðingar og múslimar sameinist um mál, hvað þá hér uppi á Íslandi. En það gerðist í Norræna húsinu í dag þegar fulltrúar gyðinga og múslima sem og kristinna safnaða víðs vegar að úr heiminum komu saman til að ræða umskurð drengja. Jonathan Arkhus einn fulltrúa gyðinga á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskonunarfélaga á Íslandi sagði það alvarlegt mál fyrir dreng í gyðingatrú að vera ekki umskorinn sem venjulega er gert á áttunda degi. Þetta gæti kallað á félagslega einangrun og sársaukafyllri og áhættumeiri umskurð þegar drengurinn næði aldri til að ákveða sjálfur að fara í þessa aðgerð. „Foreldrar ákveða hvað þjóni best hagsmunum barna þeirra. Gyðingar skera sig ekki úr öðrum hópum hvað það varðar. Við eigum kerfi gilda og menningu sem er fjögur þúsund ára gömul og við ætlum ekki að gefa þau svo auðveldlega eftir,“ segir Arkhus. Í múhameðstrú eru drengir eldri þegar umskurður fer fram en oftast innan eins árs. Imam Ahmad Seddeeq fulltrúi Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi segir umskurðinn hluta af heildartrúarsetningu múslima. „Við trúum að við eigum að svara þessu kalli frá Guði og láta sérfræðinga umskera börnin okkar (drengi) undir eftirliti heilbrigðiskerfisins,“ segir Seddeeq. Saman eru fulltrúar þessara trúarbragða sammála um að ef umsurður af trúarástæðum yrði bannaður á Íslandi þrengdi það að trúfrelsi í landinu.Geri ekki aðgerðir án læknisfræðilegrar ástæðu Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður og læknir og einn flutningsmanna frumvarps níu þingmanna úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Pírötum og Flokki fólksins leggst gegn umskurði sem ekki er af heilsufarsástæðum. Hann er sannfærður um að Alþingi muni með einhverjum hætti afgreiða frumvarpið. Það sé kannski það fallegasta við lýðræðishefðir á íslandi að allar athugasemdir séu skoðaðar. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum aldrei að gera aðgerðir, hvorki á börnum né öðrum, án þess að það séu læknisfræðilegar ástæður til þess. Ég hef hins vegar líka mjög mikinn skilning á ástæðum þeirra sem hafa tiltekna trú og vilja að þeirra siðir og hefðir fái að ríkja,“ segir Ólafur Þór. Hann telji samtal eins og á ráðstefnunni í dag geti orðið til þess að menn nái saman um einhverja niðurstöðu í málinu. Komi hún fram muni hann fagna því.Viðtölin við Jonathan Arkush, Imam Ahmad Seddeeq og Ólaf Þór Gunnarsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. 17. apríl 2018 13:14 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. 17. apríl 2018 13:14
Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24