Fáránlegt að mega ekki spila bingó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2018 18:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þingmaður Pírata sem hefur lagt fram frumvarp um brottfall helgidagafriðar segir lögin vera barn síns tíma. Staðið er fyrir ýmsum skemmtunum í dag og eru margar verslanir opnar þrátt fyrir það sé ólöglegt. Verslanir eiga að vera lokaðar og ýmsar skemmtanir eru bannaðar í dag á föstudaginn langa samkvæmt lögum um helgidagafrið. Ýmislegt er þó í gangi. Ungliðahreyfing Pírata stendur fyrir pönktónleikum í kvöld og opið er í mörgum verslunum og á veitingastöðum. Þá stóð Vantrú fyrir árlegu ólöglegu páskabingói á Austurvelli. „Það er auðvitað öllum í sjálfsvald sett að spila ekki bingó og gera ekki neitt skemmtilegt af trúarástæðum en það er rangt að þvinga alla til að fara að því," segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sjaldnast gerðar athugasemdir við opnanir á helgidögum og á mikill fjöldi ferðamanna sem þarf að nærast þátt í því. Ábendingar um ólöglega starfsemi eru þó skoðaðar. Píratar hafa nú í annað sinn lagt fram frumvarp til afnáms laga um helgidagafrið. „Í dag er rosalega heilagur dagur samkvæmt sumum trúarbrögðum og þá má ekki spila bingó. Það er bannað á Íslandi og það er fáránlegt. Þannig við ákváðum að leggja til að það yrði ekki bannað," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Helgi segist ekki viss um stuðning við málið á þingi og segir helstu andstæðinga hafa áhyggjur af réttindum launafólks. Aðrir séu mótfallnir því af trúarlegum ástæðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helgidagarnir verði felldir inn í lög um 40 stunda vinnuviku og haldist því frídagar líkt og 1. maí og 17. júní. Í umsögn frá ASÍ segir að ekki verði séð að brottfall laganna hafi neikvæð áhrif á kjarasamninga. Biskupsstofa telur þó ekki rétt að falla frá lögunum. „Sumu fólki finnst vænt um að hafa svona hefðir en það er bara ekki nóg til að réttlæta það að hafa sérstök lög til að uppfylla einhverjar trúarlegar langanir fólks," segir Helgi Hrafn. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þingmaður Pírata sem hefur lagt fram frumvarp um brottfall helgidagafriðar segir lögin vera barn síns tíma. Staðið er fyrir ýmsum skemmtunum í dag og eru margar verslanir opnar þrátt fyrir það sé ólöglegt. Verslanir eiga að vera lokaðar og ýmsar skemmtanir eru bannaðar í dag á föstudaginn langa samkvæmt lögum um helgidagafrið. Ýmislegt er þó í gangi. Ungliðahreyfing Pírata stendur fyrir pönktónleikum í kvöld og opið er í mörgum verslunum og á veitingastöðum. Þá stóð Vantrú fyrir árlegu ólöglegu páskabingói á Austurvelli. „Það er auðvitað öllum í sjálfsvald sett að spila ekki bingó og gera ekki neitt skemmtilegt af trúarástæðum en það er rangt að þvinga alla til að fara að því," segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sjaldnast gerðar athugasemdir við opnanir á helgidögum og á mikill fjöldi ferðamanna sem þarf að nærast þátt í því. Ábendingar um ólöglega starfsemi eru þó skoðaðar. Píratar hafa nú í annað sinn lagt fram frumvarp til afnáms laga um helgidagafrið. „Í dag er rosalega heilagur dagur samkvæmt sumum trúarbrögðum og þá má ekki spila bingó. Það er bannað á Íslandi og það er fáránlegt. Þannig við ákváðum að leggja til að það yrði ekki bannað," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Helgi segist ekki viss um stuðning við málið á þingi og segir helstu andstæðinga hafa áhyggjur af réttindum launafólks. Aðrir séu mótfallnir því af trúarlegum ástæðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helgidagarnir verði felldir inn í lög um 40 stunda vinnuviku og haldist því frídagar líkt og 1. maí og 17. júní. Í umsögn frá ASÍ segir að ekki verði séð að brottfall laganna hafi neikvæð áhrif á kjarasamninga. Biskupsstofa telur þó ekki rétt að falla frá lögunum. „Sumu fólki finnst vænt um að hafa svona hefðir en það er bara ekki nóg til að réttlæta það að hafa sérstök lög til að uppfylla einhverjar trúarlegar langanir fólks," segir Helgi Hrafn.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent