Segir refsistefnu yfirvalda koma verst niður á veikasta hópnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. apríl 2018 06:00 Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hefur verið starfrækt í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Vísir/Anton „Á meðan við erum föst í því að refsa og banna og þurfum alltaf að taka afstöðu til þess hvort þetta er rétt eða rangt, þá náum við aldrei lengra,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Hún gagnrýnir nálgun annarra yfirvalda á vandann sem fylgir ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja sem ganga kaupum og sölum á svörtum markaði. Svala segir nauðsynlegt að yfirvöld komist út úr því að byggja áherslu sína á siðferðislögmálum um rétt og rangt. „Við getum gert mun betur en þurfum miklu meiri faglegri vinnu.“ Hún segir það ekki hafa skilað árangri hjá þeim sem eru háðir lyfjunum að reyna að takmarka framboð þessara lyfja á hinum ólöglega markaði, enda muni sá hópur sem hefur þróað með sér fíknivanda og er orðinn háður þessum efnum, ekki hætta þótt aðgengið verði erfiðara. „Þegar Embætti landlæknis fer í átak gegn framboði lyfseðilsskyldra lyfja á ólöglega markaðinum, þá breytir það ekki eftirspurninni þótt framboðið minnki. En verðið hækkar hins vegar,“ segir Svala og tekur sem dæmi að verð á morfínskyldum lyfjum á ólöglega markaðinum hafi tvöfaldast á einu og hálfu ári og notandi sem var að greiða 4.000 kr. fyrir eina töflu af Contalgin, greiði 8.000 krónur fyrir hana í dag. Hún segir aðgerðir yfirvalda geti með þessu móti komið gríðarlega hart niður á veikasta hópnum sem fjármagni notkun sína með þjófnaði; innbrotum í bíla og fyrirtæki og með kynlífsþjónustu sem hún segir að sé mjög vaxandi fjármögnunarleið. Ef stemma eigi stigu við þessum vanda þurfi að hugsa aðgerðirnar heildrænt og hver áhrif þeirra geti orðið hjá þeim hópum sem málið varðar og þetta eru mismunandi hópar. „Það hefði verið eðlilegast að samkeyra svona átak með inngripum til að reyna að koma í veg fyrir þessi neikvæðu áhrif á veikasta fólkið. Til dæmis með því að bjóða upp á viðhaldsmeðferð út frá skaða¬minnkun.“ Skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð myndi tryggja notendum, sem ánetjast hafa morfínskyldum lyfjum, öruggari og heilsusamlegri lífsskilyrði, ákveðið jafnvægi í sínu daglega lífi og tækifæri til að lifa við mannlega reisn innan ramma laganna í stað þess að þurfa stanslaust að vera að búa til fjármagn til að eiga fyrir næsta lyfjaskammti. „Einstaklingar sem eru háðir þessum lyfjum skilja ekki af hverju, eftir allan þennan tíma, þeir geta ekki bara fengið lyfið. Þeir myndu þá mæta í sértæka heilbrigðisþjónsutu sem ynni út frá hugmyndafræði skaðaminnkunar , fá lyfið og nota það á staðnum í læknisfræðilegum tilgangi.”Rosaleg sorg í hópnum Aðspurð segir Svala skjólstæðinga Frú Ragnhildar upplifa ákveðið virðingarleysi frá stjórnvöldum og mörgum líði eins öllum sé sama um þau. Alltaf komi nýjar reglugerðir sem geri þeim lífið erfiðara. Hún bendir á að margir hafi verið notendur í áratugi og hafi alla tíð neyðst til að kaupa efnin á ólöglega markaðinum. Fæsta langi hins vegar að tilheyra þeim heimi. „Svo er mikil sorg í hópnum. það eru svo margir búnir að missa ástvini sína og félaga meðal annars úr ofskömmtun. Og þeirra sorg er heldur ekki samfélagslega viðurkennd af því þau eru í neyslu,“ segir Svala og bætir við að öll áföll eins og að missa vini, auki líkur á að fólk noti meiri vímuefni til að deyfa sársaukann. Svala nefnir fleiri inngrip til skaða¬minnkunar og leggur mikla áherslu á upplýsingaflæði. Landlæknisembættið þurfi að upplýsa þá sem þjónusti notendur um hvað er að mælast í blóði þeirra sem látast af ofskömmtun eða koma á bráðadeild eitrana af vímuefnum. Þá væri hægt að bregðast við með gagnreyndum aðferðum til að draga úr hættu á að fólk deyi. „Ef við viljum halda fólki á lífi þurfum við að skoða hvers vegna það er að ofskammta; hvað liggur þarna að baki og hvaða inngrip hafa sýnt árangur annars staðar.“ Svala minnir á að það eru notendur sjálfir sem oftast eru fyrstir á vettvang ef um ofskömmtun er að ræða. Notendur þurfi þjálfun í endurlífgun og þeir þurfa upplýsingar um lífshættuleg efni sem gætu verið i umferð. Þá nefnir Svala sérstaklega lyfið Naloxone sem verið hafi í umræðunni að undanförnu, en notendur hafa lagt áherslu á að hafa aðgang að þessu mótefni gegn ofskömmtun morfínskyldra lyfja til að geta bjargað lífi félaga sinna komi til ofskömmtunar. Einungis heilbrigðistarfsfólk og sjúkraflutningamenn hafi aðgang að þessu lyfi en unnt væri að bjarga lífi margra ef bæði notendurnir sjálfir og aðrir sem líklegir eru til að koma fyrstir á vettvang hafi aðgang að lyfinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðsókn í Frú Ragnheiði eykst stöðugt og kostnaðurinn líka Sífellt fleiri leita þjónustu Frú Ragnheiðar eftir hreinum sprautunálum og öðrum heilbrigðisvörum. Kostnaðurinn eykst og útlit er fyrir að hann fari tvær til þrjár milljónir fram yfir áætlanir. 4. október 2017 06:00 Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. 6. desember 2017 20:00 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Létt í lund þrátt fyrir 5 klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Sjá meira
„Á meðan við erum föst í því að refsa og banna og þurfum alltaf að taka afstöðu til þess hvort þetta er rétt eða rangt, þá náum við aldrei lengra,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Hún gagnrýnir nálgun annarra yfirvalda á vandann sem fylgir ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja sem ganga kaupum og sölum á svörtum markaði. Svala segir nauðsynlegt að yfirvöld komist út úr því að byggja áherslu sína á siðferðislögmálum um rétt og rangt. „Við getum gert mun betur en þurfum miklu meiri faglegri vinnu.“ Hún segir það ekki hafa skilað árangri hjá þeim sem eru háðir lyfjunum að reyna að takmarka framboð þessara lyfja á hinum ólöglega markaði, enda muni sá hópur sem hefur þróað með sér fíknivanda og er orðinn háður þessum efnum, ekki hætta þótt aðgengið verði erfiðara. „Þegar Embætti landlæknis fer í átak gegn framboði lyfseðilsskyldra lyfja á ólöglega markaðinum, þá breytir það ekki eftirspurninni þótt framboðið minnki. En verðið hækkar hins vegar,“ segir Svala og tekur sem dæmi að verð á morfínskyldum lyfjum á ólöglega markaðinum hafi tvöfaldast á einu og hálfu ári og notandi sem var að greiða 4.000 kr. fyrir eina töflu af Contalgin, greiði 8.000 krónur fyrir hana í dag. Hún segir aðgerðir yfirvalda geti með þessu móti komið gríðarlega hart niður á veikasta hópnum sem fjármagni notkun sína með þjófnaði; innbrotum í bíla og fyrirtæki og með kynlífsþjónustu sem hún segir að sé mjög vaxandi fjármögnunarleið. Ef stemma eigi stigu við þessum vanda þurfi að hugsa aðgerðirnar heildrænt og hver áhrif þeirra geti orðið hjá þeim hópum sem málið varðar og þetta eru mismunandi hópar. „Það hefði verið eðlilegast að samkeyra svona átak með inngripum til að reyna að koma í veg fyrir þessi neikvæðu áhrif á veikasta fólkið. Til dæmis með því að bjóða upp á viðhaldsmeðferð út frá skaða¬minnkun.“ Skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð myndi tryggja notendum, sem ánetjast hafa morfínskyldum lyfjum, öruggari og heilsusamlegri lífsskilyrði, ákveðið jafnvægi í sínu daglega lífi og tækifæri til að lifa við mannlega reisn innan ramma laganna í stað þess að þurfa stanslaust að vera að búa til fjármagn til að eiga fyrir næsta lyfjaskammti. „Einstaklingar sem eru háðir þessum lyfjum skilja ekki af hverju, eftir allan þennan tíma, þeir geta ekki bara fengið lyfið. Þeir myndu þá mæta í sértæka heilbrigðisþjónsutu sem ynni út frá hugmyndafræði skaðaminnkunar , fá lyfið og nota það á staðnum í læknisfræðilegum tilgangi.”Rosaleg sorg í hópnum Aðspurð segir Svala skjólstæðinga Frú Ragnhildar upplifa ákveðið virðingarleysi frá stjórnvöldum og mörgum líði eins öllum sé sama um þau. Alltaf komi nýjar reglugerðir sem geri þeim lífið erfiðara. Hún bendir á að margir hafi verið notendur í áratugi og hafi alla tíð neyðst til að kaupa efnin á ólöglega markaðinum. Fæsta langi hins vegar að tilheyra þeim heimi. „Svo er mikil sorg í hópnum. það eru svo margir búnir að missa ástvini sína og félaga meðal annars úr ofskömmtun. Og þeirra sorg er heldur ekki samfélagslega viðurkennd af því þau eru í neyslu,“ segir Svala og bætir við að öll áföll eins og að missa vini, auki líkur á að fólk noti meiri vímuefni til að deyfa sársaukann. Svala nefnir fleiri inngrip til skaða¬minnkunar og leggur mikla áherslu á upplýsingaflæði. Landlæknisembættið þurfi að upplýsa þá sem þjónusti notendur um hvað er að mælast í blóði þeirra sem látast af ofskömmtun eða koma á bráðadeild eitrana af vímuefnum. Þá væri hægt að bregðast við með gagnreyndum aðferðum til að draga úr hættu á að fólk deyi. „Ef við viljum halda fólki á lífi þurfum við að skoða hvers vegna það er að ofskammta; hvað liggur þarna að baki og hvaða inngrip hafa sýnt árangur annars staðar.“ Svala minnir á að það eru notendur sjálfir sem oftast eru fyrstir á vettvang ef um ofskömmtun er að ræða. Notendur þurfi þjálfun í endurlífgun og þeir þurfa upplýsingar um lífshættuleg efni sem gætu verið i umferð. Þá nefnir Svala sérstaklega lyfið Naloxone sem verið hafi í umræðunni að undanförnu, en notendur hafa lagt áherslu á að hafa aðgang að þessu mótefni gegn ofskömmtun morfínskyldra lyfja til að geta bjargað lífi félaga sinna komi til ofskömmtunar. Einungis heilbrigðistarfsfólk og sjúkraflutningamenn hafi aðgang að þessu lyfi en unnt væri að bjarga lífi margra ef bæði notendurnir sjálfir og aðrir sem líklegir eru til að koma fyrstir á vettvang hafi aðgang að lyfinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðsókn í Frú Ragnheiði eykst stöðugt og kostnaðurinn líka Sífellt fleiri leita þjónustu Frú Ragnheiðar eftir hreinum sprautunálum og öðrum heilbrigðisvörum. Kostnaðurinn eykst og útlit er fyrir að hann fari tvær til þrjár milljónir fram yfir áætlanir. 4. október 2017 06:00 Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. 6. desember 2017 20:00 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Létt í lund þrátt fyrir 5 klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Sjá meira
Aðsókn í Frú Ragnheiði eykst stöðugt og kostnaðurinn líka Sífellt fleiri leita þjónustu Frú Ragnheiðar eftir hreinum sprautunálum og öðrum heilbrigðisvörum. Kostnaðurinn eykst og útlit er fyrir að hann fari tvær til þrjár milljónir fram yfir áætlanir. 4. október 2017 06:00
Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. 6. desember 2017 20:00
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15