168 milljónir í skaðabætur vegna umboðssvika við þyrlusölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2018 14:54 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann ásamt félögum sem voru í hans eigu til greiðslu 168 milljón króna í skaðabætur vegna umboðssvika við sölu á þyrlu árið 2009. Maðurinn var í Hæstarétti árið 2016 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins. Höfðaði þrotabúið B 230 ehf, áður Þyrluþjónustan hf, skaðabótamál vegna málsins. Tildrög málsins eru þau að með afsali 3. nóvember 2009 seldi B 230 hf. Birken Ltd. þyrluna TF-HHS, af gerðinni Bell N230 MG TF. Birken var að öllu leyti í eigu mannsins auk þess sem að hann var eini eigandi Árnýjar ehf, sem þá átti allt hlutafé í B 230 ehf.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var söluverð þyrlunnar 762.919 dollarar. Þyrluna hafði félagið keypt árið 2007 fyrir rúmar tvær milljónir dollara.Þegar þyrlan var seld Birken var sama dag gerður lánssamningur milli þess félags og B 230 hf. fyrir öllu kaupverðinu. Samhliða þessu var samdægurs gerður leigusamningur þar sem B-230 hf. tók þyrluna á leigu í eitt ár og nam leigan þrjátíu þúsund dollurum á mánuði.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var leigugreiðslum skuldajafnað gegn greiðslum samkvæmt fyrrgreindum lánssamningi 3. nóvember 2009 fyrir kaupverði þyrlunnar.Þyrlunni ekki flogið á lánstímanum Frá árslokum 2008 mun þyrlunni ekki hafa verið flogið meðan hún var í eigu B 230 hf., en lofthæfisvottorð hennar rann út 30. september 2009 án þess að óskað væri eftir því við Flugmálastjórn að það yrði endurnýjað. Ekki var þyrlunni heldur flogið meðan félagið hafði hana á leigu á tímabilinu 3. nóvember 2009 til loka júní 2011.Í dómi héraðsdóms segir að „ljóst virðist vera að markmiðið með ráðstöfuninni hafi einvörðungu verið að ráðstafa TF-HHS frá B230 hf. til stefnda Birken án þess að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir.“Var það niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi „valdið stefnanda með saknæmum, ólögmætum og refsiverðum hætti fjárhagslegu tjóni.“Þyrlan var árið 2011 auglýst til sölu fyrir 1,35 milljónir dollara. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir hvort umrædd þyrla sé enn í eigu Birken eða hvort hún hafi verið seld og þá á hvaða verði. Því væri ekki byggt á öðru varðandi verðmæti þyrlunnar en á því verði sem hún var auglýst til sölu.Var því fjártjón þrotabúsins metið sem 1,35 milljónir dollara eða 168 milljónir króna miðað við gengi dollara þann 23. nóvember 2009, 124,67 krónur.Þarf því maðurinn, ásamt félögunum tveimur, að greiða þrotabúinu 168 milljónir króna í skaðabætur auk 3,5 milljón króna í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann ásamt félögum sem voru í hans eigu til greiðslu 168 milljón króna í skaðabætur vegna umboðssvika við sölu á þyrlu árið 2009. Maðurinn var í Hæstarétti árið 2016 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins. Höfðaði þrotabúið B 230 ehf, áður Þyrluþjónustan hf, skaðabótamál vegna málsins. Tildrög málsins eru þau að með afsali 3. nóvember 2009 seldi B 230 hf. Birken Ltd. þyrluna TF-HHS, af gerðinni Bell N230 MG TF. Birken var að öllu leyti í eigu mannsins auk þess sem að hann var eini eigandi Árnýjar ehf, sem þá átti allt hlutafé í B 230 ehf.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var söluverð þyrlunnar 762.919 dollarar. Þyrluna hafði félagið keypt árið 2007 fyrir rúmar tvær milljónir dollara.Þegar þyrlan var seld Birken var sama dag gerður lánssamningur milli þess félags og B 230 hf. fyrir öllu kaupverðinu. Samhliða þessu var samdægurs gerður leigusamningur þar sem B-230 hf. tók þyrluna á leigu í eitt ár og nam leigan þrjátíu þúsund dollurum á mánuði.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var leigugreiðslum skuldajafnað gegn greiðslum samkvæmt fyrrgreindum lánssamningi 3. nóvember 2009 fyrir kaupverði þyrlunnar.Þyrlunni ekki flogið á lánstímanum Frá árslokum 2008 mun þyrlunni ekki hafa verið flogið meðan hún var í eigu B 230 hf., en lofthæfisvottorð hennar rann út 30. september 2009 án þess að óskað væri eftir því við Flugmálastjórn að það yrði endurnýjað. Ekki var þyrlunni heldur flogið meðan félagið hafði hana á leigu á tímabilinu 3. nóvember 2009 til loka júní 2011.Í dómi héraðsdóms segir að „ljóst virðist vera að markmiðið með ráðstöfuninni hafi einvörðungu verið að ráðstafa TF-HHS frá B230 hf. til stefnda Birken án þess að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir.“Var það niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi „valdið stefnanda með saknæmum, ólögmætum og refsiverðum hætti fjárhagslegu tjóni.“Þyrlan var árið 2011 auglýst til sölu fyrir 1,35 milljónir dollara. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir hvort umrædd þyrla sé enn í eigu Birken eða hvort hún hafi verið seld og þá á hvaða verði. Því væri ekki byggt á öðru varðandi verðmæti þyrlunnar en á því verði sem hún var auglýst til sölu.Var því fjártjón þrotabúsins metið sem 1,35 milljónir dollara eða 168 milljónir króna miðað við gengi dollara þann 23. nóvember 2009, 124,67 krónur.Þarf því maðurinn, ásamt félögunum tveimur, að greiða þrotabúinu 168 milljónir króna í skaðabætur auk 3,5 milljón króna í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent