Sisi hafði betur með 97 prósent atkvæða Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Lasheen Ibrahim, formaður kosninganefndarinnar (fyrir miðju), fagnar vel heppnuðum kosningum. Vísir/EPA Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, mun halda um stjórnartaumana í Egyptalandi í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Niðurstaða forsetakosninganna þar í landi var kynnt í gær en hún var á þann veg að al-Sisi hlaut hvorki meira né minna en 97 prósent greiddra atkvæða. Það vill svo til að það er nákvæmlega sama hlutfall og hann hlaut í síðustu forsetakosningum. Vart er hægt að tala um raunverulegar kosningar í Egyptalandi enda var pólitískum andstæðingum al-Sisi og þeim sem hugðust gefa kost á sér í forsetakjörinu annað hvort meinað að bjóða sig fram á undarlegum forsendum eða beinlínis fangelsaðir. Þó svo að yfirburðir al-Sisi hafi verið algjörir þá var kosningaþátttaka minni en í síðustu kosningu, eða 41 prósent. Yfirvöld í Egyptalandi lögðu mikla áherslu á að Egyptar nýttu kosningarétt sinn. Talið er að dræm kosningaþátttaka muni gera al-Sisi erfitt fyrir á komandi kjörtímabili en grunur leikur á að stjórn hans muni freista þess að hrinda af stað meiriháttar breytingum á stjórnarskrá landsins. Áhrifamenn innan ríkisstjórnarinnar hafa þrýst á slíkar breytingar, en þær taka meðal annars til endurskoðunar á lengd kjörtímabila forsetans.Lítill áhugi og engar kappræður Mótframbjóðandi al-Sisi var Moussa Moustafa Moussa. Hann hlaut tæplega þrjú prósent greiddra atkvæða. Þrátt fyrir að hafa boðið sig fram gegn al-Sisi, þá er Moussa stuðningsmaður forsetans. Fleiri kusu að ógilda atkvæði sín í stað þess að greiða Moussa atkvæði samkvæmt niðurstöðum kosninganefndarinnar. Aðrir stjórnarandstæðingar höfðu lýst áhuga á að bjóða sig fram. Helsti andstæðingur al-Sisi var handtekinn í janúar og kosningastjórinn hans barinn til óbóta af óþekktum árásarmönnum. Aðrir andstæðingar al-Sisi hættu við framboð vegna hótana. Engar kappræður fóru fram í aðdraganda kosninganna. Al-Sisi sagði í egypskum fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna að hann hefði viljað sjá fleiri gefa kost á sér og að hann hefði ekkert að gera með það að aðrir frambjóðendur hefðu hætt við framboð.Umbrotatímar Niðurstöður kosninganna voru formlega kynntar í gær. Það var niðurstaða kosninganefndarinnar að forsetakosningarnar hefðu verið frjálsar og sanngjarnar. Síðustu fjögur ár hafa verið mikill umbrotatími í sögu Egyptalands. Al-Sisi hefur rutt af stað miklum umbótum á efnahag landsins sem hafa komið harkalega niður á fátækustu íbúum Egyptalands. Al-Sisi var í fararbroddi þegar egypski herinn tók öll völd í Egyptalandi árið 2013. Þá var Mohamed Mursi, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Egyptalands og leiðtoga Bræðralags múslima, steypt af stóli. Ári seinna var al-Sisi kjörinn forseti með 97 prósent atkvæða. Síðan þá hafa mannréttindasamtök ítrekað sakað al-Sisi og stjórn hans um að fangelsa tugþúsundir stjórnarandstæðinga. Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, mun halda um stjórnartaumana í Egyptalandi í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Niðurstaða forsetakosninganna þar í landi var kynnt í gær en hún var á þann veg að al-Sisi hlaut hvorki meira né minna en 97 prósent greiddra atkvæða. Það vill svo til að það er nákvæmlega sama hlutfall og hann hlaut í síðustu forsetakosningum. Vart er hægt að tala um raunverulegar kosningar í Egyptalandi enda var pólitískum andstæðingum al-Sisi og þeim sem hugðust gefa kost á sér í forsetakjörinu annað hvort meinað að bjóða sig fram á undarlegum forsendum eða beinlínis fangelsaðir. Þó svo að yfirburðir al-Sisi hafi verið algjörir þá var kosningaþátttaka minni en í síðustu kosningu, eða 41 prósent. Yfirvöld í Egyptalandi lögðu mikla áherslu á að Egyptar nýttu kosningarétt sinn. Talið er að dræm kosningaþátttaka muni gera al-Sisi erfitt fyrir á komandi kjörtímabili en grunur leikur á að stjórn hans muni freista þess að hrinda af stað meiriháttar breytingum á stjórnarskrá landsins. Áhrifamenn innan ríkisstjórnarinnar hafa þrýst á slíkar breytingar, en þær taka meðal annars til endurskoðunar á lengd kjörtímabila forsetans.Lítill áhugi og engar kappræður Mótframbjóðandi al-Sisi var Moussa Moustafa Moussa. Hann hlaut tæplega þrjú prósent greiddra atkvæða. Þrátt fyrir að hafa boðið sig fram gegn al-Sisi, þá er Moussa stuðningsmaður forsetans. Fleiri kusu að ógilda atkvæði sín í stað þess að greiða Moussa atkvæði samkvæmt niðurstöðum kosninganefndarinnar. Aðrir stjórnarandstæðingar höfðu lýst áhuga á að bjóða sig fram. Helsti andstæðingur al-Sisi var handtekinn í janúar og kosningastjórinn hans barinn til óbóta af óþekktum árásarmönnum. Aðrir andstæðingar al-Sisi hættu við framboð vegna hótana. Engar kappræður fóru fram í aðdraganda kosninganna. Al-Sisi sagði í egypskum fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna að hann hefði viljað sjá fleiri gefa kost á sér og að hann hefði ekkert að gera með það að aðrir frambjóðendur hefðu hætt við framboð.Umbrotatímar Niðurstöður kosninganna voru formlega kynntar í gær. Það var niðurstaða kosninganefndarinnar að forsetakosningarnar hefðu verið frjálsar og sanngjarnar. Síðustu fjögur ár hafa verið mikill umbrotatími í sögu Egyptalands. Al-Sisi hefur rutt af stað miklum umbótum á efnahag landsins sem hafa komið harkalega niður á fátækustu íbúum Egyptalands. Al-Sisi var í fararbroddi þegar egypski herinn tók öll völd í Egyptalandi árið 2013. Þá var Mohamed Mursi, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Egyptalands og leiðtoga Bræðralags múslima, steypt af stóli. Ári seinna var al-Sisi kjörinn forseti með 97 prósent atkvæða. Síðan þá hafa mannréttindasamtök ítrekað sakað al-Sisi og stjórn hans um að fangelsa tugþúsundir stjórnarandstæðinga.
Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira