Svifið yfir Íslandi án þess að færa sig úr stað Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2018 19:44 Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr stað. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Fiskislóð á Grandanum í dag að all óvenjulegu sýndarleikhúsi sem þrír frumkvöðlar hafa unnið að þróun á síðustu þrjú árin. Og eftir eitt ár verður risið nýtt hús sem býður upp á all sérstaka skemmtun eða háloftaheimsókn, eins og FlyOver hugtakið hefur verið þýtt á íslensku. Hugmyndin er sótt til FlyOver Kanada þar sem fólk getur notið stórbrotinnar náttúru landsins í sýndarflugi. Frumkvöðlarnir þrír hafa þróað hugmyndina í samstarfi við fasteignafélagið E6 og bandaríska fyrirtækið Pursuit, sem Sigurgeir Guðlaugsson stjórnarformaður Esju fyrirtækis frumkvöðlanna, segir leiðandi á heimsvísu í gagnvirkri upplifunarhönnun. „Það er flogið inn í skjá sem hvelfist utan um þig eins og hálf appelsína sem búið er að skafa innan úr. Skjárinn er á bilinu 17 til 20 metrar á bæði hæð og breidd. Þetta mun í raun veita gestum þá tilfinningu að þeir séu að svífa yfir landið,“ segir Sigurgeir. Farþegar sitja í svipuðum sætum og í rússibana og munu fá einstaka sýn á landið og um leið fræðastað um sögu þess og menningu. Robin Mitchell sem er upprunalega frá Kanada er ein frumkvöðlanna þriggja. Hún segir kvikmyndatökur úr lofti hefjast innan skamms. „Já við höfum farið nokkrar prufuferðir. En við ætlum að byrja að taka upp í júní. Við erum búin að velja staði sem eru náttúruperlur sem fólk hefur oft ekki tíma eða tækifæri til að sjá. Sérstaklega úr lofti.“Og sumir þora ekki að fljúga?„Já nákvæmlega. Það verður æðislegt að hafa þyrluferð inni í miðri Reykjavík,“ segir Robin. Herlegheitin munu kosta einhverja milljarða segja þau Robin og Sigurgeir án þess að nefna nákvæma tölu. Íslandsstofa hefur veitt verkefninu aðstoð og sagði fulltrúi hennar við athöfnina í dag að þetta væri frábær erlend fjárfesting þar sem hugvit, náttúra, saga og ferðaþjónusta héldust í hendur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr stað. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Fiskislóð á Grandanum í dag að all óvenjulegu sýndarleikhúsi sem þrír frumkvöðlar hafa unnið að þróun á síðustu þrjú árin. Og eftir eitt ár verður risið nýtt hús sem býður upp á all sérstaka skemmtun eða háloftaheimsókn, eins og FlyOver hugtakið hefur verið þýtt á íslensku. Hugmyndin er sótt til FlyOver Kanada þar sem fólk getur notið stórbrotinnar náttúru landsins í sýndarflugi. Frumkvöðlarnir þrír hafa þróað hugmyndina í samstarfi við fasteignafélagið E6 og bandaríska fyrirtækið Pursuit, sem Sigurgeir Guðlaugsson stjórnarformaður Esju fyrirtækis frumkvöðlanna, segir leiðandi á heimsvísu í gagnvirkri upplifunarhönnun. „Það er flogið inn í skjá sem hvelfist utan um þig eins og hálf appelsína sem búið er að skafa innan úr. Skjárinn er á bilinu 17 til 20 metrar á bæði hæð og breidd. Þetta mun í raun veita gestum þá tilfinningu að þeir séu að svífa yfir landið,“ segir Sigurgeir. Farþegar sitja í svipuðum sætum og í rússibana og munu fá einstaka sýn á landið og um leið fræðastað um sögu þess og menningu. Robin Mitchell sem er upprunalega frá Kanada er ein frumkvöðlanna þriggja. Hún segir kvikmyndatökur úr lofti hefjast innan skamms. „Já við höfum farið nokkrar prufuferðir. En við ætlum að byrja að taka upp í júní. Við erum búin að velja staði sem eru náttúruperlur sem fólk hefur oft ekki tíma eða tækifæri til að sjá. Sérstaklega úr lofti.“Og sumir þora ekki að fljúga?„Já nákvæmlega. Það verður æðislegt að hafa þyrluferð inni í miðri Reykjavík,“ segir Robin. Herlegheitin munu kosta einhverja milljarða segja þau Robin og Sigurgeir án þess að nefna nákvæma tölu. Íslandsstofa hefur veitt verkefninu aðstoð og sagði fulltrúi hennar við athöfnina í dag að þetta væri frábær erlend fjárfesting þar sem hugvit, náttúra, saga og ferðaþjónusta héldust í hendur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira