Fyrrverandi einræðisherra Gvatemala sem framdi þjóðarmorð látinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 19:07 Ríos Montt við réttarhöld árið 2013. Hann þurfti aldrei að sæta afleiðingum gjörða sinna. Vísir/AFP Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra Gvatemala, sem var við völd á blóðugasta skeiði borgarastríðsins sem geisaði í Mið-Ameríkulandinu er látinn, 91 árs að aldri. Hann var dæmdur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir fimm árum. Lögmaður Ríos Montt greindi frá andláti einræðisherrans í dag, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Ríos Montt hrifsaði völdin í Gvatemala í valdaráni árið 1982. Hans fyrstu verk voru að fella stjórnarskrá landsins úr gildi, leysa upp þingið og hefja blóðuga herferð til að uppræta uppreisn marxískra skæruliða. Þúsundir landsmanna voru myrtir á hrottalegan hátt í valdatíð Ríos Montt. Líkum margra þeirra var hent í fjöldagrafir en önnur voru látin hverfa. Sannleiksnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að verstu voðaverk borgarastríðsins sem geisaði frá 1960 til 1996 hefðu verið framin í valdatíð Ríos Montt. Ríos Montt naut engu að síður stuðnings Bandaríkjanna sem héldu þá uppi einræðisherrum í Rómönsku Ameríku til að halda vinstrisinnuðum uppreisnaröflum í skefjum í heimshlutanum. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kallaði Ríos Montt meðal annars „mann mikilla persónulegra heilinda og staðfestu“. Annað valdarán árið 1983 hrakti Ríos Montt frá völdum. Hann hélt þó áfram þátttöku í stjórnmálum og stofnaði eigin íhaldsflokk árið 1990. Ríos Montt komst meðal annars á þing í kringum aldamót og bauð sig fram til forseta árið 2003 eftir að lögum sem meinuðu honum það var breytt.Dæmdur en dómurinn ógilturÞingmennskan veitti Ríos Montt friðhelgi fyrir saksókn vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð hans. Hann var settur í stofufangelsi árið 2011 þegar hann náði ekki endurkjöri. Dóminn fyrir þjóðarmorð hlaut Ríos Montt vegna fjöldamorðs stjórnarhermanna á 1.771 Ixil maya-frumbyggja í þorpinu Xecax árið 1982. Hermennirnir sökuðu þorpsbúa um að skjóta skjólshúsi yfir marxíska skæruliða. Lík margra þorpsbúa voru brennd og þeim hent í fjöldagrafir. Við réttarhöldin bar fjöldi fólks vitni um nauðganir, fjöldamorð, nauðungarflutninga og fleiri glæpi hermanna Ríos Montt. Hann var dæmdur í áttatíu ára fangelsi þrátt fyrir að hann hanfaði allri sök. Síðar var dómurinn hins vegar ógiltur vegna ágalla á málsmeðferðinni. Ný réttarhöld yfir Ríos Montt hófust í október. Lögmenn hans höfðu þá tafið málið á meðan þeir héldu því fram að hann væri of ellihrumur til að hægt væri að rétta yfir honum. Ólíkt fórnarlömbum sínum segir lögmaður Ríos Montt að hann hafi andast í friði, umkringdur fjölskyldu sinni. Talið er að 200.000 manns hafi verið drepnir í borgarastríðinu í Gvatemala. Meirihluti þeirra látnu voru maya-frumbyggjar. Andlát Gvatemala Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra Gvatemala, sem var við völd á blóðugasta skeiði borgarastríðsins sem geisaði í Mið-Ameríkulandinu er látinn, 91 árs að aldri. Hann var dæmdur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir fimm árum. Lögmaður Ríos Montt greindi frá andláti einræðisherrans í dag, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Ríos Montt hrifsaði völdin í Gvatemala í valdaráni árið 1982. Hans fyrstu verk voru að fella stjórnarskrá landsins úr gildi, leysa upp þingið og hefja blóðuga herferð til að uppræta uppreisn marxískra skæruliða. Þúsundir landsmanna voru myrtir á hrottalegan hátt í valdatíð Ríos Montt. Líkum margra þeirra var hent í fjöldagrafir en önnur voru látin hverfa. Sannleiksnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að verstu voðaverk borgarastríðsins sem geisaði frá 1960 til 1996 hefðu verið framin í valdatíð Ríos Montt. Ríos Montt naut engu að síður stuðnings Bandaríkjanna sem héldu þá uppi einræðisherrum í Rómönsku Ameríku til að halda vinstrisinnuðum uppreisnaröflum í skefjum í heimshlutanum. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kallaði Ríos Montt meðal annars „mann mikilla persónulegra heilinda og staðfestu“. Annað valdarán árið 1983 hrakti Ríos Montt frá völdum. Hann hélt þó áfram þátttöku í stjórnmálum og stofnaði eigin íhaldsflokk árið 1990. Ríos Montt komst meðal annars á þing í kringum aldamót og bauð sig fram til forseta árið 2003 eftir að lögum sem meinuðu honum það var breytt.Dæmdur en dómurinn ógilturÞingmennskan veitti Ríos Montt friðhelgi fyrir saksókn vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð hans. Hann var settur í stofufangelsi árið 2011 þegar hann náði ekki endurkjöri. Dóminn fyrir þjóðarmorð hlaut Ríos Montt vegna fjöldamorðs stjórnarhermanna á 1.771 Ixil maya-frumbyggja í þorpinu Xecax árið 1982. Hermennirnir sökuðu þorpsbúa um að skjóta skjólshúsi yfir marxíska skæruliða. Lík margra þorpsbúa voru brennd og þeim hent í fjöldagrafir. Við réttarhöldin bar fjöldi fólks vitni um nauðganir, fjöldamorð, nauðungarflutninga og fleiri glæpi hermanna Ríos Montt. Hann var dæmdur í áttatíu ára fangelsi þrátt fyrir að hann hanfaði allri sök. Síðar var dómurinn hins vegar ógiltur vegna ágalla á málsmeðferðinni. Ný réttarhöld yfir Ríos Montt hófust í október. Lögmenn hans höfðu þá tafið málið á meðan þeir héldu því fram að hann væri of ellihrumur til að hægt væri að rétta yfir honum. Ólíkt fórnarlömbum sínum segir lögmaður Ríos Montt að hann hafi andast í friði, umkringdur fjölskyldu sinni. Talið er að 200.000 manns hafi verið drepnir í borgarastríðinu í Gvatemala. Meirihluti þeirra látnu voru maya-frumbyggjar.
Andlát Gvatemala Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“