Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 21:16 Einar Birkir segir að ákvörðunin um að hætta í flokknum hafi verið tekin að ígrunduðu máli og eftir langan aðdraganda. Vísir/Vilhelm Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. „Þetta á sér nú nokkuð langan aðdraganda. Í gegnum fjögur ár innan Bjartrar framtíðar þróast samstarfið í misjafnar áttir; gagnvart sumum mjög náið og öðrum óx það í sundur,“ segir Einar Birkir um samstarfsörðugleika innan flokksins í samtali við Vísi. „Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir sem gefur ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningum og heldur áfram störfum sínum hjá fjármálaráðuneytinu.Guðlaug og Einar Birkir ætla að klára kjörtímabilið, sem lýkur senn, en starfa sem óháðir bæjarfulltrúar.Vísir: Gunnar V. Andrésson„Við ætlum bæði að starfa út kjörtímabilið og klára það sem við hófum. Við tvö bárum höfuðábyrgð á þeim málefnasamningi sem við gerðum í meirihlutanum fyrir hönd Bjartrar framtíðar og í gegnum þennan málefnasamning höfum við náð ótrúlega góðum árangri í Hafnarfirði og við ætlum okkur að fylgja þessum verkefnum eftir og ljúka þessu.“Er þetta lýsandi fyrir andrúmsloftið innan Bjartrar framtíðar, svona almennt séð?„Þau hafa ekki farið framhjá neinum, átökin sem hafa verið innan Bjartrar framtíðar og þau hafa tengt anga sína inn í Hafnarfjörðinn með beinum hætti þannig að það hefur verið erfitt á ýmsum vígstöðvum innan Bjartrar framtíðar. Það er, held ég að ég megi segja, heildarstaðan á þessu.“ Þegar Einar Birkir lítur yfir farinn veg í bæjarstjórn er hann stoltur og ánægður með árangurinn. „Okkur hefur tekist býsna vel upp og samstarfið hefur gengið mjög vel og við Guðlaug erum fyrst og fremst trú þvi samstarfi og því sem við settum niður í upphafi í okkar málefnasamningi.“Ekki náðist í Guðlaugu Kristjánsdóttur við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. „Þetta á sér nú nokkuð langan aðdraganda. Í gegnum fjögur ár innan Bjartrar framtíðar þróast samstarfið í misjafnar áttir; gagnvart sumum mjög náið og öðrum óx það í sundur,“ segir Einar Birkir um samstarfsörðugleika innan flokksins í samtali við Vísi. „Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir sem gefur ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningum og heldur áfram störfum sínum hjá fjármálaráðuneytinu.Guðlaug og Einar Birkir ætla að klára kjörtímabilið, sem lýkur senn, en starfa sem óháðir bæjarfulltrúar.Vísir: Gunnar V. Andrésson„Við ætlum bæði að starfa út kjörtímabilið og klára það sem við hófum. Við tvö bárum höfuðábyrgð á þeim málefnasamningi sem við gerðum í meirihlutanum fyrir hönd Bjartrar framtíðar og í gegnum þennan málefnasamning höfum við náð ótrúlega góðum árangri í Hafnarfirði og við ætlum okkur að fylgja þessum verkefnum eftir og ljúka þessu.“Er þetta lýsandi fyrir andrúmsloftið innan Bjartrar framtíðar, svona almennt séð?„Þau hafa ekki farið framhjá neinum, átökin sem hafa verið innan Bjartrar framtíðar og þau hafa tengt anga sína inn í Hafnarfjörðinn með beinum hætti þannig að það hefur verið erfitt á ýmsum vígstöðvum innan Bjartrar framtíðar. Það er, held ég að ég megi segja, heildarstaðan á þessu.“ Þegar Einar Birkir lítur yfir farinn veg í bæjarstjórn er hann stoltur og ánægður með árangurinn. „Okkur hefur tekist býsna vel upp og samstarfið hefur gengið mjög vel og við Guðlaug erum fyrst og fremst trú þvi samstarfi og því sem við settum niður í upphafi í okkar málefnasamningi.“Ekki náðist í Guðlaugu Kristjánsdóttur við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira