Rússar vilja fund með Boris Johnson Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. apríl 2018 14:45 Árásin á Skrípal feðginin er rannsökuð sem morðtilraun. Vísir/EPA Rússneska sendiráðið í London hefur óskað eftir fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands, vegna Skrípal rannsóknarinnar. Er nú beðið eftir viðbrögðum við þeirri beiðni, samkvæmt frétt BBC. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er málið rannsakað sem morðtilraun. Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. „Við teljum að það sé kominn tími á að sendiherrann Alexander Yakovenko fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra.“ Þar kemur einnig fram að sendiherran hafi nú þegar sent skilaboð til Johnson. Bindur sendiráðið miklar vonir við að vel verði tekið í þessa beiðni og að komið verði á fundi sem fyrst. Bretar hafa ekki tjáð sig um beiðnina. Julia Skíipal hefur verið vakandi í rúma viku og í gær var sagt frá því að Sergei Skrípal væri einnig á batavegi eftir að hafa verið í lífshættu í nokkrar vikur. Christine Blanshard, yfirlæknir við spítalann í Salisbury, staðfesti þetta í gær í samtali við fjölmiðla. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina. Vladimir Pútín þvertekur aftur á móti fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Rússar óskuðu eftir því á fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni, að Bretar skyldu rannsaka taugaeitursárásina á Skripal feðginin í Salisbury á dögunum í samstarfi við Rússa. Öryggisráðið hafnaði þeiri kröfu. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Rússneska sendiráðið í London hefur óskað eftir fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands, vegna Skrípal rannsóknarinnar. Er nú beðið eftir viðbrögðum við þeirri beiðni, samkvæmt frétt BBC. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er málið rannsakað sem morðtilraun. Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. „Við teljum að það sé kominn tími á að sendiherrann Alexander Yakovenko fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra.“ Þar kemur einnig fram að sendiherran hafi nú þegar sent skilaboð til Johnson. Bindur sendiráðið miklar vonir við að vel verði tekið í þessa beiðni og að komið verði á fundi sem fyrst. Bretar hafa ekki tjáð sig um beiðnina. Julia Skíipal hefur verið vakandi í rúma viku og í gær var sagt frá því að Sergei Skrípal væri einnig á batavegi eftir að hafa verið í lífshættu í nokkrar vikur. Christine Blanshard, yfirlæknir við spítalann í Salisbury, staðfesti þetta í gær í samtali við fjölmiðla. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina. Vladimir Pútín þvertekur aftur á móti fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Rússar óskuðu eftir því á fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni, að Bretar skyldu rannsaka taugaeitursárásina á Skripal feðginin í Salisbury á dögunum í samstarfi við Rússa. Öryggisráðið hafnaði þeiri kröfu.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41
Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00
Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53
Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21