Segir gjaldþrot Chuck ehf. bókhaldsklúður Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. apríl 2018 14:06 Chuck Norris Grill og skemmtistaðurinn Dillon eru til húsa við Laugaveg 30. Mynd/Dillon bar Gjaldþrotaskipti Chuck ehf. sem stofnað var í apríl 2014 við opnun Chuck Norris Grill á Laugavegi má rekja til mistaka við bókhald. Þetta segir Jón Bjarni Steinarsson, rekstrarstjóri Chuck Norris Grill og Dillon í samtali við Vísi. Vilhjálmur Sanne stofnaði Chuck ehf. í kringum rekstur veitingastaðarins Chuck Norris Grill en hafi rekið annað fyrirtæki, VSG-Eignir, til að halda utan um rekstur Dillon. Fyrir nokkrum árum síðan hafi honum verið bent á að best væri að sjá um rekstur beggja staðanna undir einu fyrirtæki. Vísir greindi frá gjaldþroti Chuck ehf. fyrr í dag. Úrskurður um gjaldþrot fyrirtækisins var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. mars. „Starfsfólk Dillon og starfsfólk Chuck starfa hjá sama fyrirtæki. Vörur eru allar keyptar í gegnum sama fyrirtæki,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. „Þetta fyrirtæki var bara alltaf einhver bastarður. Það átti alltaf eftir að klára að ganga frá því. Nú er búið að því.“Bókhaldsbull og mistök Jón Bjarni og unnusta hans keyptu nýverið 50 prósenta hlut í VSG-Eignum og eiga helming á móti Vilhjálmi Sanne og eiginkonu hans. Unnusta Jóns Bjarna er Katrín Ólafsson og er hún einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solsticce. „Dillon og Secret Solstice hafa verið á sömu skrifstofu núna í eitt og hálft ár,“ segir Jón Bjarni. „Það eru mikil samlegðaráhrif á þessum rekstri. Ég nota Dillon til að bóka artista fyrir Solstice. Við erum tónlistarstaður og tónlistarhátíð. Þetta fer saman.“ Jón Bjarni og Katrín skrifuðu undir kaupsamninga í byrjun mars. „Fyrirtækið er í yfirferð hjá endurskoðanda, sem er eitthvað sem fylgir svona kaupum. Um leið og við komumst að þessu þá fóru endurskoðendur í það að klára ársreikninga og framtal og skila því inn, skiluðu því inn núna í síðustu viku. Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við skiptastjórann,“ segir Jón Bjarni. „Það að þetta fyrirtæki hafi farið á hausinn var bara smá bókhaldsbull og mistök. Það gleymdist aðeins að ganga frá þessu félagi í öllu hinu og það er núna bara búið að leiðrétta það. Félagið verður tekið til baka úr gjaldþrotaskiptum bara svo það sé hægt að ganga frá því og loka því almennilega.“ Gjaldþrot Tengdar fréttir Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Félagið var komið með vánúmer ári eftir að veitingastaðnum Chuck Norris Grill var komið á laggirnar. 3. apríl 2018 10:43 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Gjaldþrotaskipti Chuck ehf. sem stofnað var í apríl 2014 við opnun Chuck Norris Grill á Laugavegi má rekja til mistaka við bókhald. Þetta segir Jón Bjarni Steinarsson, rekstrarstjóri Chuck Norris Grill og Dillon í samtali við Vísi. Vilhjálmur Sanne stofnaði Chuck ehf. í kringum rekstur veitingastaðarins Chuck Norris Grill en hafi rekið annað fyrirtæki, VSG-Eignir, til að halda utan um rekstur Dillon. Fyrir nokkrum árum síðan hafi honum verið bent á að best væri að sjá um rekstur beggja staðanna undir einu fyrirtæki. Vísir greindi frá gjaldþroti Chuck ehf. fyrr í dag. Úrskurður um gjaldþrot fyrirtækisins var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. mars. „Starfsfólk Dillon og starfsfólk Chuck starfa hjá sama fyrirtæki. Vörur eru allar keyptar í gegnum sama fyrirtæki,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. „Þetta fyrirtæki var bara alltaf einhver bastarður. Það átti alltaf eftir að klára að ganga frá því. Nú er búið að því.“Bókhaldsbull og mistök Jón Bjarni og unnusta hans keyptu nýverið 50 prósenta hlut í VSG-Eignum og eiga helming á móti Vilhjálmi Sanne og eiginkonu hans. Unnusta Jóns Bjarna er Katrín Ólafsson og er hún einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solsticce. „Dillon og Secret Solstice hafa verið á sömu skrifstofu núna í eitt og hálft ár,“ segir Jón Bjarni. „Það eru mikil samlegðaráhrif á þessum rekstri. Ég nota Dillon til að bóka artista fyrir Solstice. Við erum tónlistarstaður og tónlistarhátíð. Þetta fer saman.“ Jón Bjarni og Katrín skrifuðu undir kaupsamninga í byrjun mars. „Fyrirtækið er í yfirferð hjá endurskoðanda, sem er eitthvað sem fylgir svona kaupum. Um leið og við komumst að þessu þá fóru endurskoðendur í það að klára ársreikninga og framtal og skila því inn, skiluðu því inn núna í síðustu viku. Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við skiptastjórann,“ segir Jón Bjarni. „Það að þetta fyrirtæki hafi farið á hausinn var bara smá bókhaldsbull og mistök. Það gleymdist aðeins að ganga frá þessu félagi í öllu hinu og það er núna bara búið að leiðrétta það. Félagið verður tekið til baka úr gjaldþrotaskiptum bara svo það sé hægt að ganga frá því og loka því almennilega.“
Gjaldþrot Tengdar fréttir Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Félagið var komið með vánúmer ári eftir að veitingastaðnum Chuck Norris Grill var komið á laggirnar. 3. apríl 2018 10:43 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Félagið var komið með vánúmer ári eftir að veitingastaðnum Chuck Norris Grill var komið á laggirnar. 3. apríl 2018 10:43