Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 17:29 Tíst eins og þau sem Trump sendi frá sér í morgun hafa gjarnan komið þegar hann hefur nægan frítíma og glápir á sjónvarpið. Forsetinn hefur verið í fríi í Mar-a-Lago yfir páskana. Vísir/AFP Ekkert samkomulag verður gert til að tryggja stöðu fólks sem flutt var ólöglega til Bandaríkjanna sem börn og fríverslunarsamningnum NAFTA verður rift nema Mexíkóar herði landamæraeftirlit. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í morgun og virtist þar enduróma umfjöllun á Fox News-sjónvarpsstöðinni. Trump batt enda á DACA-áætlunina svonefnda í haust en hún hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til landsins sem börn fyrir brottvísun. Síðan þá hafa repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi glímt við að ná samkomulagi heildarendurskoðun innflytjendamála, meðal annars með það fyrir augum að skýra framtíð DACA-skjólstæðinga. Þrándur í Götu þessara viðræðna hefur verið krafa Hvíta hússins um að samkomulag um framtíð DACA fylgi einnig verulegur samdráttur í komum löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.Trump hefur hafnað öllum sáttahugmyndum sem fjármagna ekki landamæravegg hans eða honum finnst ekki ganga nógu langt í að takmarka komur fólks til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til þess að taka upp málið í tístum frá sveitasetri sínu á Flórída þar sem hann er í fríi í morgun. „ÞAÐ VERÐUR ENGINN DACA-SAMNINGUR!“ sagði forsetinn í einu tístanna þar sem hann hvatti repúblikana einnig til þess að breyta þingsköpum í Bandaríkjaþingi til að samþykkja einhliða hert lög um innflytjendur. Þar fullyrti Trump ennfremur að landamærin að Mexíkó væru að verða hættulegri og að „bílalestir“ innflytjenda væru á leiðinni inn í Bandaríkin.Washington Post segir að svo virðist sem að þar hafi Trump verið að vísa til umfjöllunar á Fox News í morgun þar sem fyrirsögnin „Bílalestir ólöglegra innflytjenda á leiðinni til Bandaríkjanna“ sást meðal annars. Trump tístir reglulega um málefni sem hann sér fjallað um á Fox News sem hann horfir á löngum stundum.Kallar NAFTA „peningavél“ MexíkóaStjórnvöld í Mexíkó fengu einnig að kenna á gremju Trump. Í öðru tísti hótaði forsetinn því að binda enda á NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, vegna þess að mexíkósk yfirvöld gerðu ekki nóg til að tryggja landamærin við Bandaríkin. „Mexíkó gerir mjög lítið, ef ekki EKKERT, til að stoppa flæði fólks inn í Mexíkó yfir suðurlandamæri þeirra og síðan inn í Bandaríkin. Þeir hlæja að heimsku innflytjendalögunum okkar. Þeir verða að stoppa stór eiturlyf og flæði fólks eða ég stoppa peningavélina, NAFTA. ÞARF VEGG!“ sagði í öðru tísti. Ekki er ljóst hvort að tístunum fylgi raunverulegar aðgerðir eða hvort að um rosta í Trump sé að ræða sem Hvíta húsið og repúblikanar bera til baka á næstu dögum eins og gerst hefur áður. Orðræða Trump gagnvart NAFTA er í anda hugmynda hans um fríverslunarsamninga Bandaríkjanna almennt. Hann hefur talið þá skaðlega fyrir Bandaríkin og að önnur ríki notfæri sér þau. Þannig batt hann enda á fríverslunarsamninga Kyrrahafsríkja og hefur tilkynnt um verndartolla á ýmsar innflutningsvörur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Ekkert samkomulag verður gert til að tryggja stöðu fólks sem flutt var ólöglega til Bandaríkjanna sem börn og fríverslunarsamningnum NAFTA verður rift nema Mexíkóar herði landamæraeftirlit. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í morgun og virtist þar enduróma umfjöllun á Fox News-sjónvarpsstöðinni. Trump batt enda á DACA-áætlunina svonefnda í haust en hún hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til landsins sem börn fyrir brottvísun. Síðan þá hafa repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi glímt við að ná samkomulagi heildarendurskoðun innflytjendamála, meðal annars með það fyrir augum að skýra framtíð DACA-skjólstæðinga. Þrándur í Götu þessara viðræðna hefur verið krafa Hvíta hússins um að samkomulag um framtíð DACA fylgi einnig verulegur samdráttur í komum löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.Trump hefur hafnað öllum sáttahugmyndum sem fjármagna ekki landamæravegg hans eða honum finnst ekki ganga nógu langt í að takmarka komur fólks til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til þess að taka upp málið í tístum frá sveitasetri sínu á Flórída þar sem hann er í fríi í morgun. „ÞAÐ VERÐUR ENGINN DACA-SAMNINGUR!“ sagði forsetinn í einu tístanna þar sem hann hvatti repúblikana einnig til þess að breyta þingsköpum í Bandaríkjaþingi til að samþykkja einhliða hert lög um innflytjendur. Þar fullyrti Trump ennfremur að landamærin að Mexíkó væru að verða hættulegri og að „bílalestir“ innflytjenda væru á leiðinni inn í Bandaríkin.Washington Post segir að svo virðist sem að þar hafi Trump verið að vísa til umfjöllunar á Fox News í morgun þar sem fyrirsögnin „Bílalestir ólöglegra innflytjenda á leiðinni til Bandaríkjanna“ sást meðal annars. Trump tístir reglulega um málefni sem hann sér fjallað um á Fox News sem hann horfir á löngum stundum.Kallar NAFTA „peningavél“ MexíkóaStjórnvöld í Mexíkó fengu einnig að kenna á gremju Trump. Í öðru tísti hótaði forsetinn því að binda enda á NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, vegna þess að mexíkósk yfirvöld gerðu ekki nóg til að tryggja landamærin við Bandaríkin. „Mexíkó gerir mjög lítið, ef ekki EKKERT, til að stoppa flæði fólks inn í Mexíkó yfir suðurlandamæri þeirra og síðan inn í Bandaríkin. Þeir hlæja að heimsku innflytjendalögunum okkar. Þeir verða að stoppa stór eiturlyf og flæði fólks eða ég stoppa peningavélina, NAFTA. ÞARF VEGG!“ sagði í öðru tísti. Ekki er ljóst hvort að tístunum fylgi raunverulegar aðgerðir eða hvort að um rosta í Trump sé að ræða sem Hvíta húsið og repúblikanar bera til baka á næstu dögum eins og gerst hefur áður. Orðræða Trump gagnvart NAFTA er í anda hugmynda hans um fríverslunarsamninga Bandaríkjanna almennt. Hann hefur talið þá skaðlega fyrir Bandaríkin og að önnur ríki notfæri sér þau. Þannig batt hann enda á fríverslunarsamninga Kyrrahafsríkja og hefur tilkynnt um verndartolla á ýmsar innflutningsvörur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29